Hvað þýðir orðið eða hugtakið skálmöld? Hvaðan er þetta orð komið og við hvers konar skálm er átt?
Orðið skálm er fornt orð yfir sverð en þekkist einnig í merkingunni 'stór hnífur, sveðja'. Skálmöld merkir 'ófriðaröld, vígaöld'. Orðið þekkist fyrst úr 44. (45.) vísu Völuspár þar sem völvan spáir fyrir um endalok heimsins (stafsetningu breytt):
Bræður munu berjastVísan er að mestu auðskilin. Að baki orðinu skeggöld er nafnorðið skeggja 'öxi' en merkingin hin sama og í skálmöld. Vindöld merkir 'stormasamir tímar' og að baki vargöld er nafnorðið vargur 'úlfur'. Mynd:
og að bönum verða,
munu systrungar
sifjum spilla,
hart er í heimi,
hórdómur mikill,
skeggöld, skálmöld,
skildir eru klofnir,
vindöld, vargöld,
áður veröld steypist
mun engi maður
öðrum þyrma.
- Ragnarök — Wikipédia. (Sótt 18.06.2014).