Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju stafa túrverkir og er það rétt að pillan dragi úr þeim?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Er það rétt að maður fái minni túrverki ef maður er á pillunni og geta verið aukaverkanir af henni?

Það er rétt að getnaðarvarnarpillan getur dregið úr túrverkjum.

Túrverkir eru krampar eða verkir í kvið og mjaðmagrind sem fylgja tíðablæðingum. Túrverkir eru mjög breytilegir, allt frá mildum í mjög mikla. Mildir túrverkir eru stundum vart greinanlegir, vara stutt og má lýsa sem léttum þyngslum í kviðnum. Miklir túrverkir geta aftur á móti verið svo slæmir að þeir trufla dagleg störf viðkomandi konu í nokkra daga.

Áætlað hefur verið að yfir helmingur allra kvenna finni fyrir túrverkjum í einhverri mynd og að þeir séu miklir hjá um 15% kvenna. Rannsóknir meðal unglingsstúlkna sýna að 90% þeirra segjast fá túrverki.

Túrverkjum er skipt í tvær gerðir. Fyrsta stigs túrverkir stafa ekki af undirliggjandi vandamáli í æxlunarfærum og koma fyrst fram innan við hálfu ári frá upphafi blæðinga. Túrverkir byrja yfirleitt ekki fyrr en eftir egglos hefur átt sér stað í tíðahring en tíðir hefjast oft í fyrsta sinn áður en egglos hefur orðið. Annars stigs túrverkir stafa að miklu leyti af sjúkdómsástandi, oftast í æxlunarfærunum. Slíkir túrverkir koma stundum fram fljótlega eftir upphaf blæðinga en algengara er að þeir komi fram seinna á ævinni.

Getnaðarvarnarpillan getur dregið úr túrverkjum.

Skoðum nánar hvað veldur túrverkjum. Í hverjum tíðamánuði þykknar legslíman innan í leginu til að geta tekið á móti frjóvguðu eggi. Ef egg frjóvgast ekki af sáðfrumu eftir egglos verður enginn getnaður og þykk legslíman verður óþörf. Magn estrógens og prógesteróns (kvenkynhormónanna) minnkar, legslíman bólgnar og losnar síðan sem tíðir. Hún þykknar síðan aftur á nýjan leik í næsta tíðamánuði. Þegar gamla legslíman brotnar niður losna efnasambönd sem heita prostaglandín. Þau valda því að legveggirnir dragast saman. Þegar það gerist þrengjast æðar í legslímunni sem veldur því að súrefnisflæði til vefja legslímunnar er hindrað og hún sundrast og deyr. Legið bókstaflega þrýstir gömlu legslímunni út um leghálsinn í leggöngin og þaðan út úr líkamanum.

Auk prostaglandína koma einnig við sögu önnur efni, svokölluð leukotríen, sem taka þátt í bólguviðbrögðum og eiga líklega sinn þátt í að framkalla túrverki. Túrverkir verða við það að legið dregst saman af völdum þessara efnasambanda til að þrýsta gamalli legslímu út um leghálsinn. Sársaukinn magnast þegar blóðugir vefjaklumpar losna út um leghálsinn, einkum ef hann er mjög þröngur. Konur sem fá túrverki eru með meira af prostaglandínum í legslímunni en þær sem fá þá ekki. Fæðingarhríðir líkjast mjög slæmum túrverkjum.

Hægt er að sýna fram á túrverki vísindalega en þá er þrýstingur mældur í leginu og fjöldi og tíðni samdrátta þar. Í eðlilegum tíðum er þrýstingur við samdrátt legs 50-80 mm Hg og vara samdrættir í 15-30 sekúndur með tíðnina 1-4 samdrættir á hverjum 10 mínútum. Þegar kona fær túrverk er þrýstingur samdráttanna meiri (jafnvel meiri en 400 mm Hg), varir lengur en í 90 sekúndur og oft eru ekki nema 15 sekúndur á milli þeirra.

Eins og nefnt var hér að ofan getur óvenjuþröngur legháls magnað túrverki. Annar líffræðilegur þáttur sem hefur áhrif á hversu sárir túrverkir eru er lega legsins í mjaðmagrindinni. Ef legið hallar aftur er hætta á verri verkjum. Þekkt er að skortur á hreyfingu eykur sársauka við túrverki. Andleg streita getur einnig magnað túrverki.

Túrverkir byrja neðarlega í kvið og mjaðmagrind og geta óþægindin leitt út í mjóbak eða fótleggi. Þeir eru ýmist samfelldir eða koma með hléum. Ýmsir fylgifiskar geta fylgt túrverkjum eins og höfuðverkur og/eða ógleði, jafnvel uppköst. Stundum fylgir harðlífi eða niðurgangur vegna þess að prostaglandínin, sem valda samdrætti sléttra vöðva, finnast ekki eingöngu í leginu heldur einnig í meltingarveginum. Sumum konum finnst þær þurfa að hafa þvaglát oftar.

Hver kona þarf sjálf að finna hvaða meðferð virkar best við túrverkjum. Ýmis ráð eru til við túrverkjum. Ekki er aðeins mælt með nægri hvíld og svefni heldur ekki síður reglulegri hreyfingu, einkum göngum. Sumum konum finnst kviðnudd, jóga eða kynferðisleg fullnæging hjálpa sér. Lagning hitapúða á kviðinn getur dregið úr sársauka og óþægindum. Til eru ýmis lyf sem fást án lyfseðils sem geta stillt verkina auk þess sem þau draga úr samdráttunum sjálfum. Fyrir milda verki duga magnýl og parasetamól ágætlega en magnýl hefur þó takmörkuð áhrif á myndun prostaglandína en það gerir parasetamól. Þau lyf sem mest eru notuð til að meðhöndla meðalsára túrverki eru bólgueyðandi lyf sem tilheyra ekki sterum. Í þeim flokki eru íbúfen og skyld lyf. Best er að taka þessi lyf inn áður en verkir verða slæmir.

Ef túrverkir eru mjög slæmir og ofantalin ráð og lyf duga ekki gæti læknir skrifað lyfseðil fyrir vægum skömmtum af getnaðarvarnarpillu sem inniheldur bæði estrógen og prógesterón (samsettar pillur). Með því að taka hana inn er komið í veg fyrir egglos og dregið úr myndun prostaglandína sem leiðir til að samdrættir og tíðaflæði minnkar. Talið er að túrverkir séu um helmingi fátíðari sé notuð getnaðarvarnalykkja sem losar smáa skammta af prógestíni beint í legholið. Aftur á móti geta koparlykkjur og aðrar lykkjur sem innihalda ekki hormón gert túrverki verri. Skurðaðgerðir koma til greina hjá konum með mjög alvarlega túrverki, allt frá sköfun legslímu til legnáms.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.3.2014

Spyrjandi

Lína Aðalbjargardóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju stafa túrverkir og er það rétt að pillan dragi úr þeim?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2014, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64624.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 26. mars). Af hverju stafa túrverkir og er það rétt að pillan dragi úr þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64624

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju stafa túrverkir og er það rétt að pillan dragi úr þeim?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2014. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64624>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju stafa túrverkir og er það rétt að pillan dragi úr þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er það rétt að maður fái minni túrverki ef maður er á pillunni og geta verið aukaverkanir af henni?

Það er rétt að getnaðarvarnarpillan getur dregið úr túrverkjum.

Túrverkir eru krampar eða verkir í kvið og mjaðmagrind sem fylgja tíðablæðingum. Túrverkir eru mjög breytilegir, allt frá mildum í mjög mikla. Mildir túrverkir eru stundum vart greinanlegir, vara stutt og má lýsa sem léttum þyngslum í kviðnum. Miklir túrverkir geta aftur á móti verið svo slæmir að þeir trufla dagleg störf viðkomandi konu í nokkra daga.

Áætlað hefur verið að yfir helmingur allra kvenna finni fyrir túrverkjum í einhverri mynd og að þeir séu miklir hjá um 15% kvenna. Rannsóknir meðal unglingsstúlkna sýna að 90% þeirra segjast fá túrverki.

Túrverkjum er skipt í tvær gerðir. Fyrsta stigs túrverkir stafa ekki af undirliggjandi vandamáli í æxlunarfærum og koma fyrst fram innan við hálfu ári frá upphafi blæðinga. Túrverkir byrja yfirleitt ekki fyrr en eftir egglos hefur átt sér stað í tíðahring en tíðir hefjast oft í fyrsta sinn áður en egglos hefur orðið. Annars stigs túrverkir stafa að miklu leyti af sjúkdómsástandi, oftast í æxlunarfærunum. Slíkir túrverkir koma stundum fram fljótlega eftir upphaf blæðinga en algengara er að þeir komi fram seinna á ævinni.

Getnaðarvarnarpillan getur dregið úr túrverkjum.

Skoðum nánar hvað veldur túrverkjum. Í hverjum tíðamánuði þykknar legslíman innan í leginu til að geta tekið á móti frjóvguðu eggi. Ef egg frjóvgast ekki af sáðfrumu eftir egglos verður enginn getnaður og þykk legslíman verður óþörf. Magn estrógens og prógesteróns (kvenkynhormónanna) minnkar, legslíman bólgnar og losnar síðan sem tíðir. Hún þykknar síðan aftur á nýjan leik í næsta tíðamánuði. Þegar gamla legslíman brotnar niður losna efnasambönd sem heita prostaglandín. Þau valda því að legveggirnir dragast saman. Þegar það gerist þrengjast æðar í legslímunni sem veldur því að súrefnisflæði til vefja legslímunnar er hindrað og hún sundrast og deyr. Legið bókstaflega þrýstir gömlu legslímunni út um leghálsinn í leggöngin og þaðan út úr líkamanum.

Auk prostaglandína koma einnig við sögu önnur efni, svokölluð leukotríen, sem taka þátt í bólguviðbrögðum og eiga líklega sinn þátt í að framkalla túrverki. Túrverkir verða við það að legið dregst saman af völdum þessara efnasambanda til að þrýsta gamalli legslímu út um leghálsinn. Sársaukinn magnast þegar blóðugir vefjaklumpar losna út um leghálsinn, einkum ef hann er mjög þröngur. Konur sem fá túrverki eru með meira af prostaglandínum í legslímunni en þær sem fá þá ekki. Fæðingarhríðir líkjast mjög slæmum túrverkjum.

Hægt er að sýna fram á túrverki vísindalega en þá er þrýstingur mældur í leginu og fjöldi og tíðni samdrátta þar. Í eðlilegum tíðum er þrýstingur við samdrátt legs 50-80 mm Hg og vara samdrættir í 15-30 sekúndur með tíðnina 1-4 samdrættir á hverjum 10 mínútum. Þegar kona fær túrverk er þrýstingur samdráttanna meiri (jafnvel meiri en 400 mm Hg), varir lengur en í 90 sekúndur og oft eru ekki nema 15 sekúndur á milli þeirra.

Eins og nefnt var hér að ofan getur óvenjuþröngur legháls magnað túrverki. Annar líffræðilegur þáttur sem hefur áhrif á hversu sárir túrverkir eru er lega legsins í mjaðmagrindinni. Ef legið hallar aftur er hætta á verri verkjum. Þekkt er að skortur á hreyfingu eykur sársauka við túrverki. Andleg streita getur einnig magnað túrverki.

Túrverkir byrja neðarlega í kvið og mjaðmagrind og geta óþægindin leitt út í mjóbak eða fótleggi. Þeir eru ýmist samfelldir eða koma með hléum. Ýmsir fylgifiskar geta fylgt túrverkjum eins og höfuðverkur og/eða ógleði, jafnvel uppköst. Stundum fylgir harðlífi eða niðurgangur vegna þess að prostaglandínin, sem valda samdrætti sléttra vöðva, finnast ekki eingöngu í leginu heldur einnig í meltingarveginum. Sumum konum finnst þær þurfa að hafa þvaglát oftar.

Hver kona þarf sjálf að finna hvaða meðferð virkar best við túrverkjum. Ýmis ráð eru til við túrverkjum. Ekki er aðeins mælt með nægri hvíld og svefni heldur ekki síður reglulegri hreyfingu, einkum göngum. Sumum konum finnst kviðnudd, jóga eða kynferðisleg fullnæging hjálpa sér. Lagning hitapúða á kviðinn getur dregið úr sársauka og óþægindum. Til eru ýmis lyf sem fást án lyfseðils sem geta stillt verkina auk þess sem þau draga úr samdráttunum sjálfum. Fyrir milda verki duga magnýl og parasetamól ágætlega en magnýl hefur þó takmörkuð áhrif á myndun prostaglandína en það gerir parasetamól. Þau lyf sem mest eru notuð til að meðhöndla meðalsára túrverki eru bólgueyðandi lyf sem tilheyra ekki sterum. Í þeim flokki eru íbúfen og skyld lyf. Best er að taka þessi lyf inn áður en verkir verða slæmir.

Ef túrverkir eru mjög slæmir og ofantalin ráð og lyf duga ekki gæti læknir skrifað lyfseðil fyrir vægum skömmtum af getnaðarvarnarpillu sem inniheldur bæði estrógen og prógesterón (samsettar pillur). Með því að taka hana inn er komið í veg fyrir egglos og dregið úr myndun prostaglandína sem leiðir til að samdrættir og tíðaflæði minnkar. Talið er að túrverkir séu um helmingi fátíðari sé notuð getnaðarvarnalykkja sem losar smáa skammta af prógestíni beint í legholið. Aftur á móti geta koparlykkjur og aðrar lykkjur sem innihalda ekki hormón gert túrverki verri. Skurðaðgerðir koma til greina hjá konum með mjög alvarlega túrverki, allt frá sköfun legslímu til legnáms.

Heimildir og mynd:

...