Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu gamlir verða höfrungar?

Jón Már Halldórsson

Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti) og eru þeir fjölskipaðasta ættin. Í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla.

Háhyrningurinn Keikó varð 25 eða 26 ára gamall.

Höfrungar eru líkt og aðrir hvalir langlífar skepnur og geta nokkrar tegundir þeirra, svo sem háhyrningar (Orcinus orcas), sennilega náð allt að 50 ára aldri við bestu aðstæður. Í óblíðri og krefjandi náttúrunni verða dýr þó sjaldnast svo gömul. Sjúkdómar, hungur og afrán hafa áhrif á meðalaldur og samkvæmt rannsóknum er algengt að villtir höfrungar verði 17-25 ára gamlir. Kvendýr virðast þó ná hærri aldri en karldýrin.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.6.2013

Spyrjandi

Embla Björk Jónsdóttir, f. 2002

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu gamlir verða höfrungar?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63578.

Jón Már Halldórsson. (2013, 6. júní). Hversu gamlir verða höfrungar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63578

Jón Már Halldórsson. „Hversu gamlir verða höfrungar?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63578>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu gamlir verða höfrungar?
Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti) og eru þeir fjölskipaðasta ættin. Í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla.

Háhyrningurinn Keikó varð 25 eða 26 ára gamall.

Höfrungar eru líkt og aðrir hvalir langlífar skepnur og geta nokkrar tegundir þeirra, svo sem háhyrningar (Orcinus orcas), sennilega náð allt að 50 ára aldri við bestu aðstæður. Í óblíðri og krefjandi náttúrunni verða dýr þó sjaldnast svo gömul. Sjúkdómar, hungur og afrán hafa áhrif á meðalaldur og samkvæmt rannsóknum er algengt að villtir höfrungar verði 17-25 ára gamlir. Kvendýr virðast þó ná hærri aldri en karldýrin.

Mynd:

...