Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist ef maður er stunginn af geitungi?

Jón Már Halldórsson

Fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir eitri geitunga eða eru óvenjuhræddir við þá eru geitungar vágestir sem hafa óneitanlega áhrif á lífsgæði. Undanfarna tvo áratugi hefur geitungum fjölgað griðalega þökk sé hlýrri veðráttu og aukinni gróðurrækt.

Flestir finna fyrir sviða strax eftir stungu geitunga og á eftir fylgir staðbundinn kláði og bólga. Lítill hluti fólks myndar ofnæmi og fær verri og alvarlegri svörun á stærra svæði. Verstu tilfellin fela svo í sér ofnæmislost (e. anaphylaxis) en það er lífshættulegt ástand. Talið er að dauðsföll vegna bráðaofnæmis af völdum tegunda af býflugnaætt séu árlega nokkrir tugir í Bandaríkjunum og Evrópu. Til býflugnaættar teljast geitungar auk humla og býflugna. Það ber því að umgangast geitunga með varúð hér á landi sem annars staðar en fjöldi geitunga nær hámarki í lok ágúst og snemma í september. Á þeim tíma er árásargirni þeirra einnig mest og geta þeir stungið við minnsta áreiti. Enn fremur ber að hafa í huga að geitungar laðast að sætindum og áfengum drykkjum og geta þeir orðið mjög ágengir sé annað hvort haft um hönd utandyra.

Mikilvægt er að bregðast strax og rétt við ef einstaklingur er með bráðaofnæmi fyrir stungu geitunga en slíkt getur verið lífshættulegt. Flestum verður þó ekki meint af þó sársaukinn geti verið mikill, auk þess sem bólga og kláði fylgi í kjölfarið.

Ef grunur vaknar um stungu hjá einstaklingi með geitungaofnæmi skal meðhöndla hann strax eins og um önnur ofnæmisköst sé að ræða. Einstaklingur með geitungaofnæmi ætti ávallt að bera á sér svokallaða EpiPen-sprautu, en hún inniheldur adrenalín, sem viðkomandi hefur verið kennt að nota, og andhistamín. Því næst ætti að kalla á aðstoð og leita umsvifalaust á bráðamóttöku. Allir næmir sjúklingar skulu merktir með Medic Alert-merki.

Sértæk afnæming með æðvængjueitri (Hymenoptera) er mjög árangursrík meðferð sem rétt er að gefa sjúklingum sem fá ofnæmislost eftir stungu og reynast vera með jákvæð ofnæmispróf.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.8.2012

Spyrjandi

Eyrún Sól Einarsdóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað gerist ef maður er stunginn af geitungi?“ Vísindavefurinn, 7. ágúst 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62917.

Jón Már Halldórsson. (2012, 7. ágúst). Hvað gerist ef maður er stunginn af geitungi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62917

Jón Már Halldórsson. „Hvað gerist ef maður er stunginn af geitungi?“ Vísindavefurinn. 7. ágú. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62917>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef maður er stunginn af geitungi?
Fyrir einstaklinga sem eru með ofnæmi fyrir eitri geitunga eða eru óvenjuhræddir við þá eru geitungar vágestir sem hafa óneitanlega áhrif á lífsgæði. Undanfarna tvo áratugi hefur geitungum fjölgað griðalega þökk sé hlýrri veðráttu og aukinni gróðurrækt.

Flestir finna fyrir sviða strax eftir stungu geitunga og á eftir fylgir staðbundinn kláði og bólga. Lítill hluti fólks myndar ofnæmi og fær verri og alvarlegri svörun á stærra svæði. Verstu tilfellin fela svo í sér ofnæmislost (e. anaphylaxis) en það er lífshættulegt ástand. Talið er að dauðsföll vegna bráðaofnæmis af völdum tegunda af býflugnaætt séu árlega nokkrir tugir í Bandaríkjunum og Evrópu. Til býflugnaættar teljast geitungar auk humla og býflugna. Það ber því að umgangast geitunga með varúð hér á landi sem annars staðar en fjöldi geitunga nær hámarki í lok ágúst og snemma í september. Á þeim tíma er árásargirni þeirra einnig mest og geta þeir stungið við minnsta áreiti. Enn fremur ber að hafa í huga að geitungar laðast að sætindum og áfengum drykkjum og geta þeir orðið mjög ágengir sé annað hvort haft um hönd utandyra.

Mikilvægt er að bregðast strax og rétt við ef einstaklingur er með bráðaofnæmi fyrir stungu geitunga en slíkt getur verið lífshættulegt. Flestum verður þó ekki meint af þó sársaukinn geti verið mikill, auk þess sem bólga og kláði fylgi í kjölfarið.

Ef grunur vaknar um stungu hjá einstaklingi með geitungaofnæmi skal meðhöndla hann strax eins og um önnur ofnæmisköst sé að ræða. Einstaklingur með geitungaofnæmi ætti ávallt að bera á sér svokallaða EpiPen-sprautu, en hún inniheldur adrenalín, sem viðkomandi hefur verið kennt að nota, og andhistamín. Því næst ætti að kalla á aðstoð og leita umsvifalaust á bráðamóttöku. Allir næmir sjúklingar skulu merktir með Medic Alert-merki.

Sértæk afnæming með æðvængjueitri (Hymenoptera) er mjög árangursrík meðferð sem rétt er að gefa sjúklingum sem fá ofnæmislost eftir stungu og reynast vera með jákvæð ofnæmispróf.

Mynd:...