Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru hægðir okkar stundum harðar og stundum mjúkar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það fer eftir mataræði hvernig hægðirnar okkar eru. Áferð hægða ræðst af því hvort við fáum nóg af vökva og svokölluðum trefjaefnum í fæðunni.

Trefjaefni eru flókin kolvetni sem finnast í plöntufrumuveggjum, til dæmis beðmi og lignín. Við meltum ekki trefjaefnin og þau fara því óbreytt í gegnum meltingarveginn, allt til enda hans. Þau eru nauðsynleg vegna þess að þau binda vatn, allt að tífalda þyngd sína, og gera þannig hægðirnar miklar og mjúkar og auðveldar að losa. Trefjaefnin tryggja einnig að hægðirnar fara hratt í gegnum ristilinn.

Það er nauðsynlegt að fá nóg af trefjaefnum til þess að hægðirnar haldist mjúkar. Trefjaefni finnast til dæmis í grófu korni, baunum, ávöxtum og grænmeti.

Eðlilegar hægðir eru mjúkar og ætti líkaminn að losa þær einu sinni til tvisvar á dag án nokkurrar áreynslu. Ef reyndin er önnur er ekki nóg af plöntuafurðum í fæðunni. Þau matvæli sem innihalda mest af trefjaefnum eru gróft korn, baunir, grænmeti og ávextir. Engin trefjaefni eru í dýraafurðum. Ef fólk eyðir löngum stundum á klósettinu og er búið að koma sér upp miklu bókasafni þar, er kominn tími til að endurskoða mataræðið og þá sérstaklega hvort nóg af plöntuafurðum sé í fæðunni. Enn fremur má ekki gleyma að drekka nóg af vatni ef fólk borðar mikið af trefjaefnum.

Ef hægðir eru þurrar og harðar er erfitt og jafnvel sársaukafullt að losa þær. Langvarandi harðlífi og hægðatregða erta ristilinn og geta stuðlað að ýmsum kvillum, eins og gyllinæð, ristilpokum og sárum í ristli. Æðahnútar í fótleggjum geta jafnvel komið fram vegna þrýstings niður í þá við rembinginn sem fylgir harðlífi.

Í þessu svari er gengið út frá því að um heilbrigðan líkama sé að ræða en margt getur valdið sjúkdómum og kvillum í þörmum sem hefur í för með sér óeðlilegar hægðir. Nánar má lesa um það í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju kúkar fólk? og í svari Jórunnar Frímannsdóttur við spurningunni Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

13.12.2011

Spyrjandi

Sigursteinn Vigfússon

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna eru hægðir okkar stundum harðar og stundum mjúkar?“ Vísindavefurinn, 13. desember 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60294.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2011, 13. desember). Hvers vegna eru hægðir okkar stundum harðar og stundum mjúkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60294

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna eru hægðir okkar stundum harðar og stundum mjúkar?“ Vísindavefurinn. 13. des. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60294>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru hægðir okkar stundum harðar og stundum mjúkar?
Það fer eftir mataræði hvernig hægðirnar okkar eru. Áferð hægða ræðst af því hvort við fáum nóg af vökva og svokölluðum trefjaefnum í fæðunni.

Trefjaefni eru flókin kolvetni sem finnast í plöntufrumuveggjum, til dæmis beðmi og lignín. Við meltum ekki trefjaefnin og þau fara því óbreytt í gegnum meltingarveginn, allt til enda hans. Þau eru nauðsynleg vegna þess að þau binda vatn, allt að tífalda þyngd sína, og gera þannig hægðirnar miklar og mjúkar og auðveldar að losa. Trefjaefnin tryggja einnig að hægðirnar fara hratt í gegnum ristilinn.

Það er nauðsynlegt að fá nóg af trefjaefnum til þess að hægðirnar haldist mjúkar. Trefjaefni finnast til dæmis í grófu korni, baunum, ávöxtum og grænmeti.

Eðlilegar hægðir eru mjúkar og ætti líkaminn að losa þær einu sinni til tvisvar á dag án nokkurrar áreynslu. Ef reyndin er önnur er ekki nóg af plöntuafurðum í fæðunni. Þau matvæli sem innihalda mest af trefjaefnum eru gróft korn, baunir, grænmeti og ávextir. Engin trefjaefni eru í dýraafurðum. Ef fólk eyðir löngum stundum á klósettinu og er búið að koma sér upp miklu bókasafni þar, er kominn tími til að endurskoða mataræðið og þá sérstaklega hvort nóg af plöntuafurðum sé í fæðunni. Enn fremur má ekki gleyma að drekka nóg af vatni ef fólk borðar mikið af trefjaefnum.

Ef hægðir eru þurrar og harðar er erfitt og jafnvel sársaukafullt að losa þær. Langvarandi harðlífi og hægðatregða erta ristilinn og geta stuðlað að ýmsum kvillum, eins og gyllinæð, ristilpokum og sárum í ristli. Æðahnútar í fótleggjum geta jafnvel komið fram vegna þrýstings niður í þá við rembinginn sem fylgir harðlífi.

Í þessu svari er gengið út frá því að um heilbrigðan líkama sé að ræða en margt getur valdið sjúkdómum og kvillum í þörmum sem hefur í för með sér óeðlilegar hægðir. Nánar má lesa um það í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju kúkar fólk? og í svari Jórunnar Frímannsdóttur við spurningunni Af hverju fær fólk niðurgang og hvernig er hægt að bregðast við honum?

Heimildir og mynd:

...