Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum seinni hluta vetrar?

Stjörnufræðivefurinn

Í hverjum mánuði koma í ljós ný stjörnumerki á kvöldin á meðan önnur hverfa undir sjóndeildarhringinn. Hér er fjallað stuttlega um það sem má sjá á næturhimninum frá febrúar og fram í apríl.

Svæðið í kringum Karlsvagninn er mjög áhugavert og sést vel á þessum árstíma. Á kvöldin rís stjarnan Arktúrus í Hjarðmanninum í austri en hún er á meðal björtustu stjarna á himinhvelfingunni. Í suðri blasa Tvíburarnir Kastor og Pollux við en vinstra megin við þau er Krabbinn sem er lítið og tiltölulega dauft stjörnumerki. Í honum er að finna stjörnuþyrpingu sem nefnist Jatan eða Býflugnabúið (M44) en auðvelt er að finna það með aðstoð stjörnukorta. Jatan er stórglæsileg á að líta í öllum gerðum stjörnusjónauka.

Fyrir unnendur vetrarbrauta er vorið tvímælalaust besta árstíðin. Konungur dýranna, Ljónið, sýnir klærnar fyrir neðan Karlsvagninn og minnir höfuð Ljónsins á sigð eða spurningamerki sem hefur verið speglað. Eftir því sem líður á kvöldið kemur stærsta stjörnumerkið í dýrahringnum í ljós en það er Meyjan.



Ljónið og Meyjan, ásamt stjörnumerkinu Bereníkuhaddi, geyma margar af þeim vetrarbrautum sem auðveldast er að skoða í meðalstórum stjörnusjónauka. Í Ljónsmerkinu er margrómaður vetrarbrautahópur sem nefnist Ljónsþrenningin og í Meyjunni er að finna miðju Meyjarþyrpingarinnar sem er stóra vetrarbrautaþyrpingin sem er næst okkur. Í henni eru um tvö þúsund vetrarbrautir.

Stjörnumerkið Bereníkuhaddur sést best á vorin en þar sem stjörnurnar í merkinu eru tiltölulega daufar nýtur það sín helst utan þéttbýlisins. Flestar þeirra eru saman í stjörnuþyrpingu sem nefnist Haddþyrpingin og glitrar á næturhimninum eins og perlum skeytt teppi. Bereníkuhaddur er á svæðinu milli Arktúrusar í Hjarðmanninum, Ljónsins og Karlsvagnsins í Stórabirni. Þetta stjörnumerki eitt og sér ætti að vera næg ástæða til þess að gá til stjarna á vorin.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um stjörnufræði sem fróðlegt er að skoða, til dæmis við spurningunum:

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um fyrirbæri á himninum á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Áhugamenn um stjörnuskoðun ættu að skoða Stjörnufræðivefinn, en þar má bæði finna ýmsan fróðleik um stjörnurnar og ábendingar um stjörnuskoðun. Einnig er vert að benda á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem býður bæði upp á námskeið um stjörnuskoðun og aðstöðu til stjörnuskoðunar.

Útgáfudagur

24.2.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum seinni hluta vetrar?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55412.

Stjörnufræðivefurinn. (2010, 24. febrúar). Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum seinni hluta vetrar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55412

Stjörnufræðivefurinn. „Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum seinni hluta vetrar?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55412>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum seinni hluta vetrar?
Í hverjum mánuði koma í ljós ný stjörnumerki á kvöldin á meðan önnur hverfa undir sjóndeildarhringinn. Hér er fjallað stuttlega um það sem má sjá á næturhimninum frá febrúar og fram í apríl.

Svæðið í kringum Karlsvagninn er mjög áhugavert og sést vel á þessum árstíma. Á kvöldin rís stjarnan Arktúrus í Hjarðmanninum í austri en hún er á meðal björtustu stjarna á himinhvelfingunni. Í suðri blasa Tvíburarnir Kastor og Pollux við en vinstra megin við þau er Krabbinn sem er lítið og tiltölulega dauft stjörnumerki. Í honum er að finna stjörnuþyrpingu sem nefnist Jatan eða Býflugnabúið (M44) en auðvelt er að finna það með aðstoð stjörnukorta. Jatan er stórglæsileg á að líta í öllum gerðum stjörnusjónauka.

Fyrir unnendur vetrarbrauta er vorið tvímælalaust besta árstíðin. Konungur dýranna, Ljónið, sýnir klærnar fyrir neðan Karlsvagninn og minnir höfuð Ljónsins á sigð eða spurningamerki sem hefur verið speglað. Eftir því sem líður á kvöldið kemur stærsta stjörnumerkið í dýrahringnum í ljós en það er Meyjan.



Ljónið og Meyjan, ásamt stjörnumerkinu Bereníkuhaddi, geyma margar af þeim vetrarbrautum sem auðveldast er að skoða í meðalstórum stjörnusjónauka. Í Ljónsmerkinu er margrómaður vetrarbrautahópur sem nefnist Ljónsþrenningin og í Meyjunni er að finna miðju Meyjarþyrpingarinnar sem er stóra vetrarbrautaþyrpingin sem er næst okkur. Í henni eru um tvö þúsund vetrarbrautir.

Stjörnumerkið Bereníkuhaddur sést best á vorin en þar sem stjörnurnar í merkinu eru tiltölulega daufar nýtur það sín helst utan þéttbýlisins. Flestar þeirra eru saman í stjörnuþyrpingu sem nefnist Haddþyrpingin og glitrar á næturhimninum eins og perlum skeytt teppi. Bereníkuhaddur er á svæðinu milli Arktúrusar í Hjarðmanninum, Ljónsins og Karlsvagnsins í Stórabirni. Þetta stjörnumerki eitt og sér ætti að vera næg ástæða til þess að gá til stjarna á vorin.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um stjörnufræði sem fróðlegt er að skoða, til dæmis við spurningunum:

Mynd:

Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um fyrirbæri á himninum á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Áhugamenn um stjörnuskoðun ættu að skoða Stjörnufræðivefinn, en þar má bæði finna ýmsan fróðleik um stjörnurnar og ábendingar um stjörnuskoðun. Einnig er vert að benda á vefsíðu Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem býður bæði upp á námskeið um stjörnuskoðun og aðstöðu til stjörnuskoðunar....