Ef „gegnheilum“ eða „fylltum“ sporbaug er snúið heilan hring um langás sinn fæst hlutur sem kallast ílangur sporvölusnúður. Yfirborð þessa hlutar kallast ílangur sporvölusnúðflötur.
Ef orðasambandinu prolate spheroid er flett upp í orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins kemur í ljós að það lýsir bæði ílöngum sporvölusnúði og ílöngum sporvölusnúðfleti. Þetta orðasamband getur sem sagt bæði átt við um hlutinn sjálfan og um yfirborð hans. Því má bæta við að ef gegnheilum sporbaug er snúið heilan hring um skammás sinn fæst annars konar hlutur sem kallast flattur sporvölusnúður. Yfirborð þess hlutar kallast flattur sporvölusnúðflötur.
Ef þessum hugtökum er flett upp í orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins sést að enska orðasambandið oblate spheroid er notað til að lýsa þeim báðum. Myndir:
- Mynd af sporbaug var teiknuð af höfundi svarsins.
- Mynd af ílöngum sporvölusnúði: Prolate Spheroid - Wikipedia, the Free Encyclopedia. (Sótt 1.6.2012).
- Mynd af flöttum sporvölusnúði: Oblate Spheroid - Wikipedia, the Free Encyclopedia. (Sótt 1.6.2012).