Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til íslensk þýðing á hugtakinu prolate spheroid?

EBG

Lesendum, sem velta fyrir sér íslenskum þýðingum á enskum stærðfræðihugtökum, er bent á orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins. Það sem eftir er svarsins verður sagt aðeins frá hugtakinu prolate spheroid og íslenskri þýðingu þess.

Áður hefur verið fjallað um sporbauga á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs? Þar má meðal annars finna eftirfarandi mynd, sem sýnir sporbaug, miðpunkt hans, langás og skammás.



Ef „gegnheilum“ eða „fylltum“ sporbaug er snúið heilan hring um langás sinn fæst hlutur sem kallast ílangur sporvölusnúður. Yfirborð þessa hlutar kallast ílangur sporvölusnúðflötur.



Ef orðasambandinu prolate spheroid er flett upp í orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins kemur í ljós að það lýsir bæði ílöngum sporvölusnúði og ílöngum sporvölusnúðfleti. Þetta orðasamband getur sem sagt bæði átt við um hlutinn sjálfan og um yfirborð hans.

Því má bæta við að ef gegnheilum sporbaug er snúið heilan hring um skammás sinn fæst annars konar hlutur sem kallast flattur sporvölusnúður. Yfirborð þess hlutar kallast flattur sporvölusnúðflötur.



Ef þessum hugtökum er flett upp í orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins sést að enska orðasambandið oblate spheroid er notað til að lýsa þeim báðum.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

14.3.2013

Spyrjandi

Friðgeir Torfi Ásgeirsson

Tilvísun

EBG. „Er til íslensk þýðing á hugtakinu prolate spheroid?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2013, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55250.

EBG. (2013, 14. mars). Er til íslensk þýðing á hugtakinu prolate spheroid? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55250

EBG. „Er til íslensk þýðing á hugtakinu prolate spheroid?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2013. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55250>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til íslensk þýðing á hugtakinu prolate spheroid?
Lesendum, sem velta fyrir sér íslenskum þýðingum á enskum stærðfræðihugtökum, er bent á orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins. Það sem eftir er svarsins verður sagt aðeins frá hugtakinu prolate spheroid og íslenskri þýðingu þess.

Áður hefur verið fjallað um sporbauga á Vísindavefnum í svari sama höfundar við spurningunni Hverjir eru helstu stærðfræðilegu eiginleikar sporbaugs? Þar má meðal annars finna eftirfarandi mynd, sem sýnir sporbaug, miðpunkt hans, langás og skammás.



Ef „gegnheilum“ eða „fylltum“ sporbaug er snúið heilan hring um langás sinn fæst hlutur sem kallast ílangur sporvölusnúður. Yfirborð þessa hlutar kallast ílangur sporvölusnúðflötur.



Ef orðasambandinu prolate spheroid er flett upp í orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins kemur í ljós að það lýsir bæði ílöngum sporvölusnúði og ílöngum sporvölusnúðfleti. Þetta orðasamband getur sem sagt bæði átt við um hlutinn sjálfan og um yfirborð hans.

Því má bæta við að ef gegnheilum sporbaug er snúið heilan hring um skammás sinn fæst annars konar hlutur sem kallast flattur sporvölusnúður. Yfirborð þess hlutar kallast flattur sporvölusnúðflötur.



Ef þessum hugtökum er flett upp í orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins sést að enska orðasambandið oblate spheroid er notað til að lýsa þeim báðum.

Myndir:

...