Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er kvikasilfur í bóluefni?

Þórólfur Guðnason

Thiomersal er eitt þeirra efna sem notað hefur verið í bóluefni. Það inniheldur kvikasilfurssambönd og er ætlað að auka endingu bóluefna. Ekkert bóluefni sem notað er í almennum bólusetningum hér á landi inniheldur thiomersal nema Pandemrix sem notað hefur verið gegn svínainflúensu.



Almennt inniheldur bóluefni sem notað er hér á landi ekki kvikasilfur.

Kvikasilfurssambönd eru af ýmsum gerðum. Sýnt hefur verið fram á að metýl-kvikasilfur sem fyrirfinnst í náttúrunni og menguðum matvælum getur verið skaðlegt heilsu manna. Það form af kvikasilfri er hins vegar ekki í thiomersal heldur etýl-kvikasilfur sem hefur allt aðra eiginleika og er ekki skaðlegt heilsu manna í því litla magni sem fyrirfinnst í bóluefnum. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á thiomersal í bóluefnum og engin rannsókn hefur sýnt að það sé skaðlegt.

Flest bóluefni innihalda svokallaða ónæmisglæða sem örva ónæmissvar þegar bólusett er. Þessir ónæmisglæðar eru oft nauðsynlegir og rannsóknir hafa ekki sýnt nein skaðleg áhrif af þeirra völdum.

Ekki hefur verið sýnt fram á að árlegar bólusetningar valdi uppsöfnun á efnum sem leiða til skaða. Þvert á móti vernda bóluefnin vel gegn skaðlegum áhrifum sýkinga.

Lesa má meira um öryggi bóluefna á vef Landlæknisembættisins.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Highlight Health. Sótt 14. 9. 2010.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Er eitthvað til í því að bóluefni innihaldi kvikasilfur og önnur óæskileg efni til að auka á upptöku bóluefnisins? Ef rétt er að bóluefni innihaldi kvikasilfur, er það í því magni að rétt sé að huga að því hversu oft farið sé í bólusetningu. Gæti árleg bólusetning m.ö.o. á endanum valdið eitrun?

Höfundur

Þórólfur Guðnason

fyrrverandi sóttvarnalæknir

Útgáfudagur

17.9.2010

Spyrjandi

Brjánn Jónsson

Tilvísun

Þórólfur Guðnason. „Er kvikasilfur í bóluefni?“ Vísindavefurinn, 17. september 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54091.

Þórólfur Guðnason. (2010, 17. september). Er kvikasilfur í bóluefni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54091

Þórólfur Guðnason. „Er kvikasilfur í bóluefni?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54091>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er kvikasilfur í bóluefni?
Thiomersal er eitt þeirra efna sem notað hefur verið í bóluefni. Það inniheldur kvikasilfurssambönd og er ætlað að auka endingu bóluefna. Ekkert bóluefni sem notað er í almennum bólusetningum hér á landi inniheldur thiomersal nema Pandemrix sem notað hefur verið gegn svínainflúensu.



Almennt inniheldur bóluefni sem notað er hér á landi ekki kvikasilfur.

Kvikasilfurssambönd eru af ýmsum gerðum. Sýnt hefur verið fram á að metýl-kvikasilfur sem fyrirfinnst í náttúrunni og menguðum matvælum getur verið skaðlegt heilsu manna. Það form af kvikasilfri er hins vegar ekki í thiomersal heldur etýl-kvikasilfur sem hefur allt aðra eiginleika og er ekki skaðlegt heilsu manna í því litla magni sem fyrirfinnst í bóluefnum. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á thiomersal í bóluefnum og engin rannsókn hefur sýnt að það sé skaðlegt.

Flest bóluefni innihalda svokallaða ónæmisglæða sem örva ónæmissvar þegar bólusett er. Þessir ónæmisglæðar eru oft nauðsynlegir og rannsóknir hafa ekki sýnt nein skaðleg áhrif af þeirra völdum.

Ekki hefur verið sýnt fram á að árlegar bólusetningar valdi uppsöfnun á efnum sem leiða til skaða. Þvert á móti vernda bóluefnin vel gegn skaðlegum áhrifum sýkinga.

Lesa má meira um öryggi bóluefna á vef Landlæknisembættisins.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Highlight Health. Sótt 14. 9. 2010.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Er eitthvað til í því að bóluefni innihaldi kvikasilfur og önnur óæskileg efni til að auka á upptöku bóluefnisins? Ef rétt er að bóluefni innihaldi kvikasilfur, er það í því magni að rétt sé að huga að því hversu oft farið sé í bólusetningu. Gæti árleg bólusetning m.ö.o. á endanum valdið eitrun?
...