Gætuð þið sagt mér frá botnlífi Reykjavíkurtjarnarinnar?Lífríki Reykjavíkurtjarnar hefur tekið ýmsum breytingum í tímans rás. Í upphafi hefur Tjörnin verið sjávarlón sem sjórinn hefur stíflað með malarkambi og er hún talin hafa lokast af fyrir um 1200 árum. Lækurinn, útfall úr Tjörninni, rann áður opinn út í sjó og þar sem Tjörnin er aðeins í um 2 m hæð yfir meðalsjávarmáli gætti flóðs og fjöru í tjörninni og kom sjór inn í gegnum lækinn. Árið 1913 var Lækurinn settur í stokk og seinna var honum lokað og Lækjargata lögð yfir Lækinn. Nú er búið að koma fyrir loku þannig að einstreymi er út úr Tjörninni og tekur það fyrir sjóblöndun í hana. Fram til ársins 1962 var skólpi veitt í Tjörnina en nú á að vera búið að koma í veg fyrir alla slíka losun þótt alltaf sé hætta á því að við nýframkvæmdir og lagfæringar komi upp rangar tengingar milli ofanvatnsveitu og skólps.
- ^ Á korti sem fylgir svari við spurningunni Hvaðan kemur vatnið í Tjörnina í Reykjavík? sést staðsetning Hústjarnarinnar.
- ^ Ánar tilheyra flokki liðorma (Oligochaeta).
- Tjörnin (The Pond) - Reykjavik | Flickr.com. Höfundur myndar: Kirk K. Birt undir Creative Commons Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0 Generic leyfi. (Sótt 10.5.2022).