Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Humall (Humulus lupulus) er hávaxin vafningsjurt af hampætt (Cannabaceae). Hún er ræktuð víða enda mikilvæg nytjajurt. Blóm hennar sem á ensku nefnast hops eru notuð til bjórgerðar um allan heim.
Humallinn gerir ölið biturt á bragðið en gegnir einnig því hlutverki að verja það gegn skemmdum. Humallinn vinnur gegn bakteríuvexti í bjórnum og hefur hagstæð áhrif á vöxt gersveppsins Saccharomyces cerevisiae. Víða í Evrópu, til dæmis í Þýskalandi og Tékklandi, eru víðáttumiklir humlaakrar. Ræktunin fer yfirleitt þannig fram að stengur eru reknar niður í jörðina og snúrur strengdar á milli, humallinn vefur sig síðan eftir þeim og getur vaxtarhraðinn við bestu aðstæður verið mjög mikill.
Humall.
Fyrstu heimildir um notkun humals í bjórgerð eru frá borginni Babýlon frá 400 f.Kr. Á miðöldum var algengt að humall væri ræktaður í klaustrum en þá notuðu menn einnig aðrar plöntur í bjórgerð svo sem krosshnapp (Glemchoma hederace) og malurt (Artemisia absinthium). Nú til dags eru framleiddar bjórtegundir sem innihalda aðrar jurtir en humal, til dæmis Fraoch sem er skoskt öl og hinn franski Cervoise Lancelot.
Höfundur þessa svars hefur nokkrar heimildir fyrir því að humall sé ræktaður hér á landi en í mjög litlum mæli. Ef ætlunin er að fara út í stórfellda humlarækt hér á landi, þyrfti að skoða ýmsa þætti vel, til dæmis líffræði plöntunnar og ýmsa hagkvæmnisþætti.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Jón Már Halldórsson. „Hvers konar jurt er humall og er hægt að rækta hann hér á landi?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51698.
Jón Már Halldórsson. (2009, 5. mars). Hvers konar jurt er humall og er hægt að rækta hann hér á landi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51698
Jón Már Halldórsson. „Hvers konar jurt er humall og er hægt að rækta hann hér á landi?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51698>.