Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu?

Ágústa Þorbergsdóttir

Ný orð bætast sífellt við, bæði meðvitað og ómeðvitað, og því er ekki unnt að koma með ákveðið svar við því hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu. Svokallaðar augnablikssamsetningar verða til á degi hverjum þar sem nýyrði eru mynduð um leið og þegar þörf er á og yfirleitt án mikillar umhugsunar. Dæmi um slík orð gæti verið tepokatöng eða vindsængurpoki. Merkingin er venjulega auðskiljanleg og orð af þessu tagi eru almennt ekki í orðabókum.

Þegar nýyrði er myndað er ekki hægt að segja til um hversu mikið og hversu lengi orðið verður notað. Framtíðin ein getur leitt það í ljós. Sem dæmi um nýyrði, sem hafa verið mynduð en ekki náð festu í málinu, má nefna bjúgaldin fyrir ‘banani’ og vindutjöld fyrir ‘rúllugardínur’. Sum nýyrði eru aldrei notuð, önnur nýyrði eru eins konar dægurflugur sem notuð í skamman tíma en hverfa svo og enn önnur nýyrði festast í málinu.

Þegar nýyrði er myndað er ekki hægt að segja til um hversu mikið og hversu lengi orðið verður notað. Sem dæmi um nýyrði, sem hafa verið mynduð en ekki náð festu í málinu, má nefna bjúgaldin fyrir ‘banani’.

Sífellt er þörf á nýjum orðum yfir ný fyrirbæri en áhugi á íslenskum nýyrðum virðist að einhverju leyti fara eftir því um hvers konar fyrirbæri er að ræða. Þegar tækninýjungar koma fram verða stundum miklar umræður um nauðsyn þess að fá íslenskt nýyrði í stað erlenda orðsins. Á árunum 2011–2012 var til dæmis mikið rætt um íslenskt nýyrði fyrir orðið app og rúmlega fimmtíu nýyrðatillögur eru skráðar hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, til dæmis bót, íbót, netja, nytja, smáforrit, snjallsímaforrit, stefja og viðbót. Þrátt fyrir allar þessar tillögur hefur ekki tekist að festa í sessi íslenskt heiti fyrir app.

Það eru ekki aðeins tækninýjungar sem þurfa ný orð, samfélagsbreytingar leiða einnig til þess að mynduð eru nýyrði. Orðið útrásarvíkingur kemur fram 2008 og á síðustu mánuðum hefur mikið verið rætt um aflandskrónur. Í kjölfar stóraukinnar ferðamennsku bættist nýyrðið lundabúð við orðaforðann og nýjungar í mataræði hafa líka skilað ýmsum nýyrðum, svo sem steinaldarfæði og lágkolvetnafæði.

Í kjölfar stóraukinnar ferðamennsku bættist nýyrðið lundabúð við orðaforðann.

Sumum nýyrðum er ætlað að leysa af hólmi orð sem þykja ekki hæfa vönduðu máli. Emoji, hinar litlu myndir sem snjallsímanotendur nota til að tjá það sem orð fá ekki lýst, hafa fengið íslenska heitið tjámerki. Stungið hefur verið upp á að láta nýyrðið sjálfa koma í stað enska orðsins selfie um það að taka mynd af sjálfum sér og senda á samfélagsmiðla en þetta eru dæmi um nýyrði sem hafa ekki enn fest sig í sessi. Stundum hefur verið reynt að halda samkeppni um íslensk nýyrði. Nefna má samkeppni sem haldin var árið 2014 um íslenskt nýyrði fyrir takeaway og var nýyrðið útréttur valið sem sigurorðið. Það er þó alls óljóst hvort það hafi náð að festast.

Fjölmörg íslensk nýyrði eru beinar þýðingar á erlendum orðum, til dæmis deilihagkerfi (e. sharing economy), hatursglæpur (e. hate crime) og hefndarklám (e. revenge porn). Nýyrði sem mynduð eru á þennan hátt kallast tökuþýðingar.

Stundum hefur verið reynt að halda samkeppni um íslensk nýyrði. Nefna má samkeppni sem haldin var árið 2014 um íslenskt nýyrði fyrir takeaway og var nýyrðið útréttur valið sem sigurorðið. Það er þó alls óljóst hvort það hafi náð að festast.

Fjöldi nýyrða eru mynduð á hverju ári í ýmsum sérgreinum en oftast vekja þau ekki athygli nema meðal sérfræðinga á því sviði sem um er að ræða. Sem dæmi má nefna orðin sjálfsfjöllitnun fyrir ‘autopolyploidy’ og erfðarek ‘random genetic drift’ í erfðafræði sem eru mjög nýleg nýyrði. Þau orð eða orðasambönd sem notuð eru innan tiltekinnar sérgreinar kallast íðorð og þau eru oft mynduð í orðanefndum sem skipaðar eru sérfræðingum í þeirri grein sem unnið er með. Að sjálfsögðu eiga ýmis orð bæði heima í almennu máli og í íðorðaforða einhverrar greinar.

Það er eitt af helstu viðfangsefnum íslenskrar málræktar að efla íslenska tungu og mynda til ný orð eftir því sem þörf er á. Með því er átt við allt sem miðar að því að íslenskt mál nýtist Íslendingum sem best og unnt verði að nota það á öllum sviðum íslensks samfélags.

Ábendingar um nýyrði eða nýyrðatillögur má senda til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Myndir:

Höfundur

Ágústa Þorbergsdóttir

deildarstjóri á málræktarsviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

8.12.2016

Spyrjandi

Arena Huld Steinarsdóttir

Tilvísun

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49938.

Ágústa Þorbergsdóttir. (2016, 8. desember). Hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49938

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49938>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu?
Ný orð bætast sífellt við, bæði meðvitað og ómeðvitað, og því er ekki unnt að koma með ákveðið svar við því hver eru allra nýjustu nýyrðin í íslenskri tungu. Svokallaðar augnablikssamsetningar verða til á degi hverjum þar sem nýyrði eru mynduð um leið og þegar þörf er á og yfirleitt án mikillar umhugsunar. Dæmi um slík orð gæti verið tepokatöng eða vindsængurpoki. Merkingin er venjulega auðskiljanleg og orð af þessu tagi eru almennt ekki í orðabókum.

Þegar nýyrði er myndað er ekki hægt að segja til um hversu mikið og hversu lengi orðið verður notað. Framtíðin ein getur leitt það í ljós. Sem dæmi um nýyrði, sem hafa verið mynduð en ekki náð festu í málinu, má nefna bjúgaldin fyrir ‘banani’ og vindutjöld fyrir ‘rúllugardínur’. Sum nýyrði eru aldrei notuð, önnur nýyrði eru eins konar dægurflugur sem notuð í skamman tíma en hverfa svo og enn önnur nýyrði festast í málinu.

Þegar nýyrði er myndað er ekki hægt að segja til um hversu mikið og hversu lengi orðið verður notað. Sem dæmi um nýyrði, sem hafa verið mynduð en ekki náð festu í málinu, má nefna bjúgaldin fyrir ‘banani’.

Sífellt er þörf á nýjum orðum yfir ný fyrirbæri en áhugi á íslenskum nýyrðum virðist að einhverju leyti fara eftir því um hvers konar fyrirbæri er að ræða. Þegar tækninýjungar koma fram verða stundum miklar umræður um nauðsyn þess að fá íslenskt nýyrði í stað erlenda orðsins. Á árunum 2011–2012 var til dæmis mikið rætt um íslenskt nýyrði fyrir orðið app og rúmlega fimmtíu nýyrðatillögur eru skráðar hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, til dæmis bót, íbót, netja, nytja, smáforrit, snjallsímaforrit, stefja og viðbót. Þrátt fyrir allar þessar tillögur hefur ekki tekist að festa í sessi íslenskt heiti fyrir app.

Það eru ekki aðeins tækninýjungar sem þurfa ný orð, samfélagsbreytingar leiða einnig til þess að mynduð eru nýyrði. Orðið útrásarvíkingur kemur fram 2008 og á síðustu mánuðum hefur mikið verið rætt um aflandskrónur. Í kjölfar stóraukinnar ferðamennsku bættist nýyrðið lundabúð við orðaforðann og nýjungar í mataræði hafa líka skilað ýmsum nýyrðum, svo sem steinaldarfæði og lágkolvetnafæði.

Í kjölfar stóraukinnar ferðamennsku bættist nýyrðið lundabúð við orðaforðann.

Sumum nýyrðum er ætlað að leysa af hólmi orð sem þykja ekki hæfa vönduðu máli. Emoji, hinar litlu myndir sem snjallsímanotendur nota til að tjá það sem orð fá ekki lýst, hafa fengið íslenska heitið tjámerki. Stungið hefur verið upp á að láta nýyrðið sjálfa koma í stað enska orðsins selfie um það að taka mynd af sjálfum sér og senda á samfélagsmiðla en þetta eru dæmi um nýyrði sem hafa ekki enn fest sig í sessi. Stundum hefur verið reynt að halda samkeppni um íslensk nýyrði. Nefna má samkeppni sem haldin var árið 2014 um íslenskt nýyrði fyrir takeaway og var nýyrðið útréttur valið sem sigurorðið. Það er þó alls óljóst hvort það hafi náð að festast.

Fjölmörg íslensk nýyrði eru beinar þýðingar á erlendum orðum, til dæmis deilihagkerfi (e. sharing economy), hatursglæpur (e. hate crime) og hefndarklám (e. revenge porn). Nýyrði sem mynduð eru á þennan hátt kallast tökuþýðingar.

Stundum hefur verið reynt að halda samkeppni um íslensk nýyrði. Nefna má samkeppni sem haldin var árið 2014 um íslenskt nýyrði fyrir takeaway og var nýyrðið útréttur valið sem sigurorðið. Það er þó alls óljóst hvort það hafi náð að festast.

Fjöldi nýyrða eru mynduð á hverju ári í ýmsum sérgreinum en oftast vekja þau ekki athygli nema meðal sérfræðinga á því sviði sem um er að ræða. Sem dæmi má nefna orðin sjálfsfjöllitnun fyrir ‘autopolyploidy’ og erfðarek ‘random genetic drift’ í erfðafræði sem eru mjög nýleg nýyrði. Þau orð eða orðasambönd sem notuð eru innan tiltekinnar sérgreinar kallast íðorð og þau eru oft mynduð í orðanefndum sem skipaðar eru sérfræðingum í þeirri grein sem unnið er með. Að sjálfsögðu eiga ýmis orð bæði heima í almennu máli og í íðorðaforða einhverrar greinar.

Það er eitt af helstu viðfangsefnum íslenskrar málræktar að efla íslenska tungu og mynda til ný orð eftir því sem þörf er á. Með því er átt við allt sem miðar að því að íslenskt mál nýtist Íslendingum sem best og unnt verði að nota það á öllum sviðum íslensks samfélags.

Ábendingar um nýyrði eða nýyrðatillögur má senda til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Myndir:...