Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað búa margir í Frakklandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir



Frakkland er fjórða fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi, Þýskalandi og Bretlandi. Árið 2001 voru Frakkar tæplega 59 milljónir talsins. Eru þá ekki taldar með þær 1,7 milljónir manna sem búa á svæðum utan Evrópu sem tilheyra franska ríkinu (Guadeloupe og Martinique í Vestur-Indíum, Franska-Gínea í Suður-Ameríku og Réunion í Indlandshafi).

Á síðustu 50 árum hefur Frökkum fjölgað um rúmlega 40%, úr tæpum 42 milljónum í 59 milljónir. Á sama tíma hefur heildarfjölgun íbúa í þeim löndum sem nú mynda Evrópusambandið verið um 27%. Frökkum fjölgaði mest á árunum 1950-1975 en síðan þá hefur nokkuð dregið úr fólksfjölgun.

Ólíkt mörgum öðrum ríkjum Evrópu má að stórum hluta rekja fólksfjölgun í Frakklandi undanfarin ár til náttúrlegrar fjölgunar frekar en til innflytjenda. Á síðasta áratug var árleg fjölgun Frakka nálægt 250.000. Þar af var náttúruleg fjölgun (munurinn á fæðingartíðni og dánartíðni) um 200.000 og innflytjendur um 50.000.

Um 9,6 milljónir (rúmlega 16% Frakka) búa á stórhöfuðborgarsvæðinu öllu en í París sjálfri búa rúmlega tvær milljónir manna. Þrjú önnur stórborgarsvæði hafa yfir eina milljón íbúa. Í Marseilles og svæðinu þar í kring búa um 1,35 milljónir, þar af búa um 800 þúsund inni í Marseilles. Í Lyon og nágrenni búa álíka margir og á Marseilles svæðinu þó íbúar borgarinnar sjálfrar séu töluvert færri eða tæplega 450 þúsund. Rétt um ein milljón manna býr í eða umhverfis Lille (185 þúsund í borginni). Önnur stærstu borgarsvæði Frakklands eru Nice með 889 þúsund íbúa, þar af tæplega 350 þúsund í borginni sjálfri, Toulouse og nágrenni með 761 þúsund íbúa, þar af 390 þúsund manns í borginni, og Bordeaux svæðið með 754 þúsund íbúa, þar af 215 þúsund innan borgarmarkanna.



Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:Heimildir:



Kort: The University of Texas at Austin - General Libraries - UT Library Online

Mynd af Eifel turninum: Lycée Atl@antique - Le tourisme en France

Mynd af París: Living on the Net

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.8.2002

Spyrjandi

Hjördís Lorange, f. 1989

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað búa margir í Frakklandi?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2638.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2002, 12. ágúst). Hvað búa margir í Frakklandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2638

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað búa margir í Frakklandi?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2638>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir í Frakklandi?


Frakkland er fjórða fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi, Þýskalandi og Bretlandi. Árið 2001 voru Frakkar tæplega 59 milljónir talsins. Eru þá ekki taldar með þær 1,7 milljónir manna sem búa á svæðum utan Evrópu sem tilheyra franska ríkinu (Guadeloupe og Martinique í Vestur-Indíum, Franska-Gínea í Suður-Ameríku og Réunion í Indlandshafi).

Á síðustu 50 árum hefur Frökkum fjölgað um rúmlega 40%, úr tæpum 42 milljónum í 59 milljónir. Á sama tíma hefur heildarfjölgun íbúa í þeim löndum sem nú mynda Evrópusambandið verið um 27%. Frökkum fjölgaði mest á árunum 1950-1975 en síðan þá hefur nokkuð dregið úr fólksfjölgun.

Ólíkt mörgum öðrum ríkjum Evrópu má að stórum hluta rekja fólksfjölgun í Frakklandi undanfarin ár til náttúrlegrar fjölgunar frekar en til innflytjenda. Á síðasta áratug var árleg fjölgun Frakka nálægt 250.000. Þar af var náttúruleg fjölgun (munurinn á fæðingartíðni og dánartíðni) um 200.000 og innflytjendur um 50.000.

Um 9,6 milljónir (rúmlega 16% Frakka) búa á stórhöfuðborgarsvæðinu öllu en í París sjálfri búa rúmlega tvær milljónir manna. Þrjú önnur stórborgarsvæði hafa yfir eina milljón íbúa. Í Marseilles og svæðinu þar í kring búa um 1,35 milljónir, þar af búa um 800 þúsund inni í Marseilles. Í Lyon og nágrenni búa álíka margir og á Marseilles svæðinu þó íbúar borgarinnar sjálfrar séu töluvert færri eða tæplega 450 þúsund. Rétt um ein milljón manna býr í eða umhverfis Lille (185 þúsund í borginni). Önnur stærstu borgarsvæði Frakklands eru Nice með 889 þúsund íbúa, þar af tæplega 350 þúsund í borginni sjálfri, Toulouse og nágrenni með 761 þúsund íbúa, þar af 390 þúsund manns í borginni, og Bordeaux svæðið með 754 þúsund íbúa, þar af 215 þúsund innan borgarmarkanna.



Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:Heimildir:



Kort: The University of Texas at Austin - General Libraries - UT Library Online

Mynd af Eifel turninum: Lycée Atl@antique - Le tourisme en France

Mynd af París: Living on the Net...