Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru vafrakökur (cookies), hvað gera þær og hvernig losnar maður við þær?

Snorri Agnarsson

Vafrakökur eða einfaldlega kökur eru upplýsingapakkar, sem vafraforrit vista á notendatölvum að beiðni vefþjóna. Þegar vafrinn seinna biður sama vefþjón um vefsíðu er kakan send til þjónsins með beiðninni. Vefþjónninn getur þá notað þessar upplýsingar frá vafranum til hvaða ákvarðanatöku eða vinnslu sem er. Oft eru lykilorð eða aðgangsheimildir einstaklings að tiltekinni vefþjónustu geymd á tölvu hans sem kökur.

Hver kaka hefur gildistímabil. Vafrinn eyðir kökunni þegar tímabilið rennur út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón, sem sendi kökuna, og aðeins sá vefþjónn fær að sjá kökuna.



Notkun á vafrakökum hefur oft verið gagnrýnd vegna þess að sum fyrirtæki hafa notað kökur til að safna upplýsingum um hegðunarmynstur einstaklinga á vefnum, og hafa sum verið sökuð um að tengja slíkar upplýsingar við aðrar upplýsingar svo sem innkaupamynstur.

Hægt er að stilla flesta vafra til að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er hægt að eyða kökum af tölvu sinni en notandinn þarf þá að vera við því búinn að sum verk kosti meiri tíma og fyrirhöfn en ella. Aðferðirnar sem notaðar eru til þessa eru mismunandi eftir tegund vafra. Á vefsíðum Microsoft eru leiðbeiningar til að eyða kökum fyrir nýrri gerðir vafrans Internet Explorer.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: HB

Höfundur

Snorri Agnarsson

prófessor í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.9.2002

Spyrjandi

Stefán Heiðarsson

Tilvísun

Snorri Agnarsson. „Hvað eru vafrakökur (cookies), hvað gera þær og hvernig losnar maður við þær?“ Vísindavefurinn, 16. september 2002, sótt 28. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=1603.

Snorri Agnarsson. (2002, 16. september). Hvað eru vafrakökur (cookies), hvað gera þær og hvernig losnar maður við þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1603

Snorri Agnarsson. „Hvað eru vafrakökur (cookies), hvað gera þær og hvernig losnar maður við þær?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2002. Vefsíða. 28. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1603>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru vafrakökur (cookies), hvað gera þær og hvernig losnar maður við þær?
Vafrakökur eða einfaldlega kökur eru upplýsingapakkar, sem vafraforrit vista á notendatölvum að beiðni vefþjóna. Þegar vafrinn seinna biður sama vefþjón um vefsíðu er kakan send til þjónsins með beiðninni. Vefþjónninn getur þá notað þessar upplýsingar frá vafranum til hvaða ákvarðanatöku eða vinnslu sem er. Oft eru lykilorð eða aðgangsheimildir einstaklings að tiltekinni vefþjónustu geymd á tölvu hans sem kökur.

Hver kaka hefur gildistímabil. Vafrinn eyðir kökunni þegar tímabilið rennur út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón, sem sendi kökuna, og aðeins sá vefþjónn fær að sjá kökuna.



Notkun á vafrakökum hefur oft verið gagnrýnd vegna þess að sum fyrirtæki hafa notað kökur til að safna upplýsingum um hegðunarmynstur einstaklinga á vefnum, og hafa sum verið sökuð um að tengja slíkar upplýsingar við aðrar upplýsingar svo sem innkaupamynstur.

Hægt er að stilla flesta vafra til að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er hægt að eyða kökum af tölvu sinni en notandinn þarf þá að vera við því búinn að sum verk kosti meiri tíma og fyrirhöfn en ella. Aðferðirnar sem notaðar eru til þessa eru mismunandi eftir tegund vafra. Á vefsíðum Microsoft eru leiðbeiningar til að eyða kökum fyrir nýrri gerðir vafrans Internet Explorer.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: HB...