Ekki fór mikið fyrir því að menn hafi neitað að hlýða skipunum í búðunum og að því marki sem slíkt gat gerst var þagað um það og engin skjöl voru rituð um málið. Ef þýskur hermaður neitaði að framfylgja skipun um að reka fólk í gasklefa, beið hans aftaka, en í skýrslum var hann vafalaust sagður hafa fallið á vígstöðvum. Nasistar reyndu að láta sem minnst bera á útrýmingarbúðunum í heimalandi sínu. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands? eftir Pál Björnsson
- Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz? eftir Jónu Símoníu Bjarnadóttur
- Eru til nákvæmar tölur yfir hvað Hitler drap marga til samans? eftir Gísla Gunnarsson
- Getur verið að færri Gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið? eftir Gísla Gunnarsson
- Wikipedia.com - Auschwitz. Sótt 22.6.2010.