Með sérstakri meðhöndlun mátti fá huliðshjálmsstein úr hrafnseggi.
Tak þér eitt hænuegg og lát þar í blóð undan stórutá á vinstra fæti. Síðan kom egginu undir fuglinn og lát hann unga. Síðan tak ungann og brenn á eik, síðan lát í einn línpoka og ber á höfði þér (443).Í þjóðsögum Jóns Árnasonar eru leiðbeiningar um hvernig maður eigi að leita að töfrasteinum. Það mun best á páskadags- eða hvítasunnumorgunn undir sólaruppkomu. „Þá liggja allir steinar lausir á jörðu“ og er þeirra helst að leita við sjó þar sem eru rauðir sandar. Óskasteinar og huliðshjálmssteinar koma stundum fyrir í íslenskum galdramálum. Í gamalli skræðu sem fannst í Skálholti um miðbik 17. aldar er galdur þar sem óskasteinn kemur við sögu. Árið 1680 var maður að nafni Jón Eggertsson á Ökrum í Skagafirði ákærður fyrir að fara með huliðshjálm en ekki kemur fram í dómskjölum hvort þar var um stein að ræða. Í Kormákssögu (9. kafla) er getið um lyfstein og lífsteinn er nefndur í Göngu-Hrólfs sögu (3. kafla og 25. kafla). Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Eru galdrar til? eftir Ólínu Þorvarðardóttur.
- Eru til sérstakir íslenskir steinar? eftir Sigurð Steinþórsson.
- Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? eftir Rakel Pálsdóttur.
- Ég er sagður sestur í helgan stein. Hvar finn ég „helga steininn“!? eftir Guðrúnu Kvaran.
- Getið þið sagt mér einhverjar þjóðsögur um hrafninn? eftir Önnu Þorbjörgu Ingólfsdóttur.
- Hvaða jurtir voru notaðar til galdraverka og lækninga? eftir Símon Jón Jóhannsson.
- Hverjar eru síðustu heimildir um galdraiðkun á Íslandi? eftir Ólínu Þorvarðardóttur.
- Fornaldarsögur Norðurlanda I-III. Guðni Jónsson og Bjarni Vilhjálmsson sáu um útgáfuna. Forni, Reykjavík 1943-1944.
- Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson o.fl. sáu um útgáfuna, Reykjavík 1992.
- Íslendingasögur og þættir I-III. Bragi Halldórsson o.fl. sáu um útgáfuna. Bókaútgáfan Svart á hvítu, Reykjavík 1987.
- Jón Árnason (safnaði) 1961-1968: Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I-VI. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðustu útgáfuna. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Reykjavík. (1. útg. 1862-1864).
- Matthías Viðar Sæmundsson 1992: Galdrar á Íslandi. Íslensk galdrabók. Vaka Helgafell, Reykjavík, bls. 443.
- Ólína Þorvarðardóttir 2000: Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
- Steinar. Gagnavefur Kennaraháskóla Íslands:
- Mynd: Raven & nest. Flickr.com. Höfundur myndar er Kevin. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.