Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er San Andreas sprungan?

Páll Einarsson og Sigurður Steinþórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað er San Andreas-sprungan? Hvernig varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft?

San Andreas sprungan liggur á flekamörkum tveggja af stærstu jarðskorpuflekum jarðarinnar og markar skil á milli Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans. Þessi mörk liggja eftir Kaliforníu endilangri, allt frá Kaliforníuflóa í suðri og til strandar í norðanverðu ríkinu, þar sem þau ganga út í Kyrrahafið. Vesturhluti Kaliforníu situr þannig á Kyrrahafsflekanum og rekur til norðvesturs miðað við austurhlutann sem situr á Norður-Ameríkuflekanum. Afstætt rek á milli þessara fleka liggur samsíða flekamörkunum en slík flekamörk kallast hjáreksbelti.

Misgengi sem myndast í jarðskorpunni við slíkar aðstæður eru flest af þeirri gerð sem kallast sniðgengi. Sniðgengi eru oftast lóðrétt og færslan um þau er lárétt og samsíða misgenginu. Færslan getur verið ýmist til hægri eða vinstri ef horft er frá öðrum barmi misgengisins yfir á hinn. San Andreas sprungan flokkast þannig sem hægri-handar sniðgengi.



San Andreas sprungan er á mörkum Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans og liggur eftir Kaliforníuríki endilöngu.

Rekhraðinn yfir flekamörkin í Kaliforníu er umtalsvert meiri en á Íslandi, eða um 5 cm á ári. Þannig styttist vegalengdin milli Los Angeles (sem er á Kyrrahafsflekanum) og San Francisco (sem er austan við sprunguna) um það sem rekinu nemur á ári hverju.

Vegna reksins hleðst upp spenna á misgengjunum sem losnar á nokkurra áratuga fresti í stórum jarðskjálftum. Kalifornía er af þessum sökum mikið skjálftaland. Árið 1857 var mikill skjálfti á miðhluta sprungunnar en jarðskjálftinn frægi sem eyddi San Francisco árið 1906 varð á norðurhluta hennar, og enn annar skjálfti varð á svæðinu árið 1989. Búist er við stórskjálfta á suðurhluta sprungunnar innan fárra áratuga.

San Andreas sprungan myndaðist fyrir 15-20 milljónum ára þegar flekamörk mynduðust fyrst milli Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans. Fyrir þann tíma voru þessir flekar aðskildir af þriðja flekanum, svokölluðum Farallon-fleka. Hann skiptist í tvennt þegar San Andreas sprungan myndaðist og hafa smáflekarnir tveir sem þá urðu til verið að eyðast smátt og smátt síðan. Leifar þeirra eru enn á ferð undan ströndum Oregon- og Washingtonríkja annars vegar og Mexíkó hins vegar. Til hins fyrri má til dæmis rekja eldvirkni í Oregon og Washington, meðal annars í eldfjallinu St. Helens sem gýs um þessar mundir.

Ítarlegri skýringamynd af þróun San Andreas sprungunnar má finna hér.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem flekar og flekamót koma við sögu, til dæmis:

Mynd: U.S. Geological Survey

Höfundar

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

2.3.2007

Spyrjandi

Úlfar Andrésson

Tilvísun

Páll Einarsson og Sigurður Steinþórsson. „Hvað er San Andreas sprungan?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2007, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6517.

Páll Einarsson og Sigurður Steinþórsson. (2007, 2. mars). Hvað er San Andreas sprungan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6517

Páll Einarsson og Sigurður Steinþórsson. „Hvað er San Andreas sprungan?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2007. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6517>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er San Andreas sprungan?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað er San Andreas-sprungan? Hvernig varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft?

San Andreas sprungan liggur á flekamörkum tveggja af stærstu jarðskorpuflekum jarðarinnar og markar skil á milli Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans. Þessi mörk liggja eftir Kaliforníu endilangri, allt frá Kaliforníuflóa í suðri og til strandar í norðanverðu ríkinu, þar sem þau ganga út í Kyrrahafið. Vesturhluti Kaliforníu situr þannig á Kyrrahafsflekanum og rekur til norðvesturs miðað við austurhlutann sem situr á Norður-Ameríkuflekanum. Afstætt rek á milli þessara fleka liggur samsíða flekamörkunum en slík flekamörk kallast hjáreksbelti.

Misgengi sem myndast í jarðskorpunni við slíkar aðstæður eru flest af þeirri gerð sem kallast sniðgengi. Sniðgengi eru oftast lóðrétt og færslan um þau er lárétt og samsíða misgenginu. Færslan getur verið ýmist til hægri eða vinstri ef horft er frá öðrum barmi misgengisins yfir á hinn. San Andreas sprungan flokkast þannig sem hægri-handar sniðgengi.



San Andreas sprungan er á mörkum Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans og liggur eftir Kaliforníuríki endilöngu.

Rekhraðinn yfir flekamörkin í Kaliforníu er umtalsvert meiri en á Íslandi, eða um 5 cm á ári. Þannig styttist vegalengdin milli Los Angeles (sem er á Kyrrahafsflekanum) og San Francisco (sem er austan við sprunguna) um það sem rekinu nemur á ári hverju.

Vegna reksins hleðst upp spenna á misgengjunum sem losnar á nokkurra áratuga fresti í stórum jarðskjálftum. Kalifornía er af þessum sökum mikið skjálftaland. Árið 1857 var mikill skjálfti á miðhluta sprungunnar en jarðskjálftinn frægi sem eyddi San Francisco árið 1906 varð á norðurhluta hennar, og enn annar skjálfti varð á svæðinu árið 1989. Búist er við stórskjálfta á suðurhluta sprungunnar innan fárra áratuga.

San Andreas sprungan myndaðist fyrir 15-20 milljónum ára þegar flekamörk mynduðust fyrst milli Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans. Fyrir þann tíma voru þessir flekar aðskildir af þriðja flekanum, svokölluðum Farallon-fleka. Hann skiptist í tvennt þegar San Andreas sprungan myndaðist og hafa smáflekarnir tveir sem þá urðu til verið að eyðast smátt og smátt síðan. Leifar þeirra eru enn á ferð undan ströndum Oregon- og Washingtonríkja annars vegar og Mexíkó hins vegar. Til hins fyrri má til dæmis rekja eldvirkni í Oregon og Washington, meðal annars í eldfjallinu St. Helens sem gýs um þessar mundir.

Ítarlegri skýringamynd af þróun San Andreas sprungunnar má finna hér.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem flekar og flekamót koma við sögu, til dæmis:

Mynd: U.S. Geological Survey...