Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst?

Rannveig Þórisdóttir

Áður en hægt er að svara spurningunni þarf að skilgreina hugtakið glæpatíðni. Í daglegu tali er jafnan talað um afbrot þegar átt er við hegðun sem bönnuð er samkvæmt lögum. Hins vegar má skilja sem svo að glæpur vísi sérstaklega til alvarlegra afbrota og nái því til dæmis ekki yfir það að aka án þess að hafa ökuskírteini eða annað slíkt. Í þessu svari verður þess vegna fjallað um glæpatíðni sem tíðni hegningarlagabrota og fíkniefnabrota.

Til að meta tíðni brota hafa jafnan verið notaðar þrjár aðferðir. Í fyrsta lagi gefa opinber gögn upplýsingar um störf lögreglu, ákæruvalds, dómstóla og fangelsa. Rannsóknir hafa aftur á móti sýnt að einungis um 50-57% brota í vestrænum samfélögum skila sér til lögreglu. Af þessum ástæðum hafa einnig verið gerðar þolendakannanir þar sem spurt er um reynslu fólks af afbrotum. Afbrot hafa einnig verið mæld með því að spyrja almenning um eigin afbrotahegðun.

Þegar meta á afbrotatíðni hér á landi er almennt miðað við fjölda brota sem tilkynnt eru til lögreglu. Samanburðarhæfar tölur um tilkynnt hegningarlagabrot frá árinu 2001 eru fyrirliggjandi hjá lögreglu og á þeim tíma hefur hegningarlagabrotum fækkað um 35%, einkum innbrotum og þjófnaði.


Hegningarlagabrotum, þar á meðal innbrotum, hefur fækkað um 35% frá 2001.

Fjöldi kynferðisbrota hefur staðið í stað á tímabilinu en þó hafa orðið nokkrar breytingar á tilkynningum. Þannig hefur kærum vegna nauðgana fjölgað á sama tíma og kærum vegna misneytingar hefur fækkað. Þá stendur fjöldi ofbeldisbrota einnig í stað. Þó má benda á að þegar fjöldi manndrápa miðað við íbúafjölda er skoðaður frá 1990 til 2005 þá fer meðalfjöldi mála úr tæplega einu manndrápi á ári í rúmlega eitt á hverja 100 þúsund íbúa.

Fíkniefnabrot eru eini brotaflokkurinn sem hefur vaxið stöðugt á tímabilinu en fjöldi fíkniefnabrota hefur nær tvöfaldast frá 2001. Þó ber að hafa í huga að fíkniefnabrot eru sjaldnast tilkynnt til lögreglu. Þessar tölur byggja því á frumkvæðisvinnu lögreglunnar og eru ekki endilega mælikvarði á tíðni slíkra brota í samfélaginu.

Þolendakannanir hafa ekki verið gerðar hér á landi með reglubundnum hætti þannig að ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um þróun afbrota út frá reynslu þolenda. Hins vegar var Alþjóðlega fórnarlambakönnunin framkvæmd hér á landi í fyrsta skipti í byrjun árs 2005 svo að vitað er um stöðu mála á þeim tíma. Í þeirri rannsókn kom fram að 22% þátttakenda sögðu að þeir eða einhver í fjölskyldu þeirra hefði orðið fyrir afbroti árið 2004. Auðgunarbrot voru algengust en um tvö prósent þátttakenda urðu fyrir kynferðisbroti og um sjö prósent fyrir ofbeldi eða hótun um ofbeldi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Rannveig Þórisdóttir, Helgi Gunnlaugsson og Vilborg Magnúsdóttir (2005). Brotaþolar, lögreglan og öryggi borgaranna. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Ríkislögreglustjórinn.
  • Ríkislögreglustjórinn 2006. Afbrotatölfræði 2005. Reykjavík: Svansprent.
  • Breaking and Entering. Flickr.com. Höfundur myndar er Julia Partington. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

félagsfræðingur

Útgáfudagur

24.11.2006

Spyrjandi

Reynir Örn, f. 1988

Tilvísun

Rannveig Þórisdóttir. „Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2006, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6403.

Rannveig Þórisdóttir. (2006, 24. nóvember). Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6403

Rannveig Þórisdóttir. „Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2006. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6403>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er glæpatíðni á Íslandi og hvernig hefur hún breyst?
Áður en hægt er að svara spurningunni þarf að skilgreina hugtakið glæpatíðni. Í daglegu tali er jafnan talað um afbrot þegar átt er við hegðun sem bönnuð er samkvæmt lögum. Hins vegar má skilja sem svo að glæpur vísi sérstaklega til alvarlegra afbrota og nái því til dæmis ekki yfir það að aka án þess að hafa ökuskírteini eða annað slíkt. Í þessu svari verður þess vegna fjallað um glæpatíðni sem tíðni hegningarlagabrota og fíkniefnabrota.

Til að meta tíðni brota hafa jafnan verið notaðar þrjár aðferðir. Í fyrsta lagi gefa opinber gögn upplýsingar um störf lögreglu, ákæruvalds, dómstóla og fangelsa. Rannsóknir hafa aftur á móti sýnt að einungis um 50-57% brota í vestrænum samfélögum skila sér til lögreglu. Af þessum ástæðum hafa einnig verið gerðar þolendakannanir þar sem spurt er um reynslu fólks af afbrotum. Afbrot hafa einnig verið mæld með því að spyrja almenning um eigin afbrotahegðun.

Þegar meta á afbrotatíðni hér á landi er almennt miðað við fjölda brota sem tilkynnt eru til lögreglu. Samanburðarhæfar tölur um tilkynnt hegningarlagabrot frá árinu 2001 eru fyrirliggjandi hjá lögreglu og á þeim tíma hefur hegningarlagabrotum fækkað um 35%, einkum innbrotum og þjófnaði.


Hegningarlagabrotum, þar á meðal innbrotum, hefur fækkað um 35% frá 2001.

Fjöldi kynferðisbrota hefur staðið í stað á tímabilinu en þó hafa orðið nokkrar breytingar á tilkynningum. Þannig hefur kærum vegna nauðgana fjölgað á sama tíma og kærum vegna misneytingar hefur fækkað. Þá stendur fjöldi ofbeldisbrota einnig í stað. Þó má benda á að þegar fjöldi manndrápa miðað við íbúafjölda er skoðaður frá 1990 til 2005 þá fer meðalfjöldi mála úr tæplega einu manndrápi á ári í rúmlega eitt á hverja 100 þúsund íbúa.

Fíkniefnabrot eru eini brotaflokkurinn sem hefur vaxið stöðugt á tímabilinu en fjöldi fíkniefnabrota hefur nær tvöfaldast frá 2001. Þó ber að hafa í huga að fíkniefnabrot eru sjaldnast tilkynnt til lögreglu. Þessar tölur byggja því á frumkvæðisvinnu lögreglunnar og eru ekki endilega mælikvarði á tíðni slíkra brota í samfélaginu.

Þolendakannanir hafa ekki verið gerðar hér á landi með reglubundnum hætti þannig að ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um þróun afbrota út frá reynslu þolenda. Hins vegar var Alþjóðlega fórnarlambakönnunin framkvæmd hér á landi í fyrsta skipti í byrjun árs 2005 svo að vitað er um stöðu mála á þeim tíma. Í þeirri rannsókn kom fram að 22% þátttakenda sögðu að þeir eða einhver í fjölskyldu þeirra hefði orðið fyrir afbroti árið 2004. Auðgunarbrot voru algengust en um tvö prósent þátttakenda urðu fyrir kynferðisbroti og um sjö prósent fyrir ofbeldi eða hótun um ofbeldi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Rannveig Þórisdóttir, Helgi Gunnlaugsson og Vilborg Magnúsdóttir (2005). Brotaþolar, lögreglan og öryggi borgaranna. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Ríkislögreglustjórinn.
  • Ríkislögreglustjórinn 2006. Afbrotatölfræði 2005. Reykjavík: Svansprent.
  • Breaking and Entering. Flickr.com. Höfundur myndar er Julia Partington. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.
...