Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn?

MBS

Stærsta tala sem gefið hefur verið nafn kallast googolplex og er 10(10100).

Árið 1938 ákvað bandaríski stærðfræðingurinn Edward Kasner (1878–1955) að reyna að finna gott nafn fyrir 1 með hundrað núllum fyrir aftan. Hann vildi sérstaklega að nafnið vekti athygli og áhuga barna og leitaði því aðstoðar frænda sinna þeirra Milton og Edwin Sirotta. Það var hinn níu ára gamli Milton sem stakk upp á nafninu googol fyrir töluna. Googol er því talan 1 með hundrað núllum fyrir aftan eða 10100.

Kasner fór í framhaldinu að íhuga enn stærri tölur. Hann setti 10 í veldið googol, eða 10googol, og var þá kominn með nánast óendanlega stóra tölu. Þessa tölu nefndi hann googolplex.

Til að gefa hugmyndir um hversu stór tala googolplex er má koma með eftirfarandi dæmi. Ef gert yrði forrit sem myndi skrifa upp googolplex, það er skrifa niður öll núllin, myndu fljótustu heimilistölvur í dag keyra forritið á hraðanum 107 tölustafir á sekúndu. Þrátt fyrir þennan hraða myndi það taka tölvuna 3,125∙1085 ár að skrifa alla töluna. Má þá hafa í huga að aldur alheimsins er „aðeins“ í stærðarþrepinu 1010 ár.

Ef einhver hefði svo hug á að prenta googolplex töluna út á pappír í leturstærðinni 1, sem eins og flestir vita er svo smátt að það er ólæsilegt, yrði lengdin á tölunni um 3,5∙1096 metrar. Til samanburðar má geta þess að allur hinn þekkti alheimur er „aðeins“ í stærðarþrepinu 1026 metrar.

Eins og flesta grunar vafalaust er nafnið á leitarvélinni google leikur með nafnið á tölunni googol. Höfuðstöðvar Google fyrirtækisins heita svo einmitt Googleplex, en það er bæði vísun í töluna googolplex og leikur með enska orðið complex sem notað er yfir húsaþyrpingar eða húsasamstæður.

Upplýsingar um svipað efni má meðal annars finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

27.10.2006

Spyrjandi

Gunnar Ásgeirsson, Jónas Magnússon

Tilvísun

MBS. „Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn?“ Vísindavefurinn, 27. október 2006, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6344.

MBS. (2006, 27. október). Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6344

MBS. „Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2006. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6344>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ég veit að tölur geta orðið óendanlega stórar en hver er stærsta tala sem hefur verið gefið sérstakt nafn?
Stærsta tala sem gefið hefur verið nafn kallast googolplex og er 10(10100).

Árið 1938 ákvað bandaríski stærðfræðingurinn Edward Kasner (1878–1955) að reyna að finna gott nafn fyrir 1 með hundrað núllum fyrir aftan. Hann vildi sérstaklega að nafnið vekti athygli og áhuga barna og leitaði því aðstoðar frænda sinna þeirra Milton og Edwin Sirotta. Það var hinn níu ára gamli Milton sem stakk upp á nafninu googol fyrir töluna. Googol er því talan 1 með hundrað núllum fyrir aftan eða 10100.

Kasner fór í framhaldinu að íhuga enn stærri tölur. Hann setti 10 í veldið googol, eða 10googol, og var þá kominn með nánast óendanlega stóra tölu. Þessa tölu nefndi hann googolplex.

Til að gefa hugmyndir um hversu stór tala googolplex er má koma með eftirfarandi dæmi. Ef gert yrði forrit sem myndi skrifa upp googolplex, það er skrifa niður öll núllin, myndu fljótustu heimilistölvur í dag keyra forritið á hraðanum 107 tölustafir á sekúndu. Þrátt fyrir þennan hraða myndi það taka tölvuna 3,125∙1085 ár að skrifa alla töluna. Má þá hafa í huga að aldur alheimsins er „aðeins“ í stærðarþrepinu 1010 ár.

Ef einhver hefði svo hug á að prenta googolplex töluna út á pappír í leturstærðinni 1, sem eins og flestir vita er svo smátt að það er ólæsilegt, yrði lengdin á tölunni um 3,5∙1096 metrar. Til samanburðar má geta þess að allur hinn þekkti alheimur er „aðeins“ í stærðarþrepinu 1026 metrar.

Eins og flesta grunar vafalaust er nafnið á leitarvélinni google leikur með nafnið á tölunni googol. Höfuðstöðvar Google fyrirtækisins heita svo einmitt Googleplex, en það er bæði vísun í töluna googolplex og leikur með enska orðið complex sem notað er yfir húsaþyrpingar eða húsasamstæður.

Upplýsingar um svipað efni má meðal annars finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Heimildir:...