Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?

Gylfi Ásmundsson

Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur.

Við eigum jafnvel auðveldara með að skilgreina hvað sé andlegur sjúkdómur heldur en andlegt heilbrigði. En sjúkdóminn hlýtur að verða að skoða í ljósi hins heilbrigða ástands, enda er heilbrigði takmark lækningar sjúkdómsins. Ef markmiðið er óljóst er þess ekki að vænta að lækningin verði árangursrík. Á sama hátt verður hver sá sem stundar andlega heilsurækt að gera sér nokkra grein fyrir markmiði sínu.

Vellíðan

Sumir líta svo á að fólk sé andlega heilbrigt ef því líður vel og er hamingjusamt, án tillits til þess hversu afbrigðileg hegðun þess er eða úr samræmi við samfélagsvenjur. En vellíðan eða vanlíðan getur ekki verið mælikvarði á andlegt heilbrigði nema að nokkru leyti. Öllum líður einhvern tíma illa, og telja verður óheilbrigt ef menn finna ekki til vanlíðunar undir vissum kringumstæðum, svo sem við meiri háttar áföll, slys eða ástvinamissi. Á hinn bóginn getur mikil vellíðan og kæti stundum verið einkenni á alvarlegum geðsjúkdómi, enda er þá vellíðanin ekki í neinu samræmi við kringumstæður. Í þessu sambandi má benda á svar Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu?

Að vera "normal"

Aðrir halda hinu gagnstæða fram, að fólk sé andlega heilbrigt svo fremi sem það lagi sig að samfélaginu. Það stundar vinnu sína, sér fyrir heimilinu, lifir í samræmi við stöðu sína og efnahag og hegðar sér á allan hátt eins og ætlast er til af því. Þetta segir hins vegar ekkert um hvernig þessu fólki líður eða hvort það sé hamingjusamt.

Þessi mælikvarði er nátengdur öðru hugtaki, það er hvort maður sé "normal" eða ekki. Við eigum ekkert eitt gott orð yfir þetta hugtak í íslensku. Það er notað bæði um það sem er í meðallagi, eða tölulegt norm, og um það sem er eðlilegt eða venjulegt, eða samfélagslegt norm. Oft er samt sá skilningur lagður í hugtakið að normal maður sé heilbrigður maður.

Það er mikið vafamál hvort sá sem er í meðallagi hvað snertir alla sálræna eiginleika og hæfileika sé endilega andlega heilbrigður. Allir menn hafa sín séreinkenni og víkja í einhverju frá meðallaginu. Við höfum reyndar skýr dæmi um það á öðrum sviðum að meðallagið getur ekki alltaf talist heilbrigt. Langflestir fá einhvern tíma kvef eða tannskemmdir en þótt hvorugt sé heilbrigt er hvort tveggja normalt. Þannig er það líka á geðræna sviðinu. Það er ekki normalt að vera við fullkomna andlega heilsu.

Hið samfélagslega "norm"

Lítum nú á hið samfélagslega norm. Samfélagið væntir þess að farið sé eftir þeim reglum og siðum sem tíðkast hverju sinni. Ef einhver sker sig úr, bindur bagga sína öðrum hnútum en samferðamenn, vekur hann athygli og menn segja: "Hann er ekki eins og fólk er flest, hann er eitthvað undarlegur" – og í því felst gjarnan að hann sé ekki fyllilega heill á geði.

Fyrir allnokkrum árum skáru þeir menn sig úr á Íslandi sem söfnuðu alskeggi og flokkuðust undir einkennilega menn. Nú telst slíkt venjulegt og þykir fara vel. Enn telst það undarlegt og vekur athygli ef fullorðnir menn í frakka og með hatt fara á reiðhjóli um götur bæjarins. Annars staðar er það sjálfsagður hlutur. Ef maður drepur mann á Íslandi getur hann ekki verið með réttu ráði, en stríðsmaður í útlöndum sem drepur marga menn gerir aðeins skyldu sína. Menn sem bera á borð óvenjulegar og róttækar skoðanir þykja ekki með öllum mjalla. Menn sem fremja óvenjuleg afbrot hljóta að vera veikir.

Þau dæmi sem hér hafa verið talin upp eru ólík og litin misalvarlegum augum. Menn láta sig ekki ýkja miklu skipta hvernig maður klæðist eða hvort hann ferðist um á hjóli, en ef hátterni hans veldur truflun í viðkomandi samfélagi horfir málið svolítið öðruvísi við. Þá er viðbúið að aðlögunarhæfni viðkomandi sé talin skert og hann geti ekki eða vilji ekki semja sig að siðunum, með þeim afleiðingum að hann lendir í stöðugum árekstrum við samfélagið.

Aðlögunarhæfni

Sá sem ekki lagar sig að aðstæðum er gjarnan talinn andlega vanheill. En hér skiptir miklu máli hvort viðkomandi geti ekki eða vilji ekki laga sig að aðstæðunum. Við getum vel hugsað okkur að samfélagið sé sjúkt, en einstaklingurinn heilbrigður og vilji því ekki gera að sínum þau lífsgildi sem samfélagið byggist á, finnist jafnvel að honum beri siðferðisleg skylda til að berjast gegn þeim.

Við sjáum því að það er ekki algildur mælikvarði á andlegt heilbrigði hvernig menn laga sig að siðum, háttum og almennum skoðunum. Það getur jafnvel verið merki um óvenju mikið andlegt heilbrigði ef menn gera það ekki. Það þarf styrk til að synda á móti straumnum og berjast gegn almenningsáliti, og það eru oft slíkir afbrigðilegir einstaklingar sem kynna fjöldanum nýja lífssýn.

Hinu megum við ekki gleyma, að afbrigðileg hegðun á oft rætur að rekja til andlegs sjúkleika. Það er ekki svo að allir sem ekki fara að kröfum samfélagsins hafi aðrar lífsskoðanir en hinn almenni borgari, heldur geta þeir ef til vill ekki lagað sig að öðrum og eru því ekki nægilega andlega heilbrigðir.

Áhrifavaldur á umhverfið

Á síðari árum hafa fræðimenn gert sér ljóst að hvorki persónuleg vellíðan né samfélagsleg aðlögun eru, saman eða sitt í hvoru lagi, viðhlítandi mælikvarðar á andlegt heilbrigði. Ný sjónarmið hafa rutt sér til rúms sem leggja áherslu á að andlegt heilbrigði einstaklings byggist á því að hann sé sjálfstæður, óháður og skapandi, áhrifavaldur á umhverfi sitt en ekki þræll þess. Góð aðlögun sé í því fólgin að vera virkur þátttakandi.


Þetta svar er stytt og örlítið breytt útgáfa greinar af vefsetrinu persona.is og birtist á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess, en höfundur svarsins er látinn. Með því að smella hér má nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

Höfundur

sálfræðingur, látinn

Útgáfudagur

27.9.2006

Spyrjandi

Kristinn Kort Björnsson
Rúnar Berg Baugsson
Benedikt Waage
Anna Jóna Guðmundsdóttir

Tilvísun

Gylfi Ásmundsson. „Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?“ Vísindavefurinn, 27. september 2006, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6214.

Gylfi Ásmundsson. (2006, 27. september). Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6214

Gylfi Ásmundsson. „Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?“ Vísindavefurinn. 27. sep. 2006. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6214>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?
Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur.

Við eigum jafnvel auðveldara með að skilgreina hvað sé andlegur sjúkdómur heldur en andlegt heilbrigði. En sjúkdóminn hlýtur að verða að skoða í ljósi hins heilbrigða ástands, enda er heilbrigði takmark lækningar sjúkdómsins. Ef markmiðið er óljóst er þess ekki að vænta að lækningin verði árangursrík. Á sama hátt verður hver sá sem stundar andlega heilsurækt að gera sér nokkra grein fyrir markmiði sínu.

Vellíðan

Sumir líta svo á að fólk sé andlega heilbrigt ef því líður vel og er hamingjusamt, án tillits til þess hversu afbrigðileg hegðun þess er eða úr samræmi við samfélagsvenjur. En vellíðan eða vanlíðan getur ekki verið mælikvarði á andlegt heilbrigði nema að nokkru leyti. Öllum líður einhvern tíma illa, og telja verður óheilbrigt ef menn finna ekki til vanlíðunar undir vissum kringumstæðum, svo sem við meiri háttar áföll, slys eða ástvinamissi. Á hinn bóginn getur mikil vellíðan og kæti stundum verið einkenni á alvarlegum geðsjúkdómi, enda er þá vellíðanin ekki í neinu samræmi við kringumstæður. Í þessu sambandi má benda á svar Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu?

Að vera "normal"

Aðrir halda hinu gagnstæða fram, að fólk sé andlega heilbrigt svo fremi sem það lagi sig að samfélaginu. Það stundar vinnu sína, sér fyrir heimilinu, lifir í samræmi við stöðu sína og efnahag og hegðar sér á allan hátt eins og ætlast er til af því. Þetta segir hins vegar ekkert um hvernig þessu fólki líður eða hvort það sé hamingjusamt.

Þessi mælikvarði er nátengdur öðru hugtaki, það er hvort maður sé "normal" eða ekki. Við eigum ekkert eitt gott orð yfir þetta hugtak í íslensku. Það er notað bæði um það sem er í meðallagi, eða tölulegt norm, og um það sem er eðlilegt eða venjulegt, eða samfélagslegt norm. Oft er samt sá skilningur lagður í hugtakið að normal maður sé heilbrigður maður.

Það er mikið vafamál hvort sá sem er í meðallagi hvað snertir alla sálræna eiginleika og hæfileika sé endilega andlega heilbrigður. Allir menn hafa sín séreinkenni og víkja í einhverju frá meðallaginu. Við höfum reyndar skýr dæmi um það á öðrum sviðum að meðallagið getur ekki alltaf talist heilbrigt. Langflestir fá einhvern tíma kvef eða tannskemmdir en þótt hvorugt sé heilbrigt er hvort tveggja normalt. Þannig er það líka á geðræna sviðinu. Það er ekki normalt að vera við fullkomna andlega heilsu.

Hið samfélagslega "norm"

Lítum nú á hið samfélagslega norm. Samfélagið væntir þess að farið sé eftir þeim reglum og siðum sem tíðkast hverju sinni. Ef einhver sker sig úr, bindur bagga sína öðrum hnútum en samferðamenn, vekur hann athygli og menn segja: "Hann er ekki eins og fólk er flest, hann er eitthvað undarlegur" – og í því felst gjarnan að hann sé ekki fyllilega heill á geði.

Fyrir allnokkrum árum skáru þeir menn sig úr á Íslandi sem söfnuðu alskeggi og flokkuðust undir einkennilega menn. Nú telst slíkt venjulegt og þykir fara vel. Enn telst það undarlegt og vekur athygli ef fullorðnir menn í frakka og með hatt fara á reiðhjóli um götur bæjarins. Annars staðar er það sjálfsagður hlutur. Ef maður drepur mann á Íslandi getur hann ekki verið með réttu ráði, en stríðsmaður í útlöndum sem drepur marga menn gerir aðeins skyldu sína. Menn sem bera á borð óvenjulegar og róttækar skoðanir þykja ekki með öllum mjalla. Menn sem fremja óvenjuleg afbrot hljóta að vera veikir.

Þau dæmi sem hér hafa verið talin upp eru ólík og litin misalvarlegum augum. Menn láta sig ekki ýkja miklu skipta hvernig maður klæðist eða hvort hann ferðist um á hjóli, en ef hátterni hans veldur truflun í viðkomandi samfélagi horfir málið svolítið öðruvísi við. Þá er viðbúið að aðlögunarhæfni viðkomandi sé talin skert og hann geti ekki eða vilji ekki semja sig að siðunum, með þeim afleiðingum að hann lendir í stöðugum árekstrum við samfélagið.

Aðlögunarhæfni

Sá sem ekki lagar sig að aðstæðum er gjarnan talinn andlega vanheill. En hér skiptir miklu máli hvort viðkomandi geti ekki eða vilji ekki laga sig að aðstæðunum. Við getum vel hugsað okkur að samfélagið sé sjúkt, en einstaklingurinn heilbrigður og vilji því ekki gera að sínum þau lífsgildi sem samfélagið byggist á, finnist jafnvel að honum beri siðferðisleg skylda til að berjast gegn þeim.

Við sjáum því að það er ekki algildur mælikvarði á andlegt heilbrigði hvernig menn laga sig að siðum, háttum og almennum skoðunum. Það getur jafnvel verið merki um óvenju mikið andlegt heilbrigði ef menn gera það ekki. Það þarf styrk til að synda á móti straumnum og berjast gegn almenningsáliti, og það eru oft slíkir afbrigðilegir einstaklingar sem kynna fjöldanum nýja lífssýn.

Hinu megum við ekki gleyma, að afbrigðileg hegðun á oft rætur að rekja til andlegs sjúkleika. Það er ekki svo að allir sem ekki fara að kröfum samfélagsins hafi aðrar lífsskoðanir en hinn almenni borgari, heldur geta þeir ef til vill ekki lagað sig að öðrum og eru því ekki nægilega andlega heilbrigðir.

Áhrifavaldur á umhverfið

Á síðari árum hafa fræðimenn gert sér ljóst að hvorki persónuleg vellíðan né samfélagsleg aðlögun eru, saman eða sitt í hvoru lagi, viðhlítandi mælikvarðar á andlegt heilbrigði. Ný sjónarmið hafa rutt sér til rúms sem leggja áherslu á að andlegt heilbrigði einstaklings byggist á því að hann sé sjálfstæður, óháður og skapandi, áhrifavaldur á umhverfi sitt en ekki þræll þess. Góð aðlögun sé í því fólgin að vera virkur þátttakandi.


Þetta svar er stytt og örlítið breytt útgáfa greinar af vefsetrinu persona.is og birtist á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess, en höfundur svarsins er látinn. Með því að smella hér má nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

...