Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?

Jón Már Halldórsson

Lagnaðarísinn sem liggur við strandsvæði norðurhjarans yfir veturinn myndar kjöraðstæður fyrir hvítabjörninn (Ursus maritimus) til að afla sér fæðu. Þar geta þeir setið fyrir sel eða fundið kópaholur urtanna sem lifa á ísnum, en selir eru helsta fæða ísbjarna eins og fram kemur í svara sama höfundar við spurningunni: Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir? Hins vegar er mjög erfitt fyrir hvítabirni að afla sér fæðu í íslausum sjó eða í fjöru. Þá er torvelt að nálgast seli nema ef vera skyldi að hræ ræki á land, en ómögulegt er fyrir þessi stórvöxnu rándýr að byggja afkomu sína á slíku.

Undanfarna áratugi hafa orðið töluverðar breytingar á aðstæðum hvítabjarna. Það vorar sífellt fyrr og haustar seinna á norðurhjaranum með þeim afleiðingum að lagnaðarísinn brotnar fyrr á vorin og leggur seinna á haustin og veturna. Samkvæmt rannsóknum Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar NASA, er heildarísþekjan einnig minni nú en fyrir 10 árum og nemur rýrnunin um 2,9% af heildarflatarmáli lagnaðaríssins á norðurhveli jarðar. Afleiðing þessara breytinga er meðal annars styttri fæðuöflunartími hjá ísbjörnum og minna svæði til að afla sér fæðu.

Hvítabirnir eru afar háðir lagnaðarísnum til fæðuöflunar.

Samkvæmt rannsóknum líffræðinga sem fylgst hafa með ástandi hvítabjarna við Hudsonflóa í Kanada í áraraðir eru ísbirnir farnir að fara fyrr upp á land eftir að lagnaðarísinn brotnar. Jafnframt eru þeir magrari og verr haldnir en áður, auk þess sem dregið hefur úr frjósemi birnanna. Ísbjarnarstofninum við Hudsonflóa hefur því hnignað talsvert á undanförnum árum. Stofnstærðarmat frá árinu 1987 sýndi 1.197 dýr, en sú tala var komin niður í 935 dýr árið 2004. Þetta er því hnignun um 22% og telja vísindamenn að ástæðuna megi að mestu rekja til óhagstæðra skilyrða til fæðuöflunar. Árið 2006 munu nokkrar þjóðir gera úttekt á heildarstofnstærð hvítabjarna, en rannsóknir frá árinu 1997 sýndu að heildarstofnstærð bjarnarins á norðurhveli jarðar var á milli 20-25 þúsund dýr. Það verður því fróðlegt að bera saman þessar tölur til að gera sér grein fyrir stöðu tegundarinnar í dag.

Fleiri neikvæðar afleiðingar fylgja rénun lagnaðaríss á búsvæðum hvítabjarnarins. Auknar fjarlægðir milli ísjaka auka vegalengdirnar sem birnirnir þurfa að synda til að komast á milli staða, sem aftur eykur hættuna á að þeir drukkni vegna ofþreytu eða brotsjóa. Þetta fullyrða alla vega vísindamenn frá bandarísku vísindastofnuninni Minerals Management Service, en þeir segjast sjá í rannsóknaferðum sífellt fleiri hvítabirni sem hafa drukknað, en það var afar sjaldgæft hér áður fyrr.

Ekki er gott að segja hver framtíð hvítabjarna verður og vart vettvangur hér til að koma með spádóma um það. Vísindamenn spá því að niðurstöður stofnstærðarútreikninganna árið 2006 muni sýna allt að 30% hnignun ísbjarna í heild. Ef spár loftslagsfræðinga um enn frekari hlýnun loftslags ganga eftir má gera ráð fyrir að framtíð hvítabjarnarins sé dökk og hugsanlegt er að hann deyi jafnvel út á þessari öld.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um hvítabirni eftir sama höfund, til dæmis:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.7.2006

Síðast uppfært

27.4.2021

Spyrjandi

Lúðvík Elmarsson, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2006, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6075.

Jón Már Halldórsson. (2006, 20. júlí). Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6075

Jón Már Halldórsson. „Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2006. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6075>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?
Lagnaðarísinn sem liggur við strandsvæði norðurhjarans yfir veturinn myndar kjöraðstæður fyrir hvítabjörninn (Ursus maritimus) til að afla sér fæðu. Þar geta þeir setið fyrir sel eða fundið kópaholur urtanna sem lifa á ísnum, en selir eru helsta fæða ísbjarna eins og fram kemur í svara sama höfundar við spurningunni: Er það satt að ísbirnir éti stundum dýr sem eru þrisvar sinnum stærri en þeir sjálfir? Hins vegar er mjög erfitt fyrir hvítabirni að afla sér fæðu í íslausum sjó eða í fjöru. Þá er torvelt að nálgast seli nema ef vera skyldi að hræ ræki á land, en ómögulegt er fyrir þessi stórvöxnu rándýr að byggja afkomu sína á slíku.

Undanfarna áratugi hafa orðið töluverðar breytingar á aðstæðum hvítabjarna. Það vorar sífellt fyrr og haustar seinna á norðurhjaranum með þeim afleiðingum að lagnaðarísinn brotnar fyrr á vorin og leggur seinna á haustin og veturna. Samkvæmt rannsóknum Bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar NASA, er heildarísþekjan einnig minni nú en fyrir 10 árum og nemur rýrnunin um 2,9% af heildarflatarmáli lagnaðaríssins á norðurhveli jarðar. Afleiðing þessara breytinga er meðal annars styttri fæðuöflunartími hjá ísbjörnum og minna svæði til að afla sér fæðu.

Hvítabirnir eru afar háðir lagnaðarísnum til fæðuöflunar.

Samkvæmt rannsóknum líffræðinga sem fylgst hafa með ástandi hvítabjarna við Hudsonflóa í Kanada í áraraðir eru ísbirnir farnir að fara fyrr upp á land eftir að lagnaðarísinn brotnar. Jafnframt eru þeir magrari og verr haldnir en áður, auk þess sem dregið hefur úr frjósemi birnanna. Ísbjarnarstofninum við Hudsonflóa hefur því hnignað talsvert á undanförnum árum. Stofnstærðarmat frá árinu 1987 sýndi 1.197 dýr, en sú tala var komin niður í 935 dýr árið 2004. Þetta er því hnignun um 22% og telja vísindamenn að ástæðuna megi að mestu rekja til óhagstæðra skilyrða til fæðuöflunar. Árið 2006 munu nokkrar þjóðir gera úttekt á heildarstofnstærð hvítabjarna, en rannsóknir frá árinu 1997 sýndu að heildarstofnstærð bjarnarins á norðurhveli jarðar var á milli 20-25 þúsund dýr. Það verður því fróðlegt að bera saman þessar tölur til að gera sér grein fyrir stöðu tegundarinnar í dag.

Fleiri neikvæðar afleiðingar fylgja rénun lagnaðaríss á búsvæðum hvítabjarnarins. Auknar fjarlægðir milli ísjaka auka vegalengdirnar sem birnirnir þurfa að synda til að komast á milli staða, sem aftur eykur hættuna á að þeir drukkni vegna ofþreytu eða brotsjóa. Þetta fullyrða alla vega vísindamenn frá bandarísku vísindastofnuninni Minerals Management Service, en þeir segjast sjá í rannsóknaferðum sífellt fleiri hvítabirni sem hafa drukknað, en það var afar sjaldgæft hér áður fyrr.

Ekki er gott að segja hver framtíð hvítabjarna verður og vart vettvangur hér til að koma með spádóma um það. Vísindamenn spá því að niðurstöður stofnstærðarútreikninganna árið 2006 muni sýna allt að 30% hnignun ísbjarna í heild. Ef spár loftslagsfræðinga um enn frekari hlýnun loftslags ganga eftir má gera ráð fyrir að framtíð hvítabjarnarins sé dökk og hugsanlegt er að hann deyi jafnvel út á þessari öld.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um hvítabirni eftir sama höfund, til dæmis:

Heimildir og mynd:...