Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margir ísbirnir á Grænlandi?

Jón Már Halldórsson

Árið 1993 var heildarstofnstærð hvítabjarna (Ursus maritimus) talin vera á bilinu 21.470-28.370 dýr og bendir allt til þess að stofninn hafi haldist nokkuð stöðugur síðan.



Birna með hún.

Hvítabjörnum er skipt niður í nokkra aðskilda stofna sem halda til allt í kringum norðurpólinn. Flestir fræðimenn telja þessa stofna vera sex talsins:
  • Chucki-stofninn sem heldur til frá Wrangler-eyju við Síberíu og allt austur til vestasta odda Alaska.
  • Beauford-stofninn sem heldur til í norður Alaska og nyrst við meginland Kanada.
  • Kanada-eyjastofninn sem heldur til við kanadísku heimskautaeyjurnar.
  • Grænlands-stofninn.
  • Mið-Síberíustofninn.
  • Svalbarða-stofninn sem heldur einnig til við Franz Jósefsland og á nærliggjandi svæði.

Flestir hvítabirnir lifa í Kanada en talið er að um 15 þúsund dýr eða ríflega 60% af öllum hvítabjörnum í heiminum séu á kanadísku landsvæði.

Aðal útbreiðslusvæði hvítabjarna á Grænlandi er á norðvestur- og norðausturhluta eyjunnar. Talið er að heildarstofnstærð hvítabjarna á Grænlandi sé á bilinu 4.000 - 5.500 dýr. Ísbirnir frá Grænlandi halda einnig mikið til á Baffinsvæðinu í Kanada og á Ellismere-eyju.

Heimildir og mynd:
  • Prokosch, P. 1994. How Many Polar Bears? WWF Arctic Bulletin. 3:94. bls. 13.
  • Servheen, C. 1990. The Status and Conservation of the Bears of the World. International Conference on Bear Research and Management Monograph Series No. 2.
  • Nowak, R. 1999. Walker's Mammals of the World. Baltimore and London: The Johns Hopkins University Press.
  • Environment News Service

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.8.2005

Spyrjandi

Kristófer Þorgrímsson, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margir ísbirnir á Grænlandi?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2005, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5213.

Jón Már Halldórsson. (2005, 22. ágúst). Hvað eru margir ísbirnir á Grænlandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5213

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margir ísbirnir á Grænlandi?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2005. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5213>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir ísbirnir á Grænlandi?
Árið 1993 var heildarstofnstærð hvítabjarna (Ursus maritimus) talin vera á bilinu 21.470-28.370 dýr og bendir allt til þess að stofninn hafi haldist nokkuð stöðugur síðan.



Birna með hún.

Hvítabjörnum er skipt niður í nokkra aðskilda stofna sem halda til allt í kringum norðurpólinn. Flestir fræðimenn telja þessa stofna vera sex talsins:
  • Chucki-stofninn sem heldur til frá Wrangler-eyju við Síberíu og allt austur til vestasta odda Alaska.
  • Beauford-stofninn sem heldur til í norður Alaska og nyrst við meginland Kanada.
  • Kanada-eyjastofninn sem heldur til við kanadísku heimskautaeyjurnar.
  • Grænlands-stofninn.
  • Mið-Síberíustofninn.
  • Svalbarða-stofninn sem heldur einnig til við Franz Jósefsland og á nærliggjandi svæði.

Flestir hvítabirnir lifa í Kanada en talið er að um 15 þúsund dýr eða ríflega 60% af öllum hvítabjörnum í heiminum séu á kanadísku landsvæði.

Aðal útbreiðslusvæði hvítabjarna á Grænlandi er á norðvestur- og norðausturhluta eyjunnar. Talið er að heildarstofnstærð hvítabjarna á Grænlandi sé á bilinu 4.000 - 5.500 dýr. Ísbirnir frá Grænlandi halda einnig mikið til á Baffinsvæðinu í Kanada og á Ellismere-eyju.

Heimildir og mynd:
  • Prokosch, P. 1994. How Many Polar Bears? WWF Arctic Bulletin. 3:94. bls. 13.
  • Servheen, C. 1990. The Status and Conservation of the Bears of the World. International Conference on Bear Research and Management Monograph Series No. 2.
  • Nowak, R. 1999. Walker's Mammals of the World. Baltimore and London: The Johns Hopkins University Press.
  • Environment News Service
...