Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort kom á undan, eggið eða hænan?

Sigurður Sveinn Snorrason

Þessari spurningu getur spyrjandinn reynt að svara sjálfur með því að fara afturábak í tímann og skoða atburðarásina í huganum.

Hvernig varð hænan til?

Tiltekin hæna, sem við getum kallað litlu gulu hænuna, varð þannig til að sæðisfruma úr föður hennar og egg úr móður hennar runnu saman og mynduðu svokallaða okfrumu. Við þennan samruna fór af stað þroskunarferli sem úr varð litla gula hænan. Móðir litlu gulu hænunnar kom úr eggi sem móðuramma hennar verpti en hún kom úr eggi sem móðurlangamma hennar í beinan kvenlegg verpti og þannig má rekja sig aftur kynslóð eftir kynslóð í kvenlegg.

Hér gefur að líta einfrumunginn Acetabularia mediterranea. Fyrst einfrumungar koma fram á undan fjölfrumungum má í almennum, þróunarfræðilegum skilningi segja að „eggið hafi komið á undan hænunni“.

Með því að rekja sig svona aftur í tímann í um 150-200 milljón ár er ljóst að formóðirin teldist ekki lengur vera hæna heldur frumstæður fugl með ýmis einkenni risaeðlna sem einnig voru uppi á þessum tíma. Í raun er það svo, ef við gætum rakið okkur svona aftur í tímann, að þá værum við að skoða þróunarsöguna sem á endanum leiddi til fæðingar litlu gulu hænunnar.

Á þessu stigi ættum við að hafa áttað okkur á því að spurningin er þróunarfræðilegs eðlis. Ef við héldum enn áfram að rekja okkur þannig aftur á bak ríflega einn milljarð ára aftur í tímann kæmi að því að formóðirin væri ekki fjölfruma lífvera heldur einfrumungur sem fjölgaði sér á þann einfalda hátt að skipta sér í tvennt. Þetta minnir okkur á þá þróunarfræðilegu staðreynd að einfrumungar komu fram á undan fjölfrumungum og eru forfeður þeirra.

En erum við þá eitthvað nær því að svara spurningunni? Það er álitamál en þó má segja að hænueggið, sem er ein fruma, eigi miklu fleira sameiginlegt með einfrumungnum formóður sinni heldur en hænan sem er geysiflókið fjölfruma fyrirbrigði. Út frá þessu og af því að einfrumungar koma fram á undan fjölfrumungum má í almennum, þróunarfræðilegum skilningi segja að „eggið hafi komið á undan hænunni“. Þá er sem sagt átt við það að lífsform sem líkjast egginu eru miklu eldri en þau sem líkjast hænunni.

Mynd:

Höfundur

Sigurður Sveinn Snorrason

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

20.6.2000

Spyrjandi

Gestur A. Grjetarsson

Tilvísun

Sigurður Sveinn Snorrason. „Hvort kom á undan, eggið eða hænan?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=549.

Sigurður Sveinn Snorrason. (2000, 20. júní). Hvort kom á undan, eggið eða hænan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=549

Sigurður Sveinn Snorrason. „Hvort kom á undan, eggið eða hænan?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=549>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort kom á undan, eggið eða hænan?
Þessari spurningu getur spyrjandinn reynt að svara sjálfur með því að fara afturábak í tímann og skoða atburðarásina í huganum.

Hvernig varð hænan til?

Tiltekin hæna, sem við getum kallað litlu gulu hænuna, varð þannig til að sæðisfruma úr föður hennar og egg úr móður hennar runnu saman og mynduðu svokallaða okfrumu. Við þennan samruna fór af stað þroskunarferli sem úr varð litla gula hænan. Móðir litlu gulu hænunnar kom úr eggi sem móðuramma hennar verpti en hún kom úr eggi sem móðurlangamma hennar í beinan kvenlegg verpti og þannig má rekja sig aftur kynslóð eftir kynslóð í kvenlegg.

Hér gefur að líta einfrumunginn Acetabularia mediterranea. Fyrst einfrumungar koma fram á undan fjölfrumungum má í almennum, þróunarfræðilegum skilningi segja að „eggið hafi komið á undan hænunni“.

Með því að rekja sig svona aftur í tímann í um 150-200 milljón ár er ljóst að formóðirin teldist ekki lengur vera hæna heldur frumstæður fugl með ýmis einkenni risaeðlna sem einnig voru uppi á þessum tíma. Í raun er það svo, ef við gætum rakið okkur svona aftur í tímann, að þá værum við að skoða þróunarsöguna sem á endanum leiddi til fæðingar litlu gulu hænunnar.

Á þessu stigi ættum við að hafa áttað okkur á því að spurningin er þróunarfræðilegs eðlis. Ef við héldum enn áfram að rekja okkur þannig aftur á bak ríflega einn milljarð ára aftur í tímann kæmi að því að formóðirin væri ekki fjölfruma lífvera heldur einfrumungur sem fjölgaði sér á þann einfalda hátt að skipta sér í tvennt. Þetta minnir okkur á þá þróunarfræðilegu staðreynd að einfrumungar komu fram á undan fjölfrumungum og eru forfeður þeirra.

En erum við þá eitthvað nær því að svara spurningunni? Það er álitamál en þó má segja að hænueggið, sem er ein fruma, eigi miklu fleira sameiginlegt með einfrumungnum formóður sinni heldur en hænan sem er geysiflókið fjölfruma fyrirbrigði. Út frá þessu og af því að einfrumungar koma fram á undan fjölfrumungum má í almennum, þróunarfræðilegum skilningi segja að „eggið hafi komið á undan hænunni“. Þá er sem sagt átt við það að lífsform sem líkjast egginu eru miklu eldri en þau sem líkjast hænunni.

Mynd:

...