Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?

Geir Þ. Þórarinsson

Að undanskilinni Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna og oftast leikur Sókrates aðalhlutverkið. Flestir fræðimenn gera ráð fyrir að Platon hafi ekki byrjað að skrifa samræður fyrr en eftir 399 f.Kr. þegar Sókrates var tekinn af lífi. Að minnsta kosti er ljóst að Málsvörnin getur ekki hafa verið rituð fyrir þann tíma.

Engu að síður voru til sögur þegar í fornöld um að Platon hafi ritað samræðu meðan Sókrates var enn á lífi. Sókrates á að hafa heyrt upplestur á samræðunni Lýsis og sagt: „Herakles! En hvað þessi ungi maður segir margt ósatt um mig!” því í samræðunni var fjölmargt sem Sókrates hafði aldrei sagt. Heimildin fyrir þessari sögu er reyndar ótraust.

Samræðurnar sem höfundarverk Platons

Ljóst er að samræður Platons eru höfundarverk hans en ekki skráning á samræðum sem áttu sér raunverulega stað. Þetta má meðal annars ráða af alls kyns tilvísunum til atburða sem áttu sér stað eftir að Sókrates lést (399 f.Kr.).

Elstu samræður Platons eru oft nefndar sókratískar samræður, bæði vegna þess að þær hafa löngum þótt endurspegla heimspeki Sókratesar sjálfs og vegna þess að hann leikur aðalhlutverkið í þeim. En þótt eldri verk Platons sýni ef til vill að einhverju leyti þá iðju hins sögulega Sókratesar að spyrja menn spjörunum úr má spyrja hvers vegna okkur þykir freistandi að eigna hinum sögulega Sókratesi eitthvað af því sem persónan Sókrates segir í samræðum Platons. Við þekkjum jú leit Sókratesar að skilgreiningum einkum úr ritum Platons, og höfum engar heimildir um að þær skilgreiningar sem eru gefnar og prófaðar eða þær röksemdafærslur sem koma fyrir í elstu samræðunum séu komnar frá Sókratesi. Við vitum hins vegar að þær er að finna í ritverkum Platons.


Áhrif Sókratesar

Sókrates er jafnan talinn einn af helstu áhrifavöldunum í lífi Platons. Sagan segir að Platon hafi kynnst Sókratesi þegar Platon var um tvítugt og að hann hafi þá brennt harmleiki sína og ákveðið að leggja stund á heimspeki. En þótt Sókrates hafi ef til vill tendrað áhuga Platons á heimspeki varð Platon ekki síður fyrir áhrifum frá öðrum heimspekingum, einkum Kratýlosi sem kynnti Platoni heimspeki Herakleitosar, Hermogenesi sem kynnti Platoni heimspeki Parmenídesar og pýþagóringum. Þessir straumar í grískri heimspeki áttu sinn þátt í að móta þann jarðveg sem heimspeki Platons spratt upp úr og varpa ljósi á þá heimspeki sem er að finna í samræðum Platons, meðal annars á það sem persónan Sókrates er látin segja. Aftur á móti eru engar heimildir um samskonar áhrif á hinn sögulega Sókrates.

Heimspekileg þróun Platons

Það má greina ákveðna þróun á heimspeki Platons í verkum hans. Sú þróun bendir til þess að hugmyndirnar í samræðunum séu hugmyndir Platons fremur en hugmyndir hins sögulega Sókratesar. Sjá má hvernig sumar hugmyndir verða beinlínis til og mótast í skrifum Platons.

Aðrar heimildir um Sókrates og Platon

Samræður Platons eru vissulega helsta heimild okkar um Sókrates en þó ekki sú eina. Annar nemandi Sókratesar var Xenofon (um 430-354 f.Kr.). Hann ritaði einnig verk um Sókrates, meðal annars Málsvörn Sókratesar, Samdrykkjuna og Minningar um Sókrates í fjórum bókum. Málsvörn Sókratesar eftir Xenofon er talsvert styttri en Málsvörn Sókratesar eftir Platon. Báðar virðast meðal annars vera ritaðar til að verja orðspor Sókratesar en ósennilegt er að önnur hvor þeirra sé orðrétt ræðan sem hinn sögulegi Sókrates flutti í réttarhöldunum árið 399 f.Kr. Hvergi í ritum Xenofons er minnst á frummyndakenninguna né aðrar hugmyndir sem almennt eru eignaðar Platoni.

Gamanleikjaskáldið Aristófanes samdi leikritið Skýin sem var sett á svið árið 423 f.Kr. Í leikritinu er gert grín að Sókratesi. Aristófanesi er auðvitað ekki umhugað að lýsa Sókrates rétt heldur fyrst og fremst að gera hann hlægilegan, en hvergi er þó gert grín að þeim hugmyndum sem venjulega eru eignaðar Platoni og sem er að finna í samræðum Platons.

Að lokum töldu fornmenn sjálfir að Platon væri höfundur þeirra hugmynda sem koma fyrir í samræðum hans. Sagnaritarinn Díogenes Laertíos (uppi á 3. öld) sem ritaði ævisögur frægra heimspekinga eignaði til dæmis Platoni en ekki Sókratesi hina svonefndu frummyndakenningu auk annarra hugmynda og það sem meira er um vert er að Aristóteles (384-322 f.Kr.), sem var bæði nemandi og síðar samstarfsmaður Platons, eignar Platoni en ekki Sókratesi þær kenningar sem samræður Platons hafa að geyma. Um Sókrates segir hann aftur á móti að helsta framlag hans til heimspekinnar hafi verið í siðfræði, einkum leit að skilgreiningum siðfræðilegra hugtaka en að hann hafi ekki sýnt náttúrunni neinn áhuga. Ólafur Páll Jónsson skrifar um Aristóteles í svari sínu Hver var Aristóteles?

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

14.9.2005

Spyrjandi

Halldór Berg Harðarson, f. 1986

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?“ Vísindavefurinn, 14. september 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5263.

Geir Þ. Þórarinsson. (2005, 14. september). Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5263

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5263>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er vitað að hugmyndirnar sem Sókrates heldur fram í samræðum Platons tilheyri Platoni en ekki Sókratesi?
Að undanskilinni Málsvörn Sókratesar, sem er varnarræða Sókratesar fyrir réttinum, eru öll verk Platons í formi samræðna og oftast leikur Sókrates aðalhlutverkið. Flestir fræðimenn gera ráð fyrir að Platon hafi ekki byrjað að skrifa samræður fyrr en eftir 399 f.Kr. þegar Sókrates var tekinn af lífi. Að minnsta kosti er ljóst að Málsvörnin getur ekki hafa verið rituð fyrir þann tíma.

Engu að síður voru til sögur þegar í fornöld um að Platon hafi ritað samræðu meðan Sókrates var enn á lífi. Sókrates á að hafa heyrt upplestur á samræðunni Lýsis og sagt: „Herakles! En hvað þessi ungi maður segir margt ósatt um mig!” því í samræðunni var fjölmargt sem Sókrates hafði aldrei sagt. Heimildin fyrir þessari sögu er reyndar ótraust.

Samræðurnar sem höfundarverk Platons

Ljóst er að samræður Platons eru höfundarverk hans en ekki skráning á samræðum sem áttu sér raunverulega stað. Þetta má meðal annars ráða af alls kyns tilvísunum til atburða sem áttu sér stað eftir að Sókrates lést (399 f.Kr.).

Elstu samræður Platons eru oft nefndar sókratískar samræður, bæði vegna þess að þær hafa löngum þótt endurspegla heimspeki Sókratesar sjálfs og vegna þess að hann leikur aðalhlutverkið í þeim. En þótt eldri verk Platons sýni ef til vill að einhverju leyti þá iðju hins sögulega Sókratesar að spyrja menn spjörunum úr má spyrja hvers vegna okkur þykir freistandi að eigna hinum sögulega Sókratesi eitthvað af því sem persónan Sókrates segir í samræðum Platons. Við þekkjum jú leit Sókratesar að skilgreiningum einkum úr ritum Platons, og höfum engar heimildir um að þær skilgreiningar sem eru gefnar og prófaðar eða þær röksemdafærslur sem koma fyrir í elstu samræðunum séu komnar frá Sókratesi. Við vitum hins vegar að þær er að finna í ritverkum Platons.


Áhrif Sókratesar

Sókrates er jafnan talinn einn af helstu áhrifavöldunum í lífi Platons. Sagan segir að Platon hafi kynnst Sókratesi þegar Platon var um tvítugt og að hann hafi þá brennt harmleiki sína og ákveðið að leggja stund á heimspeki. En þótt Sókrates hafi ef til vill tendrað áhuga Platons á heimspeki varð Platon ekki síður fyrir áhrifum frá öðrum heimspekingum, einkum Kratýlosi sem kynnti Platoni heimspeki Herakleitosar, Hermogenesi sem kynnti Platoni heimspeki Parmenídesar og pýþagóringum. Þessir straumar í grískri heimspeki áttu sinn þátt í að móta þann jarðveg sem heimspeki Platons spratt upp úr og varpa ljósi á þá heimspeki sem er að finna í samræðum Platons, meðal annars á það sem persónan Sókrates er látin segja. Aftur á móti eru engar heimildir um samskonar áhrif á hinn sögulega Sókrates.

Heimspekileg þróun Platons

Það má greina ákveðna þróun á heimspeki Platons í verkum hans. Sú þróun bendir til þess að hugmyndirnar í samræðunum séu hugmyndir Platons fremur en hugmyndir hins sögulega Sókratesar. Sjá má hvernig sumar hugmyndir verða beinlínis til og mótast í skrifum Platons.

Aðrar heimildir um Sókrates og Platon

Samræður Platons eru vissulega helsta heimild okkar um Sókrates en þó ekki sú eina. Annar nemandi Sókratesar var Xenofon (um 430-354 f.Kr.). Hann ritaði einnig verk um Sókrates, meðal annars Málsvörn Sókratesar, Samdrykkjuna og Minningar um Sókrates í fjórum bókum. Málsvörn Sókratesar eftir Xenofon er talsvert styttri en Málsvörn Sókratesar eftir Platon. Báðar virðast meðal annars vera ritaðar til að verja orðspor Sókratesar en ósennilegt er að önnur hvor þeirra sé orðrétt ræðan sem hinn sögulegi Sókrates flutti í réttarhöldunum árið 399 f.Kr. Hvergi í ritum Xenofons er minnst á frummyndakenninguna né aðrar hugmyndir sem almennt eru eignaðar Platoni.

Gamanleikjaskáldið Aristófanes samdi leikritið Skýin sem var sett á svið árið 423 f.Kr. Í leikritinu er gert grín að Sókratesi. Aristófanesi er auðvitað ekki umhugað að lýsa Sókrates rétt heldur fyrst og fremst að gera hann hlægilegan, en hvergi er þó gert grín að þeim hugmyndum sem venjulega eru eignaðar Platoni og sem er að finna í samræðum Platons.

Að lokum töldu fornmenn sjálfir að Platon væri höfundur þeirra hugmynda sem koma fyrir í samræðum hans. Sagnaritarinn Díogenes Laertíos (uppi á 3. öld) sem ritaði ævisögur frægra heimspekinga eignaði til dæmis Platoni en ekki Sókratesi hina svonefndu frummyndakenningu auk annarra hugmynda og það sem meira er um vert er að Aristóteles (384-322 f.Kr.), sem var bæði nemandi og síðar samstarfsmaður Platons, eignar Platoni en ekki Sókratesi þær kenningar sem samræður Platons hafa að geyma. Um Sókrates segir hann aftur á móti að helsta framlag hans til heimspekinnar hafi verið í siðfræði, einkum leit að skilgreiningum siðfræðilegra hugtaka en að hann hafi ekki sýnt náttúrunni neinn áhuga. Ólafur Páll Jónsson skrifar um Aristóteles í svari sínu Hver var Aristóteles?

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Mynd

...