Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það?

Haukur Már Helgason

Margir telja að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið sú fyrsta sem stóð undir nafninu tölva. Hún var smíðuð við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og var tekin í notkun árið 1946. Vinnslugeta hennar var á við lítinn vasareikni.


Að baki því sem í dag heitir tölva liggur aldalöng þróun og ótal uppfinningar. Um aldir notuðu menn ýmis hjálpartæki við útreikninga, svo sem talnagrind og reiknistokk. Talnagrindin er upp fundin í Kína, reiknistokkurinn í Evrópu. Á 12. öld birtist hugmyndin um reikniforskrift í ritum Al'Khwarizmi frá Úzbekistan sem skrifaði meðal annars útbreitt rit um reikning. Alþjóðaorðið um slíkar forskriftir, algorithm, er einmitt kennt við Al'Khwarizmi. Reikniforskriftir eru formleg fyrirmæli um aðgerðir, nauðsynleg forsenda þess að tölvur verki rétt.

Tveir 17. aldar menn eiga heiðurinn af því að smíða fyrstu sjálfvirku reiknivélarnar. Milli 1642 og 1644 smíðaði Frakkinn Blaise Pascal, sem var stærðfræðingur og heimspekingur, reiknivél til að aðstoða skattheimtumanninn föður hans við störf sín. Og Gottfried Wilhelm Leibniz, sem var rökfræðingur, stærðfræðingur og heimspekingur, setti saman aðra reiknivél árið 1673. Reiknivél Pascals var fær um að leggja saman, draga frá og margfalda, en vél Leibniz gat einnig fundið rót og hafið tölur upp í veldi.

Árið 1833 hannar Bretinn Charles Babbage "greiningarvél" sem var þó ekki smíðuð fyrr en árið 1991 í minningu hans. Babbage er þó nefndur faðir tölvunnar fyrir hönnun sína. Greiningarvélin gat tekið við skipunum af gataspjöldum og er sú hugmynd fengin úr vefstokkum þess tíma sem gátu lesið mynstur af pappaspjöldum með götum og unnið eftir þeim. Vélin gat einnig geymt gögn í minni þannig að hún hafði til að bera alla grunnþætti nútímatölvu.

Árið 1890 vinnur Herman Hollerith keppni í Bandaríkjunum um vélar til aðstoðar við manntal sem gekk annars afar hægt. Hann átti síðar þátt að stofnun fyrirtækisins IBM.

Árið 1904, stuttu eftir uppgötvun rafeindarinnar, hafði Bretinn Sir John Ambrose Fleming sótt um einkaleyfi á útvarpslampanum sem gerði mönnum kleift að stjórna rafstraumi. Síðan þá hafa reiknivélar unnið með rafmerki, en ekki eingöngu tannhjól og stangir líkt og áður hafði verið. Með þessu breyttist ekki sjálf rökvirknin, sömu aðgerðir eiga sér stað formlega, en lamparnir gerðu tölvurnar hraðvirkari og minni. – Sumir segja tölvu fyrst réttnefni eftir tilkomu útvarpslampans og nefna ENIAC (Electronic Numerical Integrator and Computer) fyrstu tölvuna. Hún var tekin í notkun árið 1946 í Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum. Hún vó 30 tonn og þakti á annað hundrað fermetra en reiknigeta hennar var sambærileg við vasareikni grunnskólabarna.

Árið 1947 á sér stað annar stórviðburður í tölvuþróun þegar fyrsti smárinn (e. transistor) er smíðaður á rannsóknarstofum Bell símafyrirtækisins í Bandaríkjunum. Smárinn hafði sömu virkni og lamparnir en var miklu smærri (hver smári millímetrar á kant en lamparnir sentímetrar) og hitnaði mun minna. Aftur urðu tölvur hraðvirkari og minni.

1958 eru rafrásir, smárar og aðrir íhlutir fyrst prentaðir á sílíkonflögu - örflögu. Enn smækkuðu tölvur og urðu hraðari. Um 1970 gátu menn prentað þúsundir smára og annarra íhluta á nokkurra fermillímetra flöt. 1971 bjó fyrirtækið Intel til fyrsta örgjörvann - örflögu sem sér einn um alla reikninga og rökvirkni tölvunnar. Í kjölfar hans fæddist einkatölvan, en fram að því höfðu tölvur fyrst og fremst verið eign skóla, banka og ríkisstofnana.

Fyrsta einkatölvan var framleidd árið 1974 af litlu fyrirtæki sem hét MITS. Tölvan hét Altair og studdist við örgjörva frá Intel. Þessa tölvu og fleiri sem fylgdu í kjölfarið gátu tölvuáhugamenn keypt í hlutum og sett saman sjálfir. Fyrsta einkatölvan sem seld var samansett og tilbúin til notkunar var framleidd af tölvufyrirtækinu Apple og hét Apple II. Þetta var árið 1977.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Frekara lesefni af vefnum

http://www.computer.org/history

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.6.2000

Síðast uppfært

8.7.2021

Spyrjandi

Tryggvi Aðalbjörnsson

Tilvísun

Haukur Már Helgason. „Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2000, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=492.

Haukur Már Helgason. (2000, 6. júní). Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=492

Haukur Már Helgason. „Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2000. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=492>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það?
Margir telja að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið sú fyrsta sem stóð undir nafninu tölva. Hún var smíðuð við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og var tekin í notkun árið 1946. Vinnslugeta hennar var á við lítinn vasareikni.


Að baki því sem í dag heitir tölva liggur aldalöng þróun og ótal uppfinningar. Um aldir notuðu menn ýmis hjálpartæki við útreikninga, svo sem talnagrind og reiknistokk. Talnagrindin er upp fundin í Kína, reiknistokkurinn í Evrópu. Á 12. öld birtist hugmyndin um reikniforskrift í ritum Al'Khwarizmi frá Úzbekistan sem skrifaði meðal annars útbreitt rit um reikning. Alþjóðaorðið um slíkar forskriftir, algorithm, er einmitt kennt við Al'Khwarizmi. Reikniforskriftir eru formleg fyrirmæli um aðgerðir, nauðsynleg forsenda þess að tölvur verki rétt.

Tveir 17. aldar menn eiga heiðurinn af því að smíða fyrstu sjálfvirku reiknivélarnar. Milli 1642 og 1644 smíðaði Frakkinn Blaise Pascal, sem var stærðfræðingur og heimspekingur, reiknivél til að aðstoða skattheimtumanninn föður hans við störf sín. Og Gottfried Wilhelm Leibniz, sem var rökfræðingur, stærðfræðingur og heimspekingur, setti saman aðra reiknivél árið 1673. Reiknivél Pascals var fær um að leggja saman, draga frá og margfalda, en vél Leibniz gat einnig fundið rót og hafið tölur upp í veldi.

Árið 1833 hannar Bretinn Charles Babbage "greiningarvél" sem var þó ekki smíðuð fyrr en árið 1991 í minningu hans. Babbage er þó nefndur faðir tölvunnar fyrir hönnun sína. Greiningarvélin gat tekið við skipunum af gataspjöldum og er sú hugmynd fengin úr vefstokkum þess tíma sem gátu lesið mynstur af pappaspjöldum með götum og unnið eftir þeim. Vélin gat einnig geymt gögn í minni þannig að hún hafði til að bera alla grunnþætti nútímatölvu.

Árið 1890 vinnur Herman Hollerith keppni í Bandaríkjunum um vélar til aðstoðar við manntal sem gekk annars afar hægt. Hann átti síðar þátt að stofnun fyrirtækisins IBM.

Árið 1904, stuttu eftir uppgötvun rafeindarinnar, hafði Bretinn Sir John Ambrose Fleming sótt um einkaleyfi á útvarpslampanum sem gerði mönnum kleift að stjórna rafstraumi. Síðan þá hafa reiknivélar unnið með rafmerki, en ekki eingöngu tannhjól og stangir líkt og áður hafði verið. Með þessu breyttist ekki sjálf rökvirknin, sömu aðgerðir eiga sér stað formlega, en lamparnir gerðu tölvurnar hraðvirkari og minni. – Sumir segja tölvu fyrst réttnefni eftir tilkomu útvarpslampans og nefna ENIAC (Electronic Numerical Integrator and Computer) fyrstu tölvuna. Hún var tekin í notkun árið 1946 í Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum. Hún vó 30 tonn og þakti á annað hundrað fermetra en reiknigeta hennar var sambærileg við vasareikni grunnskólabarna.

Árið 1947 á sér stað annar stórviðburður í tölvuþróun þegar fyrsti smárinn (e. transistor) er smíðaður á rannsóknarstofum Bell símafyrirtækisins í Bandaríkjunum. Smárinn hafði sömu virkni og lamparnir en var miklu smærri (hver smári millímetrar á kant en lamparnir sentímetrar) og hitnaði mun minna. Aftur urðu tölvur hraðvirkari og minni.

1958 eru rafrásir, smárar og aðrir íhlutir fyrst prentaðir á sílíkonflögu - örflögu. Enn smækkuðu tölvur og urðu hraðari. Um 1970 gátu menn prentað þúsundir smára og annarra íhluta á nokkurra fermillímetra flöt. 1971 bjó fyrirtækið Intel til fyrsta örgjörvann - örflögu sem sér einn um alla reikninga og rökvirkni tölvunnar. Í kjölfar hans fæddist einkatölvan, en fram að því höfðu tölvur fyrst og fremst verið eign skóla, banka og ríkisstofnana.

Fyrsta einkatölvan var framleidd árið 1974 af litlu fyrirtæki sem hét MITS. Tölvan hét Altair og studdist við örgjörva frá Intel. Þessa tölvu og fleiri sem fylgdu í kjölfarið gátu tölvuáhugamenn keypt í hlutum og sett saman sjálfir. Fyrsta einkatölvan sem seld var samansett og tilbúin til notkunar var framleidd af tölvufyrirtækinu Apple og hét Apple II. Þetta var árið 1977.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Frekara lesefni af vefnum

http://www.computer.org/history

...