Skriðdýr þróuðust frá froskdýrum á kolatímabilinu fyrir um 250 milljónum ára. Tilkoma þeirra var mikil bylting í aðlögun hryggdýra að lífi á landi enda eru froskdýr afar háð vatni, meðal annars þar sem húð þeirra er einstaklega viðkvæm fyrir þurrki og öll æxlun þeirra er bundin vatni. Það sem þykir hvað merkilegast er að tiltölulega snemma í þróunarsögu skriðdýra komu fram skriðdýr sem höfðu mörg einkenni spendýra og fljótlega upp frá því komu spendýr fram eða fyrir um 200 milljónum ára síðan. Til skriðdýra teljast nokkrir hópar. Það eru krókódílar, skjaldbökur, eðlur, snákar og ranakollur. Fjölmargir útdauðir hópar þekkjast svo sem fiskeðlur (Ichthyosaurus), risaeðlur (Dinosaurus) og flugeðlur (Pterosaurus). Í dag teljast um 6000 tegundir til skriðdýra, litlu færri en núlifandi fuglategundir en fleiri en núlifandi spendýrategundir. Mynd: Steven Pinker
Skriðdýr þróuðust frá froskdýrum á kolatímabilinu fyrir um 250 milljónum ára. Tilkoma þeirra var mikil bylting í aðlögun hryggdýra að lífi á landi enda eru froskdýr afar háð vatni, meðal annars þar sem húð þeirra er einstaklega viðkvæm fyrir þurrki og öll æxlun þeirra er bundin vatni. Það sem þykir hvað merkilegast er að tiltölulega snemma í þróunarsögu skriðdýra komu fram skriðdýr sem höfðu mörg einkenni spendýra og fljótlega upp frá því komu spendýr fram eða fyrir um 200 milljónum ára síðan. Til skriðdýra teljast nokkrir hópar. Það eru krókódílar, skjaldbökur, eðlur, snákar og ranakollur. Fjölmargir útdauðir hópar þekkjast svo sem fiskeðlur (Ichthyosaurus), risaeðlur (Dinosaurus) og flugeðlur (Pterosaurus). Í dag teljast um 6000 tegundir til skriðdýra, litlu færri en núlifandi fuglategundir en fleiri en núlifandi spendýrategundir. Mynd: Steven Pinker