Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru loftsteinar verðmætir?

GM

Svipuð lögmál gilda um loftsteina og aðra hluti sem fólk girnist. Ef ekki er til nóg til að fullnægja óskum allra þá ganga þeir kaupum og sölu við einhverju verði. Ef framboð er mjög lítið en eftirspurn mikil getur verðið orðið hátt.

Loftsteinar hafa lítið sem ekkert notagildi en það skapar þeim ekki verulega sérstöðu því að sama má segja um marga hluti sem seljast við háu verði. Sennilega eru ástæður þess að fólk girnist loftsteina þær sömu og ráða því að fólk girnist demanta, gull, forn skinnhandrit og þvíumlíka hluti. Mörgum finnst einfaldlega gaman að eiga hluti sem eru fágætir og flestir aðrir eiga því ekki. Ekki spillir fyrir ef hlutunum fylgir skemmtileg saga, til dæmis um ferðalag um óravíddir geimsins.

Þeir hlutir sem hafa mest notagildi seljast hins vegar oft við lágu verði, einfaldlega vegna þess að mikið er til af þeim. Þannig er vatn miklu gagnlegra en demantar. Hins vegar er mikið til af vatni, nóg til að allir fái það sem þeir vilja í flestum tilfellum, og þess vegna er verð þess afar lágt þó að það sé að vísu víða dýrara en hér á Íslandi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.5.2000

Spyrjandi

Bríet Guðmundsdóttir, f. 1989

Tilvísun

GM. „Af hverju eru loftsteinar verðmætir?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=453.

GM. (2000, 23. maí). Af hverju eru loftsteinar verðmætir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=453

GM. „Af hverju eru loftsteinar verðmætir?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=453>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru loftsteinar verðmætir?
Svipuð lögmál gilda um loftsteina og aðra hluti sem fólk girnist. Ef ekki er til nóg til að fullnægja óskum allra þá ganga þeir kaupum og sölu við einhverju verði. Ef framboð er mjög lítið en eftirspurn mikil getur verðið orðið hátt.

Loftsteinar hafa lítið sem ekkert notagildi en það skapar þeim ekki verulega sérstöðu því að sama má segja um marga hluti sem seljast við háu verði. Sennilega eru ástæður þess að fólk girnist loftsteina þær sömu og ráða því að fólk girnist demanta, gull, forn skinnhandrit og þvíumlíka hluti. Mörgum finnst einfaldlega gaman að eiga hluti sem eru fágætir og flestir aðrir eiga því ekki. Ekki spillir fyrir ef hlutunum fylgir skemmtileg saga, til dæmis um ferðalag um óravíddir geimsins.

Þeir hlutir sem hafa mest notagildi seljast hins vegar oft við lágu verði, einfaldlega vegna þess að mikið er til af þeim. Þannig er vatn miklu gagnlegra en demantar. Hins vegar er mikið til af vatni, nóg til að allir fái það sem þeir vilja í flestum tilfellum, og þess vegna er verð þess afar lágt þó að það sé að vísu víða dýrara en hér á Íslandi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...