Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?

Guðrún Vala Elísdóttir

Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomumesta mannvirkið er vafalítið Stonehenge í Wiltshirehéraði í Suðvestur-Englandi, um það bil 145 km frá London.




Stonehenge samanstendur af risavöxnum, ílöngum steinum úr sarsen, mjög hörðum sandsteini. Steinarnir standa að mestu leyti uppréttir í hring sem er 30 m að þvermáli, og auk þess mynda þeir skeifu innan hringsins. Meðalhæð þeirra er um 4 m. Innan sarsensteinhringsins var áður að finna raðir blásteina (úr storkubergi af ýmsum gerðum) en flestir þeirra eru nú horfnir. Stonehenge stendur á miðju 2.000 hektara landsvæði sem nefnist Salisburysléttan en þar er að finna um 450 aðrar fornminjar, meðal annarra Woodhenge og Aveburyhringinn. Steinarnir sem sjást í dag sýna aðeins rústir Stonehenge en margir upprunalegu steinanna hafa fallið eða voru fjarlægðir á miðöldum og snemma á nýöld og notaðir í nýjar byggingar.

Fornleifafræðin getur sagt okkur byggingarsögu Stonehenge nokkuð nákvæmlega. Bygging þess hófst seint á miðsteinöld fyrir 5.000 árum, kringum árið 2950 f. Kr., og var afreksverk margra kynslóða. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hringurinn var byggður í nokkrum áföngum. Það staðfesta kolefnismælingar sem eru ekki taldar skeika meiru en um 100 árum til eða frá. Á fyrsta byggingarskeiðinu sem stóð í 50 ár var gerður hringur með tveimur hæðum og skurði, um 100 m í þvermál. Svokallaðar „Aubreyholur“ voru gerðar þar fyrir innan, en þær eru alls 56 hringlaga pyttir, um það bil einn metri í þvermál. Pyttirnir mynda hring sem er 86 m að þvermáli og voru tréstaurar reknir ofan í þá.

Fornleifafræðingar vita ekki með vissu nákvæmlega hvað var gert á öðru byggingarstiginu sem stóð frá 2900 til 2400 f. Kr. Sumir halda því fram að blásteinarnir hafi verið reistir þá en aðrir telja að þeir hafi komið síðar og hafa frekar viljað rannsaka hversvegna tréstaurarnir voru ekki lengur í Aubreyholunum. Þær voru sumar fylltar, að hluta til með leifum eftir bálfarir.

Smellið til að skoða stærri útgáfuÞriðja byggingartímabilið er það lengsta, frá 2550 til 1600 f. Kr., og hafði í för með sér mestu breytingarnar. Almennt er talið að fyrsti steinhringurinn hafi verið reistur þá, úr blásteinum. Um 100 árum eftir að blásteinunum var komið upp, voru þeir rifnir niður og í staðinn reistir enn stærri sarsensteinar. Steinarnir mynduðu hring í miðju svæðisins og innan þess annan skeifulaga hring úr fimm steinapörum sem báru lárétta steina. Þrjú af þeim pörum standa enn í dag með láréttu steinana á sínum stað. Ytri hringurinn var einnig tengdur samfelldum láréttum steinum að ofan. Síðar voru blásteinarnir fluttir til og þeim komið fyrir innan skeifunnar. Þar til viðbótar var settur upp svonefndur altarissteinn (e. Altar Stone) og fleiri blásteinar utan hans. Um 1900-1800 f. Kr. var Stonehenge fullbúið og leit út eins og við getum ímyndað okkur það í dag.

Ljóst er að bygging Stonehenge hefur verið gífurleg þrekraun og hafa menn velt fyrir sér hvernig fólk steinaldar fór að. Fornleifarannsóknir hafa staðfest að Aubreyholurnar voru grafnar með verkfærum gerðum úr hreindýrahornum, dýrabeinum og viði.

Blásteinarnir voru alls 80 talsins, 4 tonn hver að þyngd, og taldir upprunnir frá Preselifjöllum í Wales sem eru í 386 km fjarlægð. Talið er að steinarnir hafi verið dregnir á keflum og sleðum að strönd Wales, þaðan upp eftir ánni Avon og aftur upp á land þar til þeir voru komnir á áfangastað. Nýlegar kenningar halda því þó fram að blágrýtið hafi þegar verið til staðar á svæðinu og borist þangað með jökulburði ísaldar.

Í ytri sarsensteinhringnum voru upphaflega 30 steinar og standa 17 eftir. Jafnt bil er milli steinanna, 1 til 1,4 m, þeir eru um 2 m að breidd, 1 m að þykkt og mjókka upp. Sarsensteinarnir eru um 50 tonn að þyngd og voru að öllum líkindum fluttir frá Marlborough Downs sem er 30 km norðan við Stonehenge. Flutningur þeirra er enn meira afrek en flutningur blásteinanna. Þar sem erfiðast er yfirferðar á leiðinni er talið að þurft hafi að minnsta kosti 600 manns til að flytja hvern stein. Fyrst hafi verið grafin djúp hola undir steininn, sterkar stangir settar þar til að lyfta honum og hann togaður með reipi í réttstöðu. Fyllt var í holurnar með smágrýti til að treysta stöðuna. Augljóst er að marga menn þurfti til.

Upprunalegur tilgangur Stonehenge er mönnum ekki ljós og hafa margar kenningar verið settar fram sem vísa bæði til trúarlegs- og vísindalegs tilgangs. Raunar þarf hver skýring um sig ekki að útiloka hinar algerlega.

Sumir telja að mannvirkið hafi verið hof til að dýrka forna jarðarguði. Í því samhengi má nefna nýlegar fréttir (júlí 2003) um þá niðurstöðu kanadískra vísindamanna að uppröðun steinanna minni á kynfæri kvenna og Stonehenge tákni opið sem móðir jörð fæddi allt líf út um. Aðrir halda því fram að Stonehenge sé helgistaður þar sem háttsettir menn viðkomandi þjóðfélags voru grafnir.

Enn aðrir, og þeim fer fjölgandi, álíta að Stonehenge hafi verið stjörnuskoðunarstöð og menn hafi reiknað út dagatöl til forna eftir því hvernig skuggi sólar féll kringum steinana, sérstaklega á jafndægrum og sumar- og vetrarsólstöðum. Enn fremur hafi verið hægt að spá fyrir um sól- og tunglmyrkva út frá stöðu steinanna, ekki aðeins í hringnum og innan hans (e. Station stones sem upprunalega voru fjórir en standa nú tveir eftir), heldur og þeim sem standa í nokkurri fjarlægð í beinni línu frá altarissteininum (e. Heel Stone og Slaughter Stone). Reiknað hefur verið út að ekki einungis sé skipulag Stonehenge nákvæmlega til þessara verka fallið heldur sé staðsetning þess á Salisburysléttunni líka afar vel valin.




Ekki er heldur vitað hvaða fólk kom að gerð Stonehenge og hugmyndir manna um það hafa breyst í gegnum aldirnar. Þjóðsagan segir að dansandi risar hafi breyst í steinana við sólarupprás og önnur að kölski sjálfur hafi verið að verki. Í Breta sögum (Historia regum Britanniae), frá 12. öld eftir Geoffrey frá Monmouth má lesa að á 5. öld hafi konungurinn Aurelius Ambrosius látið reisa Stonehenge til minningar um 460 hefðarmenn sem myrtir voru í valdabaráttu Breta og Saxa. Til þess hafi hann notið hjálpar galdra- og spámannsins Merlíns. Með göldrum sínum á Merlín að hafa flutt steinana frá Írlandi en þangað áttu þeir að hafa komið frá Afríku.

Árið 1620 skipaði konungurinn Jakob I arkitektinum Inigo Jones að teikna upp skipulag Stonehenge og var af því dregin sú ályktun að um rómverkst hof væri að ræða og aldur mannvirkisins því færður aftur til landnáms Rómverja á seinni hluta 1. aldar.

Um 40 árum síðar hófst fyrsta alvöru rannsóknarstarfið við Stonehenge. Var þar að verki John Aubrey, sá sem Aubreyholurnar eru kenndar við. Hann kom fram með þá hugmynd að mannvirkið hefði verið hof Drúída, keltneskra fræðimanna og presta, og fornminjafræðingurinn William Stukeley hélt því sama fram árið 1740. Aldur Stonehenge hafði því færst fram fyrir tíma Rómverja á Bretlandi.

Síðar komu fram kenningar um að enn eldri þjóð sem kallast Bikarfólk (e. Beaker folk) og kom til Bretlands frá meginlandi Evrópu, hafi verið að verki. Samkvæmt nýrri hugmyndum er talið að svonefnt Wessexfólk hafi reist Stonehenge einhvern tímann á bronsöld í kringum 1500 f. Kr. en menning þeirra var á hærra stigi en annarra þjóðflokka þeim samtíða. Fjöldi grafreita Wessexfólksins hefur fundist á Salisburysléttunni. Raunar var það nokkuð samdóma álit fornleifafræðinga um tíma að fyrsta byggingarstig Stonehenge hafi verið afrakstur vinnu steinaldarfólks, annað stigið svo eignað Bikarfólkinu og það þriðja Wessexfólkinu. Nú til dags er þó dregið í efa að sagan hafi verið svo einföld.

Flestar eldri og yngri menningarþjóðir hafa verið nefndar til sögunnar á einum eða öðrum tíma. Auk Rómverja má þar nefna Fönikíumenn, Mýkenosmenn, Egypta og síðast en ekki síst frændur vora Dani. Gallinn við allar þessar kenningar er að blómatími þessara þjóða og þjóðflokka stóð yfir eftir að byggingu Stonehenge lauk. Eina undantekningin eru Egyptar og engar áþreifanlegar sannanir hafa fundist um að þeir hafi verið að verki. Hverjir byggðu Stonehenge er því enn ráðgáta. Nú til dags vilja sumir tengja mannvirkið geimverum og fljúgandi furðuhlutum og benda á óútskýrð hringmynstur (e. crop circles) sem birtast á ökrum þar í grenndinni.

Eins og áður hefur verið nefnt eru steinhringir í Stonehenge-stíl alls ekkert einsdæmi. Leifar af yfir eittþúsund steinhringjum er að finna á Bretlandseyjum og í Norður-Frakklandi. Sumir eru litlir og aðrir stærri, en enginn þeirra eins mikilfenglegur og Stonehenge.

Hver sem sannleikurinn er, hlýtur einhver tilgangur að hafa verið með byggingu Stonehenge. Eitthvað nógu mikilvægt hefur hefur verið virði alls þessa ómaks. Að minnsta kosti er ljóst að þetta afrek steinaldarmanna laðar að fjölda ferðamanna árlega sem eykur þjóðartekjur Englands og er það út af fyrir sig kannski verðugur tilgangur þess!



Fjölmargar heimildir eru til um Stonehenge, bækur, greinar og efni á Netinu. Hér verður getið nokkurra sem nýttust þessu svari sérstaklega og svalað gætu fróðleiksfýsn lesenda:

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:
  • Hvað er Stonehenge? (Arna Sigurðardóttir)
  • Af hverju var Stonehenge byggt? (Arnar Valsson)
  • Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu Stonehenge? Til hvers var það byggt? (Fannar Páll Aðalsteinsson)
  • Segja ekki sumir vísindamenn að Stonehenge geti verið allt að 7-12 þúsund ára gamall byggingastaður? (Þór Fjalar)

Höfundur

deildarstjóri í sérkennslu og BA í mannfræði

Útgáfudagur

16.7.2003

Spyrjandi

Arna Sigurðardóttir
Arnar Valsson, f. 1986
Fannar Páll Aðalsteinsson, f. 1986
Þór Fjalar

Tilvísun

Guðrún Vala Elísdóttir. „Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3585.

Guðrún Vala Elísdóttir. (2003, 16. júlí). Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3585

Guðrún Vala Elísdóttir. „Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3585>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu mannvirkið og hvenær?
Á fjórða árþúsundinu fyrir Krist fór að breiðast út um vestanverða Evrópu sá siður að gera mannvirki úr stórum steinum. Þessi fyrirbæri hafa verið nefnd á máli vísindanna „megalithos“ (e. megaliths) sem er komið úr grísku og merkir „stór steinn“, en á íslensku hafa þau verið kölluð jötunsteinar. Stærsta og tilkomumesta mannvirkið er vafalítið Stonehenge í Wiltshirehéraði í Suðvestur-Englandi, um það bil 145 km frá London.




Stonehenge samanstendur af risavöxnum, ílöngum steinum úr sarsen, mjög hörðum sandsteini. Steinarnir standa að mestu leyti uppréttir í hring sem er 30 m að þvermáli, og auk þess mynda þeir skeifu innan hringsins. Meðalhæð þeirra er um 4 m. Innan sarsensteinhringsins var áður að finna raðir blásteina (úr storkubergi af ýmsum gerðum) en flestir þeirra eru nú horfnir. Stonehenge stendur á miðju 2.000 hektara landsvæði sem nefnist Salisburysléttan en þar er að finna um 450 aðrar fornminjar, meðal annarra Woodhenge og Aveburyhringinn. Steinarnir sem sjást í dag sýna aðeins rústir Stonehenge en margir upprunalegu steinanna hafa fallið eða voru fjarlægðir á miðöldum og snemma á nýöld og notaðir í nýjar byggingar.

Fornleifafræðin getur sagt okkur byggingarsögu Stonehenge nokkuð nákvæmlega. Bygging þess hófst seint á miðsteinöld fyrir 5.000 árum, kringum árið 2950 f. Kr., og var afreksverk margra kynslóða. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hringurinn var byggður í nokkrum áföngum. Það staðfesta kolefnismælingar sem eru ekki taldar skeika meiru en um 100 árum til eða frá. Á fyrsta byggingarskeiðinu sem stóð í 50 ár var gerður hringur með tveimur hæðum og skurði, um 100 m í þvermál. Svokallaðar „Aubreyholur“ voru gerðar þar fyrir innan, en þær eru alls 56 hringlaga pyttir, um það bil einn metri í þvermál. Pyttirnir mynda hring sem er 86 m að þvermáli og voru tréstaurar reknir ofan í þá.

Fornleifafræðingar vita ekki með vissu nákvæmlega hvað var gert á öðru byggingarstiginu sem stóð frá 2900 til 2400 f. Kr. Sumir halda því fram að blásteinarnir hafi verið reistir þá en aðrir telja að þeir hafi komið síðar og hafa frekar viljað rannsaka hversvegna tréstaurarnir voru ekki lengur í Aubreyholunum. Þær voru sumar fylltar, að hluta til með leifum eftir bálfarir.

Smellið til að skoða stærri útgáfuÞriðja byggingartímabilið er það lengsta, frá 2550 til 1600 f. Kr., og hafði í för með sér mestu breytingarnar. Almennt er talið að fyrsti steinhringurinn hafi verið reistur þá, úr blásteinum. Um 100 árum eftir að blásteinunum var komið upp, voru þeir rifnir niður og í staðinn reistir enn stærri sarsensteinar. Steinarnir mynduðu hring í miðju svæðisins og innan þess annan skeifulaga hring úr fimm steinapörum sem báru lárétta steina. Þrjú af þeim pörum standa enn í dag með láréttu steinana á sínum stað. Ytri hringurinn var einnig tengdur samfelldum láréttum steinum að ofan. Síðar voru blásteinarnir fluttir til og þeim komið fyrir innan skeifunnar. Þar til viðbótar var settur upp svonefndur altarissteinn (e. Altar Stone) og fleiri blásteinar utan hans. Um 1900-1800 f. Kr. var Stonehenge fullbúið og leit út eins og við getum ímyndað okkur það í dag.

Ljóst er að bygging Stonehenge hefur verið gífurleg þrekraun og hafa menn velt fyrir sér hvernig fólk steinaldar fór að. Fornleifarannsóknir hafa staðfest að Aubreyholurnar voru grafnar með verkfærum gerðum úr hreindýrahornum, dýrabeinum og viði.

Blásteinarnir voru alls 80 talsins, 4 tonn hver að þyngd, og taldir upprunnir frá Preselifjöllum í Wales sem eru í 386 km fjarlægð. Talið er að steinarnir hafi verið dregnir á keflum og sleðum að strönd Wales, þaðan upp eftir ánni Avon og aftur upp á land þar til þeir voru komnir á áfangastað. Nýlegar kenningar halda því þó fram að blágrýtið hafi þegar verið til staðar á svæðinu og borist þangað með jökulburði ísaldar.

Í ytri sarsensteinhringnum voru upphaflega 30 steinar og standa 17 eftir. Jafnt bil er milli steinanna, 1 til 1,4 m, þeir eru um 2 m að breidd, 1 m að þykkt og mjókka upp. Sarsensteinarnir eru um 50 tonn að þyngd og voru að öllum líkindum fluttir frá Marlborough Downs sem er 30 km norðan við Stonehenge. Flutningur þeirra er enn meira afrek en flutningur blásteinanna. Þar sem erfiðast er yfirferðar á leiðinni er talið að þurft hafi að minnsta kosti 600 manns til að flytja hvern stein. Fyrst hafi verið grafin djúp hola undir steininn, sterkar stangir settar þar til að lyfta honum og hann togaður með reipi í réttstöðu. Fyllt var í holurnar með smágrýti til að treysta stöðuna. Augljóst er að marga menn þurfti til.

Upprunalegur tilgangur Stonehenge er mönnum ekki ljós og hafa margar kenningar verið settar fram sem vísa bæði til trúarlegs- og vísindalegs tilgangs. Raunar þarf hver skýring um sig ekki að útiloka hinar algerlega.

Sumir telja að mannvirkið hafi verið hof til að dýrka forna jarðarguði. Í því samhengi má nefna nýlegar fréttir (júlí 2003) um þá niðurstöðu kanadískra vísindamanna að uppröðun steinanna minni á kynfæri kvenna og Stonehenge tákni opið sem móðir jörð fæddi allt líf út um. Aðrir halda því fram að Stonehenge sé helgistaður þar sem háttsettir menn viðkomandi þjóðfélags voru grafnir.

Enn aðrir, og þeim fer fjölgandi, álíta að Stonehenge hafi verið stjörnuskoðunarstöð og menn hafi reiknað út dagatöl til forna eftir því hvernig skuggi sólar féll kringum steinana, sérstaklega á jafndægrum og sumar- og vetrarsólstöðum. Enn fremur hafi verið hægt að spá fyrir um sól- og tunglmyrkva út frá stöðu steinanna, ekki aðeins í hringnum og innan hans (e. Station stones sem upprunalega voru fjórir en standa nú tveir eftir), heldur og þeim sem standa í nokkurri fjarlægð í beinni línu frá altarissteininum (e. Heel Stone og Slaughter Stone). Reiknað hefur verið út að ekki einungis sé skipulag Stonehenge nákvæmlega til þessara verka fallið heldur sé staðsetning þess á Salisburysléttunni líka afar vel valin.




Ekki er heldur vitað hvaða fólk kom að gerð Stonehenge og hugmyndir manna um það hafa breyst í gegnum aldirnar. Þjóðsagan segir að dansandi risar hafi breyst í steinana við sólarupprás og önnur að kölski sjálfur hafi verið að verki. Í Breta sögum (Historia regum Britanniae), frá 12. öld eftir Geoffrey frá Monmouth má lesa að á 5. öld hafi konungurinn Aurelius Ambrosius látið reisa Stonehenge til minningar um 460 hefðarmenn sem myrtir voru í valdabaráttu Breta og Saxa. Til þess hafi hann notið hjálpar galdra- og spámannsins Merlíns. Með göldrum sínum á Merlín að hafa flutt steinana frá Írlandi en þangað áttu þeir að hafa komið frá Afríku.

Árið 1620 skipaði konungurinn Jakob I arkitektinum Inigo Jones að teikna upp skipulag Stonehenge og var af því dregin sú ályktun að um rómverkst hof væri að ræða og aldur mannvirkisins því færður aftur til landnáms Rómverja á seinni hluta 1. aldar.

Um 40 árum síðar hófst fyrsta alvöru rannsóknarstarfið við Stonehenge. Var þar að verki John Aubrey, sá sem Aubreyholurnar eru kenndar við. Hann kom fram með þá hugmynd að mannvirkið hefði verið hof Drúída, keltneskra fræðimanna og presta, og fornminjafræðingurinn William Stukeley hélt því sama fram árið 1740. Aldur Stonehenge hafði því færst fram fyrir tíma Rómverja á Bretlandi.

Síðar komu fram kenningar um að enn eldri þjóð sem kallast Bikarfólk (e. Beaker folk) og kom til Bretlands frá meginlandi Evrópu, hafi verið að verki. Samkvæmt nýrri hugmyndum er talið að svonefnt Wessexfólk hafi reist Stonehenge einhvern tímann á bronsöld í kringum 1500 f. Kr. en menning þeirra var á hærra stigi en annarra þjóðflokka þeim samtíða. Fjöldi grafreita Wessexfólksins hefur fundist á Salisburysléttunni. Raunar var það nokkuð samdóma álit fornleifafræðinga um tíma að fyrsta byggingarstig Stonehenge hafi verið afrakstur vinnu steinaldarfólks, annað stigið svo eignað Bikarfólkinu og það þriðja Wessexfólkinu. Nú til dags er þó dregið í efa að sagan hafi verið svo einföld.

Flestar eldri og yngri menningarþjóðir hafa verið nefndar til sögunnar á einum eða öðrum tíma. Auk Rómverja má þar nefna Fönikíumenn, Mýkenosmenn, Egypta og síðast en ekki síst frændur vora Dani. Gallinn við allar þessar kenningar er að blómatími þessara þjóða og þjóðflokka stóð yfir eftir að byggingu Stonehenge lauk. Eina undantekningin eru Egyptar og engar áþreifanlegar sannanir hafa fundist um að þeir hafi verið að verki. Hverjir byggðu Stonehenge er því enn ráðgáta. Nú til dags vilja sumir tengja mannvirkið geimverum og fljúgandi furðuhlutum og benda á óútskýrð hringmynstur (e. crop circles) sem birtast á ökrum þar í grenndinni.

Eins og áður hefur verið nefnt eru steinhringir í Stonehenge-stíl alls ekkert einsdæmi. Leifar af yfir eittþúsund steinhringjum er að finna á Bretlandseyjum og í Norður-Frakklandi. Sumir eru litlir og aðrir stærri, en enginn þeirra eins mikilfenglegur og Stonehenge.

Hver sem sannleikurinn er, hlýtur einhver tilgangur að hafa verið með byggingu Stonehenge. Eitthvað nógu mikilvægt hefur hefur verið virði alls þessa ómaks. Að minnsta kosti er ljóst að þetta afrek steinaldarmanna laðar að fjölda ferðamanna árlega sem eykur þjóðartekjur Englands og er það út af fyrir sig kannski verðugur tilgangur þess!



Fjölmargar heimildir eru til um Stonehenge, bækur, greinar og efni á Netinu. Hér verður getið nokkurra sem nýttust þessu svari sérstaklega og svalað gætu fróðleiksfýsn lesenda:

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:
  • Hvað er Stonehenge? (Arna Sigurðardóttir)
  • Af hverju var Stonehenge byggt? (Arnar Valsson)
  • Hvað er Stonehenge? Hverjir byggðu Stonehenge? Til hvers var það byggt? (Fannar Páll Aðalsteinsson)
  • Segja ekki sumir vísindamenn að Stonehenge geti verið allt að 7-12 þúsund ára gamall byggingastaður? (Þór Fjalar)
...