Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru mörgæsir í útrýmingarhættu?

Jón Már Halldórsson

Stofnar núlifandi mörgæsa eru misvel á sig komnir. Sumar tegundir, til dæmis macaronimörgæsin, telja nokkrar milljónir einstaklinga en öðrum tegundum hefur hrakað svo að þær eru komnar á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Í opinberum gagnabanka um dýr í útrýmingarhættu (e. Red Data Book) eru 12 mörgæsategundir taldar vera í útrýmingarhættu, mismikilli þó. Alls eru mörgæsategundirnar 17 eða 18, en betur er fjallað um það í svari sama höfundar við spurningunni Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?

Þær tegundir sem á listanum eru:
  1. Klettahopparinn (Eudyptes chysocome). Samkvæmt stofnvistfræðirannsóknum hefur þessari tegund fækkað um 24% á síðastliðnum 30 árum og er stofn hennar nú flokkaður sem viðkvæmur (e. vulnerable).


  2. Macaronimörgæs (Eudyptes chrysolophus), en henni hefur fækkað mjög á undanförnum þremur áratugum eða um 36% og er nú talin vera í hættu (e. endangered).


  3. Fjarðarlandsmörgæsin (Eudyptes pachyrhynchus) er í viðkvæmu ásigkomulagi eins og sakir standa nú en stofninn hefur minnkað um 20% á síðastliðnum 45 árum.


  4. Snörumörgæs (Eudyptes robustus) hefur ekki hrakað neitt á síðastliðnum áratugum en tegundin er mjög fágæt og lifir aðallega á einum litlum eyjaklasa.


  5. Aðalsmörgæs (Eudyptes schlegeli). Heldur sig á mjög takmörkuðu svæði og er afar viðkvæm fyrir hvers kyns raski. Stofninn hefur verið stöðugur á undanförnum áratugum en er talinn viðkvæmur.


  6. Kambmörgæs (Eudyptes sclateri) hefur fækkað mjög á undanförnum 45 árum eða um allt að 50%. Hún er því í hættu á algjörum útdauða í nánustu framtíð.


  7. Gulaugnamörgæs (Megadyptes antipodes). Stofninn hefur verið stöðugur en smár á undanförnum áratugum og verpir hún aðeins á einum stað og er því afar viðkvæm.


  8. Gentoo mörgæs (Pygoscelis papua) er í hættu.


  9. Afríska mörgæsin (Spheniscus demersus) er í viðkvæmu ásigkomulagi. Stofni hennar hefur hrakað vegna ólöglegrar eggjatöku og búsvæðaröskunnar á undanförnum áratugum. Með áframhaldandi röskun telja líffræðingar að þessi tegund hverfi alveg á næstu 70 árum.


  10. Humboldt-mörgæsin (Spheniscus humboldti). Þrátt fyrir miklar sveiflur í heildarstofnstærð tegundarinnar sjást þess merki að stofnstærðin fari minnkandi. Auk þess hefur varpsvæðum farið mjög fækkandi. Tegundin telst því nú vera viðkvæm.


  11. Magellan-mörgæsin (Spheniscus magellanicus) hefur orðið fyrir einhverri aðþrengingu og stofninum hrakað lítillega á undanförnum áratugum og hefur nú lágt hættumat (e. low risk).


  12. Galapagosmörgæsin (Spheniscus mendiculus) gengur í gegnum miklar sveiflur á nokkurra ára fresti vegna sveiflna sem verða í vistkerfi Kyrrahafsins, að öllum líkindum vegna El nino veðurfyrirbærisins. Að frátöldum sveiflunum er talið að stofninum hafi hrakað talsvert á síðastliðnum 30 árum og er því talinn í hættu. Tegundin er líka afar einstaklingsfátæk sem gerir hana mjög viðkvæma fyrir raski.
Þó að sumar tegundirnar telji þúsundir einstaklinga, til dæmis aðalsmörgæsin, þá fer þessi listi eftir því hver stofnþróunin hefur verið á undanförnum áratugum eða síðastliðnar þrjár kynslóðir og ef þróunin verður sem horfir er líklegt að þessar tegundir deyji út á næstu áratugum. Af þessum 12 tegundum teljast 7 tegundir hafa flokkunina viðkvæmar, 4 tegundir taldar í nokkurri hættu á útdauða í nánustu framtíð (e. endangered) og ein tegund hefur lágt hættumat (e. low risk) en þá ber að fylgjast með viðgangi tegundarinnar. Þegar tegundir eru skilgreindar viðkvæmar (e. vulnerable) eru þær ekki í útrýmingarhættu nú um stundir en miklar líkur á þær verði það í framtíðinni. Þannig ber að fylgjast náið með ástandi tegundarinnar og reyna að fyrirbyggja að hún eigi útdauða á hættu.

Við getum því sagt að fjórar tegundir mörgæsa (með rauðu letri) séu í mikilli hættu á útdauða í nánustu framtíð.

Heimildir:
  • Rauði listi alþjóðasamtaka um vernd náttúrunnar (IUCN)
  • Stattersfield, Alison og Capper, David R. (ritstjórar). Threatened Birds of the World. Birdlife International, Barcelona og Cambridge, 2000.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.6.2003

Spyrjandi

Katrín Birgisdóttir, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru mörgæsir í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3492.

Jón Már Halldórsson. (2003, 11. júní). Eru mörgæsir í útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3492

Jón Már Halldórsson. „Eru mörgæsir í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3492>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru mörgæsir í útrýmingarhættu?
Stofnar núlifandi mörgæsa eru misvel á sig komnir. Sumar tegundir, til dæmis macaronimörgæsin, telja nokkrar milljónir einstaklinga en öðrum tegundum hefur hrakað svo að þær eru komnar á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Í opinberum gagnabanka um dýr í útrýmingarhættu (e. Red Data Book) eru 12 mörgæsategundir taldar vera í útrýmingarhættu, mismikilli þó. Alls eru mörgæsategundirnar 17 eða 18, en betur er fjallað um það í svari sama höfundar við spurningunni Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?

Þær tegundir sem á listanum eru:
  1. Klettahopparinn (Eudyptes chysocome). Samkvæmt stofnvistfræðirannsóknum hefur þessari tegund fækkað um 24% á síðastliðnum 30 árum og er stofn hennar nú flokkaður sem viðkvæmur (e. vulnerable).


  2. Macaronimörgæs (Eudyptes chrysolophus), en henni hefur fækkað mjög á undanförnum þremur áratugum eða um 36% og er nú talin vera í hættu (e. endangered).


  3. Fjarðarlandsmörgæsin (Eudyptes pachyrhynchus) er í viðkvæmu ásigkomulagi eins og sakir standa nú en stofninn hefur minnkað um 20% á síðastliðnum 45 árum.


  4. Snörumörgæs (Eudyptes robustus) hefur ekki hrakað neitt á síðastliðnum áratugum en tegundin er mjög fágæt og lifir aðallega á einum litlum eyjaklasa.


  5. Aðalsmörgæs (Eudyptes schlegeli). Heldur sig á mjög takmörkuðu svæði og er afar viðkvæm fyrir hvers kyns raski. Stofninn hefur verið stöðugur á undanförnum áratugum en er talinn viðkvæmur.


  6. Kambmörgæs (Eudyptes sclateri) hefur fækkað mjög á undanförnum 45 árum eða um allt að 50%. Hún er því í hættu á algjörum útdauða í nánustu framtíð.


  7. Gulaugnamörgæs (Megadyptes antipodes). Stofninn hefur verið stöðugur en smár á undanförnum áratugum og verpir hún aðeins á einum stað og er því afar viðkvæm.


  8. Gentoo mörgæs (Pygoscelis papua) er í hættu.


  9. Afríska mörgæsin (Spheniscus demersus) er í viðkvæmu ásigkomulagi. Stofni hennar hefur hrakað vegna ólöglegrar eggjatöku og búsvæðaröskunnar á undanförnum áratugum. Með áframhaldandi röskun telja líffræðingar að þessi tegund hverfi alveg á næstu 70 árum.


  10. Humboldt-mörgæsin (Spheniscus humboldti). Þrátt fyrir miklar sveiflur í heildarstofnstærð tegundarinnar sjást þess merki að stofnstærðin fari minnkandi. Auk þess hefur varpsvæðum farið mjög fækkandi. Tegundin telst því nú vera viðkvæm.


  11. Magellan-mörgæsin (Spheniscus magellanicus) hefur orðið fyrir einhverri aðþrengingu og stofninum hrakað lítillega á undanförnum áratugum og hefur nú lágt hættumat (e. low risk).


  12. Galapagosmörgæsin (Spheniscus mendiculus) gengur í gegnum miklar sveiflur á nokkurra ára fresti vegna sveiflna sem verða í vistkerfi Kyrrahafsins, að öllum líkindum vegna El nino veðurfyrirbærisins. Að frátöldum sveiflunum er talið að stofninum hafi hrakað talsvert á síðastliðnum 30 árum og er því talinn í hættu. Tegundin er líka afar einstaklingsfátæk sem gerir hana mjög viðkvæma fyrir raski.
Þó að sumar tegundirnar telji þúsundir einstaklinga, til dæmis aðalsmörgæsin, þá fer þessi listi eftir því hver stofnþróunin hefur verið á undanförnum áratugum eða síðastliðnar þrjár kynslóðir og ef þróunin verður sem horfir er líklegt að þessar tegundir deyji út á næstu áratugum. Af þessum 12 tegundum teljast 7 tegundir hafa flokkunina viðkvæmar, 4 tegundir taldar í nokkurri hættu á útdauða í nánustu framtíð (e. endangered) og ein tegund hefur lágt hættumat (e. low risk) en þá ber að fylgjast með viðgangi tegundarinnar. Þegar tegundir eru skilgreindar viðkvæmar (e. vulnerable) eru þær ekki í útrýmingarhættu nú um stundir en miklar líkur á þær verði það í framtíðinni. Þannig ber að fylgjast náið með ástandi tegundarinnar og reyna að fyrirbyggja að hún eigi útdauða á hættu.

Við getum því sagt að fjórar tegundir mörgæsa (með rauðu letri) séu í mikilli hættu á útdauða í nánustu framtíð.

Heimildir:
  • Rauði listi alþjóðasamtaka um vernd náttúrunnar (IUCN)
  • Stattersfield, Alison og Capper, David R. (ritstjórar). Threatened Birds of the World. Birdlife International, Barcelona og Cambridge, 2000.
...