Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar?

Ingunn Gunnarsdóttir

Í spurningunni er ekki tekið fram hvernig ferðast skuli til Úranusar, þannig að við skulum skoða nokkra möguleika, fáránlega jafn sem hugsanlega, til þess.

Til að stytta ferðalagið verður að stefna á að hitta á Úranus þegar hann er næstur jörðu, en þá er fjarlægðin um 2.721.390.000 km.



Ef við ætluðum okkur að ganga til Úranusar (en áður hefur verið spurt um hér á Vísindavefnum hve langan tíma tæki að ganga til Plútó), getum við hugsað okkur að gönguhraðinn væri svipaður í geimnum og á jörðu niðri, eða um 5 km/klst. Þá tæki gangan 544.278.000 klst eða 32.656.680.000 mínútur ef stöðugt væri haldið áfram og ekki stöðvað til hvíldar eða svefns. Miðað við átta tíma hvíld á dag tæki ferðalagið um það bil 48.985.020.000 mínútur. Það samsvarar 816.417.000 klst, 34.017.375 dögum, eða um 94.000 árum. Slíkur fararmáti virðist ekki gáfulegur miðað við tækni nútímans þannig að við skulum snúa okkur að öðrum möguleikum.

Eðlilegur flughraði Concorde-þotu, hraðskreiðustu farþegaþotu heims, er nálægt tvöföldum hljóðhraða, eða 2.150 km/klst. Ef hægt væri að fljúga Concorde í geimnum, sem er álíka vandkvæðum bundið og gangan vegna þess að hreyflar þotunnar þurfa andrúmsloft til að knýja sig áfram, væri hún 1.265.763 klst á leiðinni, eða 75.945.780 mínútur. Talið í árum og mánuðum, um það bil 144 ár og sex mánuðir. Líklegt er að nauðsynlegur búnaður til að lifa af í geimnum kæmist ekki fyrir í þotunni, en annars væri um nokkuð þægilegan ferðamáta að ræða ef maður hefði nógan tíma! Lífaldur manna myndi einnig aðeins leyfa annarri eða þriðju kynslóð ferðalanganna að ná til Úranusar.

Þriðji möguleikinn væri að nýta sér tæknina eins og hún gerist best í dag og ferðast með geimskutlu eða geimflaug. Slíkar mannaðar flaugar hafa ekki farið lengra en til tunglsins en ættu að geta náð hraðanum 27.360 km/klst (sporbaugshraða) með því að nýta sér þyngdarafl reikistjarnanna og kasta sér af einum sporbaug yfir á annan. Ferðalagið til Úranusar tæki á þennan hátt 99.466 klst, eða 5.967.960 mínútur. Það jafngildir hinum viðráðanlega tíma 11 árum og 4 mánuðum ef áhuginn væri virkilega fyrir hendi.

Mesti hraði sem við vitum um er hraði ljóssins. Hvort hægt sé að ná honum er allt annað mál. Miðað við töluna 2,9979*105 km/s, eins og eðlisfræðingar vilja tákna ljóshraðann, er ljósið 9.077,58 sekúndur á leiðinni frá jörðu til Úranusar, eða 151 mínútu og 20 sekúndur um það bil. Ferðatíminn tveir og hálfur klukkutími til Úranusar væri því eins og að keyra á milli Reykjavíkur og Blönduóss í góðu færi!

Heimildir og myndir:



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

grunnskólanemi í Digranesskóla

Útgáfudagur

16.12.2002

Spyrjandi

Stefán F. Benonýsson, f. 1990

Tilvísun

Ingunn Gunnarsdóttir. „Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2959.

Ingunn Gunnarsdóttir. (2002, 16. desember). Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2959

Ingunn Gunnarsdóttir. „Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2959>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað tekur margar mínútur að fara til Úranusar?
Í spurningunni er ekki tekið fram hvernig ferðast skuli til Úranusar, þannig að við skulum skoða nokkra möguleika, fáránlega jafn sem hugsanlega, til þess.

Til að stytta ferðalagið verður að stefna á að hitta á Úranus þegar hann er næstur jörðu, en þá er fjarlægðin um 2.721.390.000 km.



Ef við ætluðum okkur að ganga til Úranusar (en áður hefur verið spurt um hér á Vísindavefnum hve langan tíma tæki að ganga til Plútó), getum við hugsað okkur að gönguhraðinn væri svipaður í geimnum og á jörðu niðri, eða um 5 km/klst. Þá tæki gangan 544.278.000 klst eða 32.656.680.000 mínútur ef stöðugt væri haldið áfram og ekki stöðvað til hvíldar eða svefns. Miðað við átta tíma hvíld á dag tæki ferðalagið um það bil 48.985.020.000 mínútur. Það samsvarar 816.417.000 klst, 34.017.375 dögum, eða um 94.000 árum. Slíkur fararmáti virðist ekki gáfulegur miðað við tækni nútímans þannig að við skulum snúa okkur að öðrum möguleikum.

Eðlilegur flughraði Concorde-þotu, hraðskreiðustu farþegaþotu heims, er nálægt tvöföldum hljóðhraða, eða 2.150 km/klst. Ef hægt væri að fljúga Concorde í geimnum, sem er álíka vandkvæðum bundið og gangan vegna þess að hreyflar þotunnar þurfa andrúmsloft til að knýja sig áfram, væri hún 1.265.763 klst á leiðinni, eða 75.945.780 mínútur. Talið í árum og mánuðum, um það bil 144 ár og sex mánuðir. Líklegt er að nauðsynlegur búnaður til að lifa af í geimnum kæmist ekki fyrir í þotunni, en annars væri um nokkuð þægilegan ferðamáta að ræða ef maður hefði nógan tíma! Lífaldur manna myndi einnig aðeins leyfa annarri eða þriðju kynslóð ferðalanganna að ná til Úranusar.

Þriðji möguleikinn væri að nýta sér tæknina eins og hún gerist best í dag og ferðast með geimskutlu eða geimflaug. Slíkar mannaðar flaugar hafa ekki farið lengra en til tunglsins en ættu að geta náð hraðanum 27.360 km/klst (sporbaugshraða) með því að nýta sér þyngdarafl reikistjarnanna og kasta sér af einum sporbaug yfir á annan. Ferðalagið til Úranusar tæki á þennan hátt 99.466 klst, eða 5.967.960 mínútur. Það jafngildir hinum viðráðanlega tíma 11 árum og 4 mánuðum ef áhuginn væri virkilega fyrir hendi.

Mesti hraði sem við vitum um er hraði ljóssins. Hvort hægt sé að ná honum er allt annað mál. Miðað við töluna 2,9979*105 km/s, eins og eðlisfræðingar vilja tákna ljóshraðann, er ljósið 9.077,58 sekúndur á leiðinni frá jörðu til Úranusar, eða 151 mínútu og 20 sekúndur um það bil. Ferðatíminn tveir og hálfur klukkutími til Úranusar væri því eins og að keyra á milli Reykjavíkur og Blönduóss í góðu færi!

Heimildir og myndir:



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...