Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það er rétt að ljóshraðinn er nálægt þessari einföldu tölu þegar við skrifum hann samkvæmt metrakerfinu sem við notum í mælingum og tugakerfinu sem við notum venjulega til að skrifa tölur. Ef spyrjandi á við þetta tölulega atriði er hins vegar rétt að upplýsa að vísindamenn líta yfirleitt á það sem algera tilviljun enda er gildið ekki nákvæmlega 300.000 km/s heldur 2,997.924.58*105 km/s, og þetta er einmitt einn af þeim fastatölum vísindanna (constants) sem er hvað best þekktur. En af þeirri tölu sjáum við að að ljóshraðinn tekur því aðeins gildið sem nefnt er í spurningunni að verið sé að sýna töluna með þremur marktækum stöfum. Ef hún er sýnd með fjórum stöfum ber okkur að skrifa 2,998*105 en ekki 3,000*105. Eins og ýjað var að hér á undan er talan auk þess órjúfanlega háð einingakerfinu og talnakerfinu.
En þetta er kannski ekki helsta undrunarefni spyrjanda heldur hitt að ljóshraðinn skuli hafa einmitt þetta gildi sem er til dæmis svona stórt. Þeirri spurningu má svara svipað og sumum öðrum, með því að spyrja á móti "Af hverju ekki?" Við værum sem sé engu bættari þó að ljóshraðinn hefði eitthvert annað gildi og gætum þá allt eins spurt hvers vegna hann hefði það gildi. Þetta er svipað og við höfum þegar rakið í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju getur ljósið ferðast svona hratt?