Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju stundaði Ídí Amín mannát?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Ekki eru til neinar staðfestar heimildir um mannát Ídí Amíns og þess vegna væri líklega réttarara að spyrja spurningarinnar: af hverju spunnust sagnir um það að Ídí Amín hafi verið mannæta?

Það er ekki óalgengt að um ýmis illmenni sögunnar fari á kreik sögur um hræðileg voðaverk þeirra, til að mynda að þeir éti aðra menn. Í tímaritinu Réttur: Fræðslurit um félagsmál og mannréttindi sem kom út hér á landi árið 1942 er til að mynda vitnað til þess að í 'blaðaviðtali við tyrkneskan herforingja' hafi 'mannætan Hitler sagt' eitt og annað. Varla er rétt að taka þessu bókstaflega, ekki síst þar sem Hitler virðist hafa aðhyllst grænmetisfæði að mestu síðustu 14 æviár sín. En í yfirfærðri merkingu má segja að þessi nafngift Hitlers eigi rétt á sér og sama mætti eflaust segja um Ídí Amín sem talinn er bera ábyrgð á dauða nokkur hundruð þúsund manns í Úganda.

Einfalt svar við spurningunni af hverju sagnir spunnust um mannát Ídí Amíns er þess vegna að það tilheyrir orðræðu og tungutaki sem við notum um illmenni að þau séu mannætur. Eitt af því hræðilegasta sem hægt er að segja um aðra er að þeir séu mannætur. En eflaust hefur Ídí Amín ekki reynt að draga úr þeim sögnum, heldur frekar ýtt undir slíkt tal.


Hans æruverðuga hátign Ídí Amín.

Í erlendum tungumálum eru notuð orðin 'anthropophagi' og 'cannibal' um mannætur. Fyrra orðið er komið úr grísku og merkir beinlínis 'sá sem étur menn', en seinna orðið er komið úr handskrifuðum útdrætti Bartólómeusar de Las Casas úr dagbók Kristófers Kólumbusar. Útdrátturinn var líklega gerður árið 1552. Þar á orðið 'canibales' við um ættbálk sem Kólumbus segist hafa heyrt af hjá svonefndum Arawak-indíánum. Ýmsir hafa dregið trúverðugleika þessarar frásagnar af mannætuættbálki í efa, meðal annars vegna þess að Kólumbus kunni afar lítið í tungumáli Arawak-indíana. Hann hafði í mesta lagi sex vikna þjálfun í þeirri tungu.

Um mannát Ídí Amíns og önnur voðaverk er það að segja að hann var talinn hafa étið son sinn, en sá siður er algengt minni í heimsbókmenntun, og að auki sundurlimaði hann eina af eiginkonum sínum. Einnig átti hann að iðka blóðugar fórnarathafnir Kakwa-ættbálksins. Amín var harðvítugur andstæðingur Ísraelsmanna og að sögn sendi hann Golda Meir, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, skeyti þar sem hann harmar að Hitler skyldi ekki hafa tekist að útrýma öllum Gyðingum.

Ídí Amín komst til valda í Úganda árið 1971, en 20 árum fyrr hafði hann orðið úgandskur hnefaleikameistari í léttiþungavigt og þeim titli hélt hann í níu ár. Margir telja fullvíst að Amín hafi verið haldinn mikilmennskubrjálæði og ýmislegt bendir til þess. Sjálfur kaus hann að titla sig svona:
Hans æruverðuga hátign, forseti til lífstíðar og ofursti Al Hadjí, Doktor Ídí Amín, VC, DSO, MC, drottnari allra lifandi skepna og fiska sjávarins og sigurvegari breska heimsveldisins í Afríku og sérstaklega í Úganda.
Ídí Amín missti völd í apríl 1979 þegar hermenn frá Tansaníu náðu Kampala höfuðborg Úganda á sitt vald með hjálp úgandskra uppreisnarmanna. Amín flýði þá til Líbíu og fór síðan til Sádí-Arabíu þar sem hann heldur enn til, nálægt höfuðborginni Jedda [lést 16. ágúst 2003]. Enn í dag spretta upp sögusagnir af Amín, meðal annars eru íslenskir flugþjónar í pílagrímaflugi á vegum flugfélagsins Atlanta fullvissir um þeir hafi séð fyrrum einræðisherrann í líkamsræktarstöð í Jedda.

Árið 1974 gerði leikstjórinn Barbet Schroeder heimildarmynd um Ídí Amín. Í myndinni er hægt að hlýða á harðstjórann leika frumsamda tónlist á dragspil.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.8.2002

Spyrjandi

Arnór Davíðsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju stundaði Ídí Amín mannát?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2659.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2002, 21. ágúst). Af hverju stundaði Ídí Amín mannát? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2659

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju stundaði Ídí Amín mannát?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2659>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju stundaði Ídí Amín mannát?
Ekki eru til neinar staðfestar heimildir um mannát Ídí Amíns og þess vegna væri líklega réttarara að spyrja spurningarinnar: af hverju spunnust sagnir um það að Ídí Amín hafi verið mannæta?

Það er ekki óalgengt að um ýmis illmenni sögunnar fari á kreik sögur um hræðileg voðaverk þeirra, til að mynda að þeir éti aðra menn. Í tímaritinu Réttur: Fræðslurit um félagsmál og mannréttindi sem kom út hér á landi árið 1942 er til að mynda vitnað til þess að í 'blaðaviðtali við tyrkneskan herforingja' hafi 'mannætan Hitler sagt' eitt og annað. Varla er rétt að taka þessu bókstaflega, ekki síst þar sem Hitler virðist hafa aðhyllst grænmetisfæði að mestu síðustu 14 æviár sín. En í yfirfærðri merkingu má segja að þessi nafngift Hitlers eigi rétt á sér og sama mætti eflaust segja um Ídí Amín sem talinn er bera ábyrgð á dauða nokkur hundruð þúsund manns í Úganda.

Einfalt svar við spurningunni af hverju sagnir spunnust um mannát Ídí Amíns er þess vegna að það tilheyrir orðræðu og tungutaki sem við notum um illmenni að þau séu mannætur. Eitt af því hræðilegasta sem hægt er að segja um aðra er að þeir séu mannætur. En eflaust hefur Ídí Amín ekki reynt að draga úr þeim sögnum, heldur frekar ýtt undir slíkt tal.


Hans æruverðuga hátign Ídí Amín.

Í erlendum tungumálum eru notuð orðin 'anthropophagi' og 'cannibal' um mannætur. Fyrra orðið er komið úr grísku og merkir beinlínis 'sá sem étur menn', en seinna orðið er komið úr handskrifuðum útdrætti Bartólómeusar de Las Casas úr dagbók Kristófers Kólumbusar. Útdrátturinn var líklega gerður árið 1552. Þar á orðið 'canibales' við um ættbálk sem Kólumbus segist hafa heyrt af hjá svonefndum Arawak-indíánum. Ýmsir hafa dregið trúverðugleika þessarar frásagnar af mannætuættbálki í efa, meðal annars vegna þess að Kólumbus kunni afar lítið í tungumáli Arawak-indíana. Hann hafði í mesta lagi sex vikna þjálfun í þeirri tungu.

Um mannát Ídí Amíns og önnur voðaverk er það að segja að hann var talinn hafa étið son sinn, en sá siður er algengt minni í heimsbókmenntun, og að auki sundurlimaði hann eina af eiginkonum sínum. Einnig átti hann að iðka blóðugar fórnarathafnir Kakwa-ættbálksins. Amín var harðvítugur andstæðingur Ísraelsmanna og að sögn sendi hann Golda Meir, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, skeyti þar sem hann harmar að Hitler skyldi ekki hafa tekist að útrýma öllum Gyðingum.

Ídí Amín komst til valda í Úganda árið 1971, en 20 árum fyrr hafði hann orðið úgandskur hnefaleikameistari í léttiþungavigt og þeim titli hélt hann í níu ár. Margir telja fullvíst að Amín hafi verið haldinn mikilmennskubrjálæði og ýmislegt bendir til þess. Sjálfur kaus hann að titla sig svona:
Hans æruverðuga hátign, forseti til lífstíðar og ofursti Al Hadjí, Doktor Ídí Amín, VC, DSO, MC, drottnari allra lifandi skepna og fiska sjávarins og sigurvegari breska heimsveldisins í Afríku og sérstaklega í Úganda.
Ídí Amín missti völd í apríl 1979 þegar hermenn frá Tansaníu náðu Kampala höfuðborg Úganda á sitt vald með hjálp úgandskra uppreisnarmanna. Amín flýði þá til Líbíu og fór síðan til Sádí-Arabíu þar sem hann heldur enn til, nálægt höfuðborginni Jedda [lést 16. ágúst 2003]. Enn í dag spretta upp sögusagnir af Amín, meðal annars eru íslenskir flugþjónar í pílagrímaflugi á vegum flugfélagsins Atlanta fullvissir um þeir hafi séð fyrrum einræðisherrann í líkamsræktarstöð í Jedda.

Árið 1974 gerði leikstjórinn Barbet Schroeder heimildarmynd um Ídí Amín. Í myndinni er hægt að hlýða á harðstjórann leika frumsamda tónlist á dragspil.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...