Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann?

Heiða María Sigurðardóttir

Yfirleitt er talið að Kristófer Kólumbus hafi fæðst árið 1451 í hafnarborginni Genúa eða í nágrenni hennar í norðvesturhluta Ítalíu, en þjóðerni hans er nokkuð umdeilt. Kólumbus er einn kunnasti sæfari allra tíma. Hann ferðaðist mikið um Atlantshafið og Miðjarðarhafið áður en hann fór í Ameríkuferðirnar, sem hann varð frægastur fyrir, á árunum 1492-1502. Sumir telja að hann hafi komið til Íslands og alltént er vitað að hann hafði góðar upplýsingar um landið og hafið kringum það.

Kristófer Kólumbus (um 1451-1506). Málverk eftir Sebastiano del Piombo.

Á yngri árum vann Kólumbus fyrst með föður sínum við verslun með ull og verkun hennar. Seinna fór hann á sjó og fékk meðal annars pláss á verslunarskipi. Úti fyrir ströndum Portúgals var ráðist á skipið en Kólumbus komst í land, heill á húfi.

Kólumbus settist að í Lissabon árið 1476. Þar fór hann að búa sig undir lengri sjóferðir og safnaði meðal annars hvers kyns upplýsingum um alla staðhætti við Atlantshafið.

Evrópumenn höfðu lengi verslað við Asíulönd eins og Indland og Kína og fengið frá þeim vörur á borð við silki og krydd. Fram að þessum tíma höfðu þeir farið landleiðina, en þegar hér var komið sögu var landleiðin svo til lokuð sökum deilna kristinna Evrópumanna við múslíma. Meðal annars af þessum ástæðum voru uppi hugmyndir um að fara frekar sjóleiðina í austurátt. Kólumbus vissi aftur á móti, eins og flestir upplýstir menn á þessum tíma, að jörðin var hnöttótt. Því ætti að vera hægt að koma að Asíu hinum megin frá með því að halda í vestur yfir Atlantshafið.

Til að hrinda hugmynd sinni í framkvæmd sóttist Kólumbus eftir stuðningi Joãos (Jóns eða Jóhannesar) II konungs Portúgals árið 1484 en varð ekki ágengt. Hann hélt því á fund Ferdínands og Ísabellu, konungs og drottningar Spánar, árið 1486. Þau höfðu takmarkaða trú á verkefninu og neituðu honum fyrst um sinn um aðstoð, en samþykktu loks árið 1492 að styrkja hann til ferðarinnar.

Endurgerð af skipum Kólumbusar, Niñu, Pintu og Sankti Maríu.

Kólumbus gat nú loksins orðið sér úti um þrjú skip – Niñu, Pintu og Sankti Maríu – og ráðið til sín áhöfn í bænum Palos. Hann sigldi úr höfn 3. ágúst árið 1492 og við tók löng og ströng sjóferð sem lauk loks þegar skipin komu að landi á Bahamaeyjum í Karíbahafi, 12. október 1492. Ameríkuferðirnar, sem urðu alls fjórar, áttu eftir að skrá nafn Kólumbusar á spjöld sögunnar. Með þeim tengdust saman tveir heimar og grunnur var lagður að útrás Evrópumanna til vesturs.

Kólumbus lést í borginni Valladolid á Spáni 20. maí árið 1506. Allt til dánardags trúði hann því að honum hefði tekist ætlunarverk sitt að fara vesturleiðina til „Indía“ í Asíu.

Heimildir, frekara lesefni og myndir:

Upphaflega var spurningin svona:

Hver var Kristófer Kólumbus, hvar fæddist hann og hvað var svona merkilegt við hann?

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

3.2.2006

Síðast uppfært

30.10.2024

Spyrjandi

Hilmar Á. Björnsson

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2006, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5613.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 3. febrúar). Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5613

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2006. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5613>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann?
Yfirleitt er talið að Kristófer Kólumbus hafi fæðst árið 1451 í hafnarborginni Genúa eða í nágrenni hennar í norðvesturhluta Ítalíu, en þjóðerni hans er nokkuð umdeilt. Kólumbus er einn kunnasti sæfari allra tíma. Hann ferðaðist mikið um Atlantshafið og Miðjarðarhafið áður en hann fór í Ameríkuferðirnar, sem hann varð frægastur fyrir, á árunum 1492-1502. Sumir telja að hann hafi komið til Íslands og alltént er vitað að hann hafði góðar upplýsingar um landið og hafið kringum það.

Kristófer Kólumbus (um 1451-1506). Málverk eftir Sebastiano del Piombo.

Á yngri árum vann Kólumbus fyrst með föður sínum við verslun með ull og verkun hennar. Seinna fór hann á sjó og fékk meðal annars pláss á verslunarskipi. Úti fyrir ströndum Portúgals var ráðist á skipið en Kólumbus komst í land, heill á húfi.

Kólumbus settist að í Lissabon árið 1476. Þar fór hann að búa sig undir lengri sjóferðir og safnaði meðal annars hvers kyns upplýsingum um alla staðhætti við Atlantshafið.

Evrópumenn höfðu lengi verslað við Asíulönd eins og Indland og Kína og fengið frá þeim vörur á borð við silki og krydd. Fram að þessum tíma höfðu þeir farið landleiðina, en þegar hér var komið sögu var landleiðin svo til lokuð sökum deilna kristinna Evrópumanna við múslíma. Meðal annars af þessum ástæðum voru uppi hugmyndir um að fara frekar sjóleiðina í austurátt. Kólumbus vissi aftur á móti, eins og flestir upplýstir menn á þessum tíma, að jörðin var hnöttótt. Því ætti að vera hægt að koma að Asíu hinum megin frá með því að halda í vestur yfir Atlantshafið.

Til að hrinda hugmynd sinni í framkvæmd sóttist Kólumbus eftir stuðningi Joãos (Jóns eða Jóhannesar) II konungs Portúgals árið 1484 en varð ekki ágengt. Hann hélt því á fund Ferdínands og Ísabellu, konungs og drottningar Spánar, árið 1486. Þau höfðu takmarkaða trú á verkefninu og neituðu honum fyrst um sinn um aðstoð, en samþykktu loks árið 1492 að styrkja hann til ferðarinnar.

Endurgerð af skipum Kólumbusar, Niñu, Pintu og Sankti Maríu.

Kólumbus gat nú loksins orðið sér úti um þrjú skip – Niñu, Pintu og Sankti Maríu – og ráðið til sín áhöfn í bænum Palos. Hann sigldi úr höfn 3. ágúst árið 1492 og við tók löng og ströng sjóferð sem lauk loks þegar skipin komu að landi á Bahamaeyjum í Karíbahafi, 12. október 1492. Ameríkuferðirnar, sem urðu alls fjórar, áttu eftir að skrá nafn Kólumbusar á spjöld sögunnar. Með þeim tengdust saman tveir heimar og grunnur var lagður að útrás Evrópumanna til vesturs.

Kólumbus lést í borginni Valladolid á Spáni 20. maí árið 1506. Allt til dánardags trúði hann því að honum hefði tekist ætlunarverk sitt að fara vesturleiðina til „Indía“ í Asíu.

Heimildir, frekara lesefni og myndir:

Upphaflega var spurningin svona:

Hver var Kristófer Kólumbus, hvar fæddist hann og hvað var svona merkilegt við hann?
...