Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?

Ulrika Andersson

Mesti hraði sem mannað farartæki hefur náð er tæplega 40.000 kílómetrar á klukkustund (km/klst). Það gerðist á sjöunda og áttunda áratugnum þegar stjórnför Apolló-geimflauganna voru á leið til jarðar. Mestum hraða náði stjórnfar frá Apolló 10 eða um 39.740 km/klst. Sennilegt er að rússneskar geimflaugar hafa einnig náð svipuðum hraða á leið sinni til jarðar.

Í byrjun sjöunda áratugarins settu Bandaríkjamenn af stað svokallaða Apolló-áætlun með það að markmiði að senda mannað geimfar til tunglsins. Apolló-flaugarnar litu út eins og eldflaugar og skiptust í þrjá hluta. Fremst var þriggja manna stjórnfar (Command Module), þá hreyfilhluti (Service Module) og aftast var tveggja manna tunglfar (Lunar Module). Stjórnfarið var eini hluti Apolló-geimflauganna sem sneri aftur til jarðar; aðrir hlutar voru losaðir frá í geimnum áður en lagt var af stað inn í lofthjúpinn.

Vegna hins mikla hraða stjórnfaranna gegnum gufuhvolf jarðar myndaðist mótstaða eða núningur. Hitinn sem myndaðist vegna núningsins gat verið allt að 3000 selsíusstig. Til þess að áhöfnin kæmist heilu og höldnu gegnum lofthjúpinn var stjórnfarið því allt klætt með hitahlífum. Þegar nær dró jörðu voru notaðar stórar fallhlífar til að draga úr hraða og gera lendinguna mjúka. Bandaríkjamenn lentu helst í sjó en Rússar völdu að lenda í eyðimörk.

Fyrstu Apolló-geimflaugarnar fóru ómannaðar á braut um jörðu. Fyrsta mannaða Apolló-geimflaugin var Apolló 7 sem skotið var á braut umhverfis jörðu árið 1968. Þann 20. júlí 1969 urðu Bandaríkjamennirnir Neil Armstrong og Edwin Aldrin fyrstir manna til að stíga fæti á tunglið. Farartæki þeirra var tunglfar Apollós 11. Á næstu þremur árum lentu fimm tunglferjur frá Apolló-geimflaugum á tunglinu.

Í dag eru notaðar geimferjur sem líkjast þotum með litlum vængum. Þessar geimferjur fara mun hægar gegnum lofthjúpinn en stjórnför Apolló-flauganna gerðu áður og er þeim lent á svipaðan hátt og þotum. Geimferjurnar er hægt að nota aftur en geimflaugarnar var einungis hægt að nota einu sinni þar sem aðeins stjórnfarið kom aftur til jarðar.

Til þess að átta sig betur á þeim mikla hraða sem stjórnför Apolló-geimflauganna náðu má bera hann saman við mesta hraða sem flugvélar hafa náð. Mesti hraði Concorde-þotu, hraðskreiðustu farþegaþotu heims, er 2,04 Mach eða 2.180 km/klst (1 Mach jafngildir hljóðhraða – sjá svar Ögmundar Jónssona við spurningunni Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?).

Á sama tíma og verið var að þróa Apolló-geimflaugarnar var unnið að þróun bandarísku herflugvélarinnar X-15. Árið 1967 náði X-15 hraðanum 6,7 mach, eða 7.270 km/klst og hefur það hraðamet flugvélar ekki verið slegið. NASA er nú að þróa nýja flugvél sem vonast er til að geti náð hraðanum 7-10 Mach. Það er þó enn langt frá því hraðameti sem sett var af stjórnfari Apollós 10 árið 1969.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir: Af vefsetri NASA - Myndir frá Appolo 10

Höfundur

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

21.4.2002

Spyrjandi

Bjargmundur Halldórsson, f. 1986

Tilvísun

Ulrika Andersson. „Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2002, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2325.

Ulrika Andersson. (2002, 21. apríl). Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2325

Ulrika Andersson. „Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2002. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2325>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?
Mesti hraði sem mannað farartæki hefur náð er tæplega 40.000 kílómetrar á klukkustund (km/klst). Það gerðist á sjöunda og áttunda áratugnum þegar stjórnför Apolló-geimflauganna voru á leið til jarðar. Mestum hraða náði stjórnfar frá Apolló 10 eða um 39.740 km/klst. Sennilegt er að rússneskar geimflaugar hafa einnig náð svipuðum hraða á leið sinni til jarðar.

Í byrjun sjöunda áratugarins settu Bandaríkjamenn af stað svokallaða Apolló-áætlun með það að markmiði að senda mannað geimfar til tunglsins. Apolló-flaugarnar litu út eins og eldflaugar og skiptust í þrjá hluta. Fremst var þriggja manna stjórnfar (Command Module), þá hreyfilhluti (Service Module) og aftast var tveggja manna tunglfar (Lunar Module). Stjórnfarið var eini hluti Apolló-geimflauganna sem sneri aftur til jarðar; aðrir hlutar voru losaðir frá í geimnum áður en lagt var af stað inn í lofthjúpinn.

Vegna hins mikla hraða stjórnfaranna gegnum gufuhvolf jarðar myndaðist mótstaða eða núningur. Hitinn sem myndaðist vegna núningsins gat verið allt að 3000 selsíusstig. Til þess að áhöfnin kæmist heilu og höldnu gegnum lofthjúpinn var stjórnfarið því allt klætt með hitahlífum. Þegar nær dró jörðu voru notaðar stórar fallhlífar til að draga úr hraða og gera lendinguna mjúka. Bandaríkjamenn lentu helst í sjó en Rússar völdu að lenda í eyðimörk.

Fyrstu Apolló-geimflaugarnar fóru ómannaðar á braut um jörðu. Fyrsta mannaða Apolló-geimflaugin var Apolló 7 sem skotið var á braut umhverfis jörðu árið 1968. Þann 20. júlí 1969 urðu Bandaríkjamennirnir Neil Armstrong og Edwin Aldrin fyrstir manna til að stíga fæti á tunglið. Farartæki þeirra var tunglfar Apollós 11. Á næstu þremur árum lentu fimm tunglferjur frá Apolló-geimflaugum á tunglinu.

Í dag eru notaðar geimferjur sem líkjast þotum með litlum vængum. Þessar geimferjur fara mun hægar gegnum lofthjúpinn en stjórnför Apolló-flauganna gerðu áður og er þeim lent á svipaðan hátt og þotum. Geimferjurnar er hægt að nota aftur en geimflaugarnar var einungis hægt að nota einu sinni þar sem aðeins stjórnfarið kom aftur til jarðar.

Til þess að átta sig betur á þeim mikla hraða sem stjórnför Apolló-geimflauganna náðu má bera hann saman við mesta hraða sem flugvélar hafa náð. Mesti hraði Concorde-þotu, hraðskreiðustu farþegaþotu heims, er 2,04 Mach eða 2.180 km/klst (1 Mach jafngildir hljóðhraða – sjá svar Ögmundar Jónssona við spurningunni Hvað er Mach 1,0 mikill hraði í kílómetrum á klukkustund?).

Á sama tíma og verið var að þróa Apolló-geimflaugarnar var unnið að þróun bandarísku herflugvélarinnar X-15. Árið 1967 náði X-15 hraðanum 6,7 mach, eða 7.270 km/klst og hefur það hraðamet flugvélar ekki verið slegið. NASA er nú að þróa nýja flugvél sem vonast er til að geti náð hraðanum 7-10 Mach. Það er þó enn langt frá því hraðameti sem sett var af stjórnfari Apollós 10 árið 1969.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Myndir: Af vefsetri NASA - Myndir frá Appolo 10...