Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar á tunglinu lenti Apollo 11?

Sævar Helgi Bragason

Fyrsta tungllendingin fór fram á Kyrrðarhafinu (e. Sea of Tranquility) á 00,67408 breiddargráðu norður og 23,47297 lengdargráðu austur. Staðurinn er merktur inn á myndirnar hér neðar í svarinu.



Kyrrðarhafið var sérstaklega valið því það er fremur slétt svæði. Á því eru hins vegar tiltölulega margir gígar og þeir félagar Neil Armstrong og Buzz Aldrin um borð í tunglferjunni Erninum lentu nærri því ofan í einum þeirra. Nokkrum sekúndum fyrir lendinguna varð Armstrong að stíga á eldsneytisgjöfina og stýra ferjunni sjálfur yfir gíg sem er nokkuð stór, 180 metrar í þvermál og 30 metra djúpur og kallast West. Tunglferjan lenti því örugglega á yfirborði tunglsins, 6 km frá upphaflega áætluðum lendingarstað, og átti þá eftir eldsneyti sem myndi endast í 30 sekúndur til viðbótar. Það mátti því litlu muna að fyrsta tungllendingin endaði með ósköpum.




Apollo 11 tunglferjan lenti um það bil 400 metra vestur af West-gígnum og 20 km suð-suðvestur af gígnum Sabine D á suðvesturhluta Kyrrðarhafsins. Tunglyfirborðið á lendingarsvæðinu samanstóð af fínu bergi og einstaka bergmolum.

Lendingarstaðurinn er 41,5 km norð-norðaustur af vestuhöfða Kant-hásléttunnar, sem er næsta hálendisvæði. Surveyor 5 geimfarið er um það bil 25 km norð-norðvestur af lendingarsvæði Apollo 11 og árekstrargígurinn sem myndaðist þegar Ranger 8 tunglkönnuðurinn rakst á tunglið er 69 km norðaustur af lendingarstaðnum.

Sex klukkustundum eftir lendinguna þann 20. júlí, 1969, tók Neil Armstrong svo loks skrefið sitt fræga. Stuttu síðar fylgdi Buzz Aldrin í kjölfarið og varð þar með annar maður í sögunni til að stíga fæti á annan hnött en jörðina. Síðar fetuðu tíu aðrir geimfarar í fótspor þeirra en nánar má lesa um það í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?. Félagarnir tveir eyddu 21 klukkustund og 36 mínútum á hrörlegu en áhugaverðu yfirborði tunglsins og sneru heim til jarðar með 21,7 kg af tunglgrjóti, ásamt þriðja geimfaranum Michael Collins, sem dvaldi um borð í Kólumbíuferjunni á meðan tunglgöngunni stóð.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

18.7.2003

Spyrjandi

Bára Hlín Þorsteinsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvar á tunglinu lenti Apollo 11?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3590.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 18. júlí). Hvar á tunglinu lenti Apollo 11? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3590

Sævar Helgi Bragason. „Hvar á tunglinu lenti Apollo 11?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3590>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar á tunglinu lenti Apollo 11?
Fyrsta tungllendingin fór fram á Kyrrðarhafinu (e. Sea of Tranquility) á 00,67408 breiddargráðu norður og 23,47297 lengdargráðu austur. Staðurinn er merktur inn á myndirnar hér neðar í svarinu.



Kyrrðarhafið var sérstaklega valið því það er fremur slétt svæði. Á því eru hins vegar tiltölulega margir gígar og þeir félagar Neil Armstrong og Buzz Aldrin um borð í tunglferjunni Erninum lentu nærri því ofan í einum þeirra. Nokkrum sekúndum fyrir lendinguna varð Armstrong að stíga á eldsneytisgjöfina og stýra ferjunni sjálfur yfir gíg sem er nokkuð stór, 180 metrar í þvermál og 30 metra djúpur og kallast West. Tunglferjan lenti því örugglega á yfirborði tunglsins, 6 km frá upphaflega áætluðum lendingarstað, og átti þá eftir eldsneyti sem myndi endast í 30 sekúndur til viðbótar. Það mátti því litlu muna að fyrsta tungllendingin endaði með ósköpum.




Apollo 11 tunglferjan lenti um það bil 400 metra vestur af West-gígnum og 20 km suð-suðvestur af gígnum Sabine D á suðvesturhluta Kyrrðarhafsins. Tunglyfirborðið á lendingarsvæðinu samanstóð af fínu bergi og einstaka bergmolum.

Lendingarstaðurinn er 41,5 km norð-norðaustur af vestuhöfða Kant-hásléttunnar, sem er næsta hálendisvæði. Surveyor 5 geimfarið er um það bil 25 km norð-norðvestur af lendingarsvæði Apollo 11 og árekstrargígurinn sem myndaðist þegar Ranger 8 tunglkönnuðurinn rakst á tunglið er 69 km norðaustur af lendingarstaðnum.

Sex klukkustundum eftir lendinguna þann 20. júlí, 1969, tók Neil Armstrong svo loks skrefið sitt fræga. Stuttu síðar fylgdi Buzz Aldrin í kjölfarið og varð þar með annar maður í sögunni til að stíga fæti á annan hnött en jörðina. Síðar fetuðu tíu aðrir geimfarar í fótspor þeirra en nánar má lesa um það í svari Einars Arnar Þorvaldssonar við spurningunni Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?. Félagarnir tveir eyddu 21 klukkustund og 36 mínútum á hrörlegu en áhugaverðu yfirborði tunglsins og sneru heim til jarðar með 21,7 kg af tunglgrjóti, ásamt þriðja geimfaranum Michael Collins, sem dvaldi um borð í Kólumbíuferjunni á meðan tunglgöngunni stóð.

Heimildir og myndir:...