Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf?

Jón Már Halldórsson



Stærsta núlifandi fuglategundin er strúturinn (Struthio camelus). Fullorðnir karlfuglar geta orðið 250 cm á hæð, en um helmingur hæðarinnar felst í lengd hálsins. Strúturinn getur orðið 155 kg á þyngd.

Strútar finnast víða í Afríka, meðal annars í norðanverðri álfunni sem deilitegundin Struthio camelus camelus. Áður fyrr fundust strútar mun víðar en nú til dags. Sýrlenski strúturinn Struthio camelus syriacus lifði víða í vestanverðri Asíu en dó út 1941 sökum ofveiði. Steingerðar leifar strúta, 5 milljón ára, finnast í bergi austar í Asíu, meðal annars í Rússlandi, Mið-Kína og á Indlandi.

Strútar eru hópfuglar og halda sig í misstórum hópum; frá 5 og upp í 50 fuglar í hóp. Þeir lifa á sléttlendi, aðallega gresjum og eru miklir hlaupagarpar. Strútur á flótta getur náð 65 km/h sem er nægilegur hraði til að hlaupa rándýr af sér.

Eins og flestir vita er strúturinn ófleygur og eru vængirnir leifar frá frumstæðum forfeðrum hans. Strúturinn hefur náð það mikilli stærð að ómögulegt er fyrir hann að hefja sig til flugs.

Vænghaf strútsins er ekki mikið með tilliti til stærðar hans en heildarlengd hvors vængs er um 40 cm og samanlögð lengd þeirra því um 80 cm. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna um vænghafið því strúturinn er óvenju skrokkmikill miðað við fleyga fugla sem eru straumlínulagaðri. Þannig er hlutur búksins í fjarlægðinni milli vængbrodda strútsins töluvert meiri en hjá dæmigerðum flugfuglum.

Sá fugl sem hefur mesta vænghafið er flökkualbatrosinn (Diomedea exulans). Vænghaf hans getur orðið 350 cm, sem er rúmlega einum metra meira en vænghaf íslenska hafarnarins.

Skoðið einnig:



Mynd: Universität Hamburg, Fachbereich Biologie, Tarangire National Park

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.2.2002

Spyrjandi

Egill Stefán, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2103.

Jón Már Halldórsson. (2002, 7. febrúar). Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2103

Jón Már Halldórsson. „Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2103>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er stærsti fugl í heimi með stórt vænghaf?


Stærsta núlifandi fuglategundin er strúturinn (Struthio camelus). Fullorðnir karlfuglar geta orðið 250 cm á hæð, en um helmingur hæðarinnar felst í lengd hálsins. Strúturinn getur orðið 155 kg á þyngd.

Strútar finnast víða í Afríka, meðal annars í norðanverðri álfunni sem deilitegundin Struthio camelus camelus. Áður fyrr fundust strútar mun víðar en nú til dags. Sýrlenski strúturinn Struthio camelus syriacus lifði víða í vestanverðri Asíu en dó út 1941 sökum ofveiði. Steingerðar leifar strúta, 5 milljón ára, finnast í bergi austar í Asíu, meðal annars í Rússlandi, Mið-Kína og á Indlandi.

Strútar eru hópfuglar og halda sig í misstórum hópum; frá 5 og upp í 50 fuglar í hóp. Þeir lifa á sléttlendi, aðallega gresjum og eru miklir hlaupagarpar. Strútur á flótta getur náð 65 km/h sem er nægilegur hraði til að hlaupa rándýr af sér.

Eins og flestir vita er strúturinn ófleygur og eru vængirnir leifar frá frumstæðum forfeðrum hans. Strúturinn hefur náð það mikilli stærð að ómögulegt er fyrir hann að hefja sig til flugs.

Vænghaf strútsins er ekki mikið með tilliti til stærðar hans en heildarlengd hvors vængs er um 40 cm og samanlögð lengd þeirra því um 80 cm. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna um vænghafið því strúturinn er óvenju skrokkmikill miðað við fleyga fugla sem eru straumlínulagaðri. Þannig er hlutur búksins í fjarlægðinni milli vængbrodda strútsins töluvert meiri en hjá dæmigerðum flugfuglum.

Sá fugl sem hefur mesta vænghafið er flökkualbatrosinn (Diomedea exulans). Vænghaf hans getur orðið 350 cm, sem er rúmlega einum metra meira en vænghaf íslenska hafarnarins.

Skoðið einnig:



Mynd: Universität Hamburg, Fachbereich Biologie, Tarangire National Park...