Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?

Arnþór Garðarsson (1938-2021)

Þessi spurning fjallar um atriði sem er á mörkum þjóðfræði og náttúrufræði, og verður að skoða svarið í því ljósi. Í heimildum er uppruni þeirrar sagnar, að strútar stingi höfðinu í sandinn, rakinn til Jobsbókar Biblíunnar og Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.). Strútar voru algengir í Gyðingalandi fyrr á tímum, en Rómverjar munu hafa kynnst strútum í lendum sínum í Norður-Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs, og sóttust þeir mjög eftir strútum og strútseggjum til átu.

Strúturinn Struthio camelus er stærsti núlifandi fuglinn. Karlfuglinn verður allt að 250 cm hár og vegur kringum 150 kg. Hann var áður útbreiddur um alla Afríku og mikinn hluta Vestur-Asíu en hefur verið útrýmt þar. Í Norður-Afríku er hann fremur sjaldgæfur en strútar eru enn algengir í sunnanverðri Afríku og allt suður á Góðrarvonarhöfða. Kjörlendi þeirra eru eyðimerkur og þurrar sléttur vaxnar strjálum runnagróðri og trjám. Nánustu núlifandi ættingjar stútsins eru stórar, ófleygar tegundir í Suður-Ameríku og Ástralíu. Strútfuglar hafa löngum verið eftirsóttir til matar og Afríkustrúturinn einnig vegna skrautlegra fjaðra, sem voru einkum notaðar á hatta og hjálma og víða má sjá í skjaldarmerkjum. Strútakjöt er mjög fitusnautt og hefur verið að ryðja sér rúms á síðari árum sem heilsufæði.

Strútar eru áberandi fuglar sem lifa aðallega á jurtafæðu og halda sig í smáhópum, oft á sömu slóðum og stór spendýr. Þeir eru mikil hlaupadýr og forða sér oftast á flótta, en þá geta þeir náð um 65 km hraða á klst. Strútar stunda fjölkvæni og er einn karlfugl í sambýli við 3-5 kvenfugla. Þessi stórfjölskylda gerir sér sameiginlegt hreiður, sem er grunn skál skröpuð í þurran jarðveg eða sand, og allar kerlurnar verpa þar eggjum sínum sem eru alls 15 til 60 talsins.

Um varptímann er erfitt fyrir strúta eins og aðra fugla að forða sér undan óvinum, því að um leið þurfa þeir að gæta hreiðurs og afkvæma. Strútarnir nota þá aðra aðferð til undankomu. Þeir leggjast flatir, teygja hausinn fram og liggja hreyfingarlausir ("frjósa"). Strútsungar nota sömu aðferð. Þessi aðferð, að leggjast flatur og hreyfa sig ekki, er mjög útbreidd meðal fugla á hreiðri og unga, og má til dæmis sjá þetta atferli hjá gæsum, rjúpum og vaðfuglum.

Fuglarnir geta legið svona lengi án þess að hreyfa sig, og er ekki ósennilegt að foksandur gæti þá safnast á haus og háls á strúti í eyðimörk. Sumir fræðimenn hafa stungið upp á því að hér liggi rótin að hinni útbreiddu sögusögn um að strúturinn stingi hausnum í sandinn þegar hann verður hræddur.

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

21.3.2000

Spyrjandi

Baldur P. Blöndal, f. 1989

Tilvísun

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?“ Vísindavefurinn, 21. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=269.

Arnþór Garðarsson (1938-2021). (2000, 21. mars). Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=269

Arnþór Garðarsson (1938-2021). „Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?“ Vísindavefurinn. 21. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=269>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?
Þessi spurning fjallar um atriði sem er á mörkum þjóðfræði og náttúrufræði, og verður að skoða svarið í því ljósi. Í heimildum er uppruni þeirrar sagnar, að strútar stingi höfðinu í sandinn, rakinn til Jobsbókar Biblíunnar og Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.). Strútar voru algengir í Gyðingalandi fyrr á tímum, en Rómverjar munu hafa kynnst strútum í lendum sínum í Norður-Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs, og sóttust þeir mjög eftir strútum og strútseggjum til átu.

Strúturinn Struthio camelus er stærsti núlifandi fuglinn. Karlfuglinn verður allt að 250 cm hár og vegur kringum 150 kg. Hann var áður útbreiddur um alla Afríku og mikinn hluta Vestur-Asíu en hefur verið útrýmt þar. Í Norður-Afríku er hann fremur sjaldgæfur en strútar eru enn algengir í sunnanverðri Afríku og allt suður á Góðrarvonarhöfða. Kjörlendi þeirra eru eyðimerkur og þurrar sléttur vaxnar strjálum runnagróðri og trjám. Nánustu núlifandi ættingjar stútsins eru stórar, ófleygar tegundir í Suður-Ameríku og Ástralíu. Strútfuglar hafa löngum verið eftirsóttir til matar og Afríkustrúturinn einnig vegna skrautlegra fjaðra, sem voru einkum notaðar á hatta og hjálma og víða má sjá í skjaldarmerkjum. Strútakjöt er mjög fitusnautt og hefur verið að ryðja sér rúms á síðari árum sem heilsufæði.

Strútar eru áberandi fuglar sem lifa aðallega á jurtafæðu og halda sig í smáhópum, oft á sömu slóðum og stór spendýr. Þeir eru mikil hlaupadýr og forða sér oftast á flótta, en þá geta þeir náð um 65 km hraða á klst. Strútar stunda fjölkvæni og er einn karlfugl í sambýli við 3-5 kvenfugla. Þessi stórfjölskylda gerir sér sameiginlegt hreiður, sem er grunn skál skröpuð í þurran jarðveg eða sand, og allar kerlurnar verpa þar eggjum sínum sem eru alls 15 til 60 talsins.

Um varptímann er erfitt fyrir strúta eins og aðra fugla að forða sér undan óvinum, því að um leið þurfa þeir að gæta hreiðurs og afkvæma. Strútarnir nota þá aðra aðferð til undankomu. Þeir leggjast flatir, teygja hausinn fram og liggja hreyfingarlausir ("frjósa"). Strútsungar nota sömu aðferð. Þessi aðferð, að leggjast flatur og hreyfa sig ekki, er mjög útbreidd meðal fugla á hreiðri og unga, og má til dæmis sjá þetta atferli hjá gæsum, rjúpum og vaðfuglum.

Fuglarnir geta legið svona lengi án þess að hreyfa sig, og er ekki ósennilegt að foksandur gæti þá safnast á haus og háls á strúti í eyðimörk. Sumir fræðimenn hafa stungið upp á því að hér liggi rótin að hinni útbreiddu sögusögn um að strúturinn stingi hausnum í sandinn þegar hann verður hræddur....