Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4 svör fundust
Hvað merkir "að troða strý" í orðaleiknum "Stebbi stóð á ströndu var að troða strý..."? Hvað var Stebbi að gera og til hvers?
Strý er notað um strítt og gisið hár en í eldra máli var það einnig notað um grófan hör og hamprudda. Myndin af Stebba sýnir því ef til vill mann sem er að troða hamprudda eða einhverju slíku í poka. Orðabók Háskólans á engin dæmi um sambandið að troða strý önnur en í þulunni um Stebba sem stóð á ströndu. Jón ...
Hvað er að vera "strýheill"?
Orðið strýheill merkir 'alveg heill, ógallaður'. Forliðurinn strý- er þarna notaður til áherslu og orðið er sjálfsagt myndað með orðið stráheill að fyrirmynd. Stráheill er annars vegar notað um strá í heyi sem ekki hafa brotnað en hins vegar í yfirfærðri merkingu um það sem er heilt og óskaddað. Orðið strý er ...
Hvað þýðir nafnorðið „skotta”? Hvað er til í íslensku af orðum sem tengjast hári?
Orðið skotta er einkum notað sem heiti á kvendraugum og þekkist allt frá 18. öld. Þó er skotti til sem nafn á karldraug en er miklu fátíðara en skottuheitið. Í þjóðsögum kemur fram sú trú að höfuðbúnaður skottunnar hafi ráðið heitinu. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar má til dæmis finna þessi dæmi:Draga kvenndraugar...
Er eitthvert nafn falið í þulunni sem hefst á orðunum ,,Heyrði ég í hamrinum..."?
Til eru margar hljóðritanir af þulunni sem byrjar Heyrði ég í hamrinum (eða hellinum) í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar fer hver heimildamaður með þuluna á sinn hátt eins og eðlilegt er því það er einmitt eðli kveðskapar úr munnlegri geymd að breytast í hvert sinn sem farið er með...