Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6 svör fundust
Hvaða hlutverki gegnir saga og sagnfræði?
Hér á Vísindavefnum má finna svar við spurningunni Hvað er saga? Þar er gerð grein fyrir afstöðunni milli hugtakanna saga og sagnfræði. Í þessu svari nægir því að segja að sagnfræði er iðja sagnfræðinga, og meðal þess sem þeir iðja er að skrifa sögu. Sumir fræðimenn mundu svara spurningunni um hlutverk sagnfræð...
Hver var Edward Carr og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?
Edward Hallet Carr var breskur alþjóðastjórnmála- og sagnfræðingur, einkum þekktur fyrir tvö verk sín, ærið misstór. Annað var saga Sovétríkjanna á árunum 1917–29 í 14 bindum, hitt útgáfa á fyrirlestraröð um aðferðir og eðli sagnfræði, What is History? sem fyllti aðeins 159 blaðsíður í smáu broti Pelican-bóka sem ...
Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?
Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–7...
Hvar var Leopold von Ranke og hvert var hans framlag til sagnfræðinnar?
Árið 1810 var stofnaður háskóli í Berlínarborg. Hann var liður í framsókn þýskrar menningar í Prússlandi, sem hafði Berlín að höfuðborg, framsókn sem var meðal annars knúin af særðum metnaði eftir að her Napóleons Frakkakeisara hafði vaðið yfir landið á fyrsta áratug aldarinnar. Berlínarháskóli varð þekktur fyrir ...
Hver var Hannes Finnsson?
Hannes Finnsson (1739-1796) fæddist í Reykholti í Borgarfirði. Hann var sonur Guðríðar Gísladóttur (1707-1766) og Finns Jónssonar (1704-1789). Guðríður var sonardóttir Jóns Vigfússonar (Bauka-Jóns, 1643-1690) sem varð biskup á Hólum eftir nokkuð ævintýralegan feril sem sýslumaður. Finnur var af prestaætt sem lengi...
Hvernig var fimmta öldin í Kína?
Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar...