Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 11 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er stærsti stálframleiðandi í heimi og hvað framleiðir hann mikið?

Suður-kóreskt fyrirtæki, sem nefnist Pohang Iron & Steel Company eða Posco á ensku, mun vera umsvifamest allra í stálframleiðslu. Frá stálbræðslum þess koma um 26 milljónir tonna af stáli árlega. Posco var stofnað af suður-kóreska ríkinu árið 1968 í hafnarborginni Pohang. Fyrirtækið er nú að mestu í einkaeigu. Næs...

category-iconJarðvísindi

Hvað er járngrýti?

Járn er næst-algengasti málmur jarðskorpunnar, á eftir áli (alúminíum). Það berg sem er nægilega járnauðugt til þess að borgi sig að vinna það kallast járngrýti. Jarðkjarninn er úr járni, en við þær aðstæður sem ríkja á yfirborði jarðar er járnmálmur (Fe) ekki stöðugur, eins og bíleigendur þekkja af baráttu si...

category-iconJarðvísindi

Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?

Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...

category-iconEfnafræði

Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarauða til vinna það með raunhæfum hætti?

Engin ástæða er til að ætla að íslenskur mýrarauði sé verri nú en hann var fyrr á öldum, þannig að út af fyrir sig mætti vinna járn að hætti forfeðranna ef einhver nennti því. Þó gæti rauðablástur aldrei orðið annað en tómstundagaman því að járn er einn þeirra málma sem finnst í þekktum auðugum námum sem sér ekki ...

category-iconLandafræði

Hvar er borgin Bilbao?

Bilbao er stærsta borgin í Baskalandi á Norður-Spáni og stendur við mynni árinnar Nervión við Biscayaflóa. Íbúar borgarinnar sjálfrar eru á bilinu 350-360.000 en á Stór-Bilbao svæðinu öllu býr rúmlega 1 milljón manns. Bilbao er ein helsta hafnarborg Spánar og hefur verið svo lengi. Upphaf hennar má rekja til...

category-iconEfnafræði

Hvað er gull og hvers vegna fellur ekkert á það?

Gull er málmur og frumefni númer 79 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Au sem er skammstöfun á latneska heiti þess aurum. Litur gulls er gul-appelsínugulur og er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir málmar gráir eða silfurlitir/hvítir. Hreint gull er mjúkt og því auðmótanlegt/hamranlegt (e. malleable)...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?

Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina ríkti mikil verðbólga í Þýskalandi og Þjóðverjar höfðu það ekki gott. Adolf Hitler kom og lofaði þeim von um betra líf. Fólkið byrjaði að kjósa Nasistaflokkinn og fljótlega réð flokkurinn flestu í landinu. Adolf Hitler byrjaði að reyna að koma Gyðingunum úr Þýskalandi og öðrum lö...

category-iconEfnafræði

Hvert er rétt hlutfall á frumefnunum kopar og tini í bronsi?

Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum, stytting á „aes Cyprium“ (málmur frá Kýpur), en á Kýpur voru þekktar koparnámur í fornöld. Kopar er rauð-appelsínugulur eða rauð-brúnn á lit. Liturinn er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir mál...

category-iconEfnafræði

Hvað er járnblendi og hvernig er það framleitt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er gert í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga? Hvað er járnblendi, til hvers er það notað og hvernig er það framleitt?Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er framleitt kísiljárn (e. ferrosilicon). Meginafurðin er svokallað 75% kísiljárn, táknað FeSi75, sem innihe...

category-iconJarðvísindi

Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari en meginlandsskorpa?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er hafsbotnsskorpa málmríkari, og þar af leiðandi með meiri eðlismassa, en meginlandsskorpa? Réttara væri að snúa spurningunni við: Af hverju er meginlandsskorpa málmsnauðari og þess vegna eðlisléttari en hafsbotnsskorpa? Einfalda svarið er tvíþætt: léttara efni leit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt um frumlífsöld?

Í mörgum ritum er upphafs- og frumlífsöld nefnd í einu lagi forkambríum og nær það tímabil yfir 90% af jarðsögunni. Frumlífsöldin (proterozoic) er seinni hluti forkambríum og er talin hefjast fyrir um 2,5 milljörðum ára en vera lokið fyrir um 544 milljónum ára þegar fornlífsöld gekk í garð. Jarðfræðingar miða ...

Fleiri niðurstöður