Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er stærsti stálframleiðandi í heimi og hvað framleiðir hann mikið?

Gylfi Magnússon

Suður-kóreskt fyrirtæki, sem nefnist Pohang Iron & Steel Company eða Posco á ensku, mun vera umsvifamest allra í stálframleiðslu. Frá stálbræðslum þess koma um 26 milljónir tonna af stáli árlega. Posco var stofnað af suður-kóreska ríkinu árið 1968 í hafnarborginni Pohang. Fyrirtækið er nú að mestu í einkaeigu. Næst á eftir því í umsvifum er japanskt fyrirtæki sem kallast Nippon Steel á ensku.



Alþjóðlegur ráðstefnusalur Posco-fyrirtækisins var byggður í Pohang árið 1986.

Bandaríkjamenn voru lengi vel umsvifamestu stálframleiðendur í heimi en í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar sigu Sovétmenn fram úr þeim. Undanfarin ár hafa Kínverjar verið umsvifamestir, þeir framleiða nú um 200 milljónir tonna af stáli á ári. Ástralir vinna hins vegar mest af járngrýti úr jörðu. Næstir þeim eru Brasilíumenn og þá Kandamenn. Stærst þeirra fyrirtækja sem fást við slíka námuvinnslu er í Brasilíu, Companhia Vale do Rio Doce.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.10.2003

Spyrjandi

Sigurður Rúnar

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er stærsti stálframleiðandi í heimi og hvað framleiðir hann mikið?“ Vísindavefurinn, 16. október 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3799.

Gylfi Magnússon. (2003, 16. október). Hver er stærsti stálframleiðandi í heimi og hvað framleiðir hann mikið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3799

Gylfi Magnússon. „Hver er stærsti stálframleiðandi í heimi og hvað framleiðir hann mikið?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3799>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsti stálframleiðandi í heimi og hvað framleiðir hann mikið?
Suður-kóreskt fyrirtæki, sem nefnist Pohang Iron & Steel Company eða Posco á ensku, mun vera umsvifamest allra í stálframleiðslu. Frá stálbræðslum þess koma um 26 milljónir tonna af stáli árlega. Posco var stofnað af suður-kóreska ríkinu árið 1968 í hafnarborginni Pohang. Fyrirtækið er nú að mestu í einkaeigu. Næst á eftir því í umsvifum er japanskt fyrirtæki sem kallast Nippon Steel á ensku.



Alþjóðlegur ráðstefnusalur Posco-fyrirtækisins var byggður í Pohang árið 1986.

Bandaríkjamenn voru lengi vel umsvifamestu stálframleiðendur í heimi en í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar sigu Sovétmenn fram úr þeim. Undanfarin ár hafa Kínverjar verið umsvifamestir, þeir framleiða nú um 200 milljónir tonna af stáli á ári. Ástralir vinna hins vegar mest af járngrýti úr jörðu. Næstir þeim eru Brasilíumenn og þá Kandamenn. Stærst þeirra fyrirtækja sem fást við slíka námuvinnslu er í Brasilíu, Companhia Vale do Rio Doce.

Mynd:...