Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 355 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur segulorka leyst orkuvandamálin, og eru til upplýsingar um rannsóknir á því?

Svarið er nei, eftir því sem við vitum best. --- Í fyrsta lagi er segulorka tæmanleg auðlind en ekki endurnýjanleg eins og orka fallvatna. Um segulorkuna gildir hið fornkveðna að eyðist það sem af er tekið. Það er allsendis óvíst að við kærðum okkur um að eyða segulorkunni með þeim afleiðingum sem það hefði, jafnv...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?

Af samhengi má ráða að spyrjandi á við jarðvarma þegar hann talar um orku jarðarinnar. Meginástæðan er sennilega sú hve ódýr olían er enn þá. Þegar olíukreppan reið yfir á 8. áratugnum jókst mjög áhugi Vesturlandabúa á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vindorku, sólarorku og fleira. Þegar svo tókst að knýja olíu...

category-iconOrkumál

Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?

Helsta ástæða þess að vindorka hefur lítið verið nýtt hérlendis er sú að kostnaður við að framleiða rafmagn með henni hefur verið mun meiri en fyrir vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Með hærra raforkuverði, þróun aðferða og bættri tækni, meðal annars betri nýtni vindmylla, verður vindorka sífellt raunhæfari valkost...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál. Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...

category-iconUmhverfismál

Hvort er umhverfisvænna, plast eða pappír? Hvers vegna?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju má henda pappakassa í sjóinn en ekki plastbrúsa? Þetta var allt búið til úr náttúrunni. Pappír er í grundvallaratriðum umhverfisvænni en plast og er skýringanna að leita í efnafræði. Pappír er gerður úr örfínum þráðum, yfirleitt úr sellulósa sem bundinn er saman með ve...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er vind- og sólarorka?

Vind- og sólarorka eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í endurnýjanlegum orkulindum. Með endurnýjanlegri orkulind er átt við orkulind sem helst í jafnvægi af náttúrunnar hendi. Þegar orka er hagnýtt úr lindinni þá endurnýjar hún sig og rennur því ekki til þurrðar. Vind- og sólarorka eiga upptök sín í ...

category-iconOrkumál

Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað?

Karl Benediktsson er landfræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur komið allvíða við í rannsóknum sínum, en flestar þeirra hafa snúið að umhverfismálum í einhverjum skilningi, nánar tiltekið hinum flóknu tengslum fólks og náttúru og hvern...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Magnús Garðarsson rannsakað?

Sigurður Magnús Garðarsson er prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans. Sérsvið Sigurðar Magnúsar er umhverfisverkfræði með áherslu á straumfræði og vatnafræði og hefur hann rannsakað hegðun vökva og loftstreymis, áhrif á flutning efn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er kraftur sama og orka?

Nei, kraftur og orka eru ólík fyrirbæri eins og þeim er lýst í eðlisfræði. Ef verkað er með krafti á hlut breytist hraði hans, hann fær hröðun eins og það er kallað. Þegar bolta er kastað upp í loft verkar höndin sem kastar með krafti á boltann, hann fær hraða upp og flýgur upp í loft. En þyngdarkrafturinn verkar ...

category-iconUmhverfismál

Er æskilegt að urða lífrænan heimilisúrgang eins og matarúrgang?

„Nei“ er stutta svarið við þessari spurningu. Frá umhverfislegu sjónarmiði er urðun lífræns heimilisúrgangs (lífúrgangs) aldrei æskileg og reyndar ekki urðun annarra úrgangsflokka heldur. Fyrir þessu eru í aðalatriðum tvenns konar rök: 1. Auðlindarök Þegar efni er urðað er verið að taka úr umferð allar þær auð...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver eru tengslin milli kílójúls og watta?

Júl er mælieing fyrir orku (e. energy) en watt er mælieining fyrir afl eða afköst (e. power) sem er orka á tímaeiningu. Eitt júl er sú orka sem eitt watt gefur á einni sekúndu. Því er eitt kílójúl sú orka sem 1000 W eða 1 kW (kílówatt) gefa á einni sekúndu. Júlið er yfirleitt skrifað "Joule" á erlendum málum....

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Ein hitaeining er sú orka sem þarf til að hita vatn um eina gráðu, en á hvaða bili?

Ein hitaeining (kaloría) er sú orka sem þarf til að hita eitt gramm af vatni um eina gráðu. Þessi orka er lítið eitt mismunandi eftir því hvort verið er að hita vatnið úr 10°C í 11°C eða úr 20°C í 21°C og svo framvegis. Þess vegna þarf að skilgreina þetta betur. Miðað er við þá orku sem þarf til að hita vatnið úr ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er mögulegt að umlykja ljósaperu með sólarrafhlöðum og framleiða þannig umframorku?

Svarið við þessu er nei, það er ekki hægt. Til þess að lýsa áfram þyrfti peran að breyta allri raforkunni sem hún fær frá sólarrafhlöðunum í ljósorku. Sólarhlöðin þyrftu líka að breyta allri ljósorkunni sem þau fá frá perunni í raforku. Í rauninni er hvorugt mögulegt. Einhver orka tapast alltaf sem varmaorka þe...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað aftrar því að orka sólarinnar losni öll úr læðingi í einu?

Upphaflega kemur orka sólarinnar frá þyngdarstöðuorku þokunnar sem hún myndast úr (sjá svar sama höfundar og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til?). Þegar þokan fellur saman losnar þessi orka og kemur fram í aukinni hreyfingu gasagna og hærri hita. Sólin nær hins vegar ekki að falla strax ...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kynorka?

[Föstudagssvar, sjá niðurlagið]. Upphafleg spurning var því sem næst sem hér segir:Hvernig má skilgreina kynorku? Hver er uppruni hennar og notkunarmöguleikar, hagkvæmni og umhverfisáhrif?Kynorka er sú orka sem fylgir kyninu eins og hreyfiorka er orka sem fylgir hreyfingu, vatnsorka er orka vatnsins og efnaorka...

Fleiri niðurstöður