Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 192 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Hver hefur mesta valdið í lýðræði?

Þetta er mjög viðamikil spurning sem best er að svara í nokkrum skrefum. Fyrst er það að segja að lýðræði er stjórnarform sem hvílir á þeirri sannfæringu að valdið til að stjórna ríkinu eigi uppruna sinn hjá almenningi. Það þýðir þó ekki að almenningur fari með stjórn landsins frá degi til dags. Þess í stað veita ...

category-iconLögfræði

Hver er lengsti lagabálkurinn í íslenskri löggjöf?

Hér koma ýmis lög til greina og svarið við spurningunni fer meðal annars eftir því við hvað er miðað. Hægt er að meta lengd lagabálka með hliðsjón af greinarfjölda laganna og einnig blaðsíðufjölda þeirra, þá kemur líka til skoðunar hvort viðaukar og fylgiskjöl séu talin með eða ekki. Sé miðað við fjölda greina ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er munurinn á Rússlandi og Hvíta-Rússlandi?

Rússland er langstærsta land heims, um 17.098.000 km2 eða nær tvöfalt stærra en Kanada sem kemur þar á eftir. Landið er þó aðeins í áttunda sæti yfir fjölmennustu ríki heims með rúmlega 143 milljónir íbúa. Stærsti hluti Rússlands tilheyrir Norður-Asíu en svæðið vestan Úralfjalla tilheyrir Evrópu eins og lesa má um...

category-iconLæknisfræði

Hafa fundist einhverjar líffræðilegar skýringar á einhverfu?

Einhverfa er röskun sem hefur víðtæk áhrif á líf fólks. Fólk með einhverfu á oft erfitt með að tjá sig, það getur átt í erfiðleikum með að mynda tengsl við aðra og bregst ekki alltaf á viðeigandi hátt við ýmsum áreitum í umhverfinu. Sumt fólk með einhverfu getur tjáð sig og hefur eðlilega greind, aðrir læra hugsan...

category-iconLífvísindi: almennt

Fyrir hvað er Jacques Monod þekktur?

Jacques Lucien Monod var fæddur í París árið 1910. Hann ólst upp í Suður-Frakklandi og gekk í skóla í Cannes en síðar í París þar sem hann lauk lísensíatprófi í náttúruvísindum árið 1931. Á næstu árum vann hann að rannsóknum á frumdýrum bæði í Strasbourg og París, en þar fékk hann árið 1934 starf við Sorbonne-hásk...

category-iconHagfræði

Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?

Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...

category-iconStjórnmálafræði

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju gengur fólk í hjónaband?

Orðalag þessarar spurningar krefst í raun réttri að svarið komi frá þeim sem leggja stund á félagsfræðilegar rannsóknir og hafa rannsakað raunverulegar ástæður þess að fólk gangi í hjónaband. Vísast er að svörin við spurningunni, væri hún borin fram í dag í víðtækri könnun, yrðu margvísleg. Einnig er trúlegt að s...

category-iconHeimspeki

Hvernig myndi nútíma einstaklingur finna sig í Fögruborg Platons?

Hér er spurningin skilin þeim skilningi að átt sé við líðan nútíma fólks í Fögruborg, hvernig því þætti að búa þar. Á hinn bóginn gæti orðasambandið „að finna sig“ í einhverju samhengi líka átt við það þroskaferli að átta sig á því hvaða mann maður hefur að geyma, hver gildi manns séu og þar fram eftir götunum. ...

category-iconStærðfræði

Hvaða gagn er að prímtölum?

Prímtölur eru tölur sem er ekki hægt að leysa upp í eiginlega þætti. Engin tala gengur upp í prímtölu nema hún sjálf og 1, sem er hlutleysa og hefur engin áhrif í margföldun. Oft getur verið þægilegt að fást við tölur sem margar aðrar tölur ganga upp í. Það á til dæmis við töluna 60. Tölurnar 2, 3, 4, 5, 6, 10...

category-iconHagfræði

Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða langtímaáhrif hefur aðflutningur fólks á hagkerfi? Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? er aðeins litið til samtímatekna og samtímaútgjalda en ekki reynt að meta langtímaáhrif aðflutnings fólks á fjármál hins opin...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?

Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhlut...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert var hægt að keyra árið 1918?

Árið 1918 var víða hægt að komast leiðar sinnar akandi á Íslandi, annaðhvort í hestvögnum eða bifreiðum. Bílaöld hófst hér árið 1913 í Hafnarfirði og Reykjavík en hestvagnar til farþegaflutninga voru eldri í hettunni. Vegagerð á Íslandi var í bernsku á þessum árum og vegir víðast hvar vondir. Það tók lungann úr tu...

category-iconSálfræði

Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?

Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna féll þjóðveldið?

Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að komast að niðurstöðu um hvað þjóðveldið var. Þetta geta í raun verið tvær mismunandi spurningar eftir því hvað við teljum þjóðveldið hafa verið. Við getum litið svo á að þjóðveldið hafi verið það samfélagsform sem var við lýði á Íslandi fram til 1262, þegar landsmenn...

Fleiri niðurstöður