Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 153 svör fundust

category-iconVeðurfræði

Hvað eru silfurský og hvenær ársins sjást þau?

Við lok júlímánaðar og fyrri hluta ágúst má alloft um miðnæturbil sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni og kallast þær silfurský. Lengi var talið að þessi ský væru sjaldséð, en síðan fóru að sjást merki um þau í mælingum gervihnatta. Þá kom í ljós að þau eru mjög algeng á ákveðnum svæðum að sumarlagi. Lo...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Robert Boyle og hvert var hans framlag til vísindanna?

Robert Boyle (1627-1691) var írskur eðlis- og efnafræðingur. Hann er oft kallaður frumkvöðull nútíma efnafræði og er þekktastur fyrir að hafa sett fram lögmál um vensl þrýstings og rúmmáls fyrir gas. Áhugi Boyles lá víðar og má til dæmis nefna að eftir hann liggja fjölmörg rit á sviði heimspeki, læknisfræði og trú...

category-iconLæknisfræði

Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?

Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma. Rétt eins og matur hefur síðasta söludag gildir það sama um lyf. Tímasetning síðasta neysludags lyfja byggist á þekkingu sem fæst með stöðugleikaprófunum á lyfjum sem eru gerðar undir ströngu eftirliti. Óstöðugleiki virks efnis getur komið fram með tíma þegar efnið...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvar og hvenær var tokkaríska töluð og af hverjum? Er eitthvert tungumál komið af tokkarísku?

Svar í hnotskurn: Tokkarísku málin tvö, sem yfirleitt eru táknuð “A” og “B” eða kölluð austur- og vesturtokkaríska, voru töluð af afkomendum indóevrópsks þjóðflokks í norðanverðri Tarim-lægð, sem er á sjálfstjórnarsvæðinu Sinkíang í Vestur-Kína. Tokkarísku málheimildirnar eru frá því um 500 til 900 eftir Krist...

category-iconSálfræði

Hvaða dýr sjá liti rétt?

Menn sjá aðeins rafsegulbylgjur á tilteknu öldulengdarbili sem ljós, og líklegt er að svipað gildi um flest önnur dýr. Þessa takmörkun bilsins má trúlega rekja til þess að bylgjur á þessu bili berast vel í vatni og sjónin þróaðist fyrst hjá dýrum í hafinu. Litnemar augans, keilurnar, eru yfirleitt þrenns konar í ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Gerhard Domagk og fyrir hvað er hann þekktur?

Á öðrum og þriðja áratugi 20. aldar voru gerðar margar af hinum miklu læknisfræðilegu uppgötvunum sem áttu eftir að hafa gríðarleg áhrif á lífslíkur manna. Bakteríusýkingar voru mjög skæðar. Klasakokka- (staphylococcal) og streptókokkasýkingar (streptococcal) ásamt lungnasýkingum (pneumpcoccal) og berklum voru mjö...

category-iconLæknisfræði

Hvað er skorpulifur og af hverju myndast hún?

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um eitt og hálft kíló. Hún skiptist í tvö lifrarblöð og er hægra megin ofarlega í kviðarholinu þar sem hún er varin af rifbeinum. Í lifrinni eru unnin um 500 mikilvæg störf. Meðal helstu starfa er framleiðsla blóðprótína sem eru nauðsynleg fyrir til dæmis blóðstorknun, s...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918?

Finnland var meðal fátækustu landa Evrópu við aldamótin 1900. Um 1/3 hluti landsmanna var yfir- og millistétt sem bjó við margfalt betri kjör en 2/3 landsmanna. Þeir verr settu voru til dæmis iðnverkamenn í borgum og bæjum og íbúar landsbyggðarinnar, fátækir kotbændur og fiskimenn við suður- og vesturströndina, of...

category-iconLæknisfræði

Af hverju tók ómíkron yfir önnur afbrigði veirunnar og hætta þau þá að smita?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað verður til þess að ein veira yfirtekur aðra eins og núna þegar talað er um að ómíkron sé að taka yfir delta? Af hverju hættir veira allt í einu að smitast þegar annað afbrigði hennar kemur fram? Veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar heldur á fjölgun þeirra sér stað innan f...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi?

Sandsteinn (í þröngum skilningi) er sjaldgæfur á Íslandi. Hann myndast við hörðnun sands. Bergið sem myndar yfirborð jarðar skiptist í þrjár deildir eftir uppruna sínum: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg hefur storknað úr glóandi bergkviku, setberg harðnað úr lausu seti, til dæmis leir og sand...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr er marðarhundur og hvar eru heimkynni hans?

Marðarhundur (Nyctereutes procyonoides) er hunddýr af ættkvíslinni Nyctereutes. Enskt heiti hans er raccoon dog sem þýða mætti sem þvottabjarnarhundur og er þar vísað til þess að andlit hans minnir á þvottabjörn. Á sænsku nefnist hann mårdhund, mårhund á dönsku og norsku og Marderhund á þýsku. Þrátt fyrir heitin e...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að hafa áhrif á sjúkdóminn sóra (psoriasis) með breyttu mataræði?

Sóri (e. psoriasis) er krónískur bólgusjúkdómur og tilheyrir flokki gigtarsjúkdóma. Sjúkdómurinn leggst aðallega á húð einstaklinga en getur þó haft áhrif á hvaða hluta líkamans sem er, en algengast er að hann leggist á höfuðleður, olnboga eða hné. Einkennin lýsa sér sem dökkrauðir eða fjólubláir upphleyptir þurrk...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?

Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918? þá var mjög viðkvæmt ástand í Finnlandi í byrjun árs 1918. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Efnahagsástand var erfitt, fyrri heimsstyrjöldin hafði klippt á viðskiptasambönd Finnlands til vesturs og rússneska bylting...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru kynin bara tvö?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru kynin bara tvö og hver er munurinn á þeim? Stutta svarið við spurningunni er nei. Fjölbreytileiki er mikill í stofni manna og annarra dýra. Eðlilegast er að hugsa um fjölbreytt róf kyntengdra einkenna, frekar en tvö aðgreind kyn. Lengra svar Líffræði kyns er flókin. ...

Fleiri niðurstöður