Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 337 svör fundust
Er æskilegt að urða lífrænan heimilisúrgang eins og matarúrgang?
„Nei“ er stutta svarið við þessari spurningu. Frá umhverfislegu sjónarmiði er urðun lífræns heimilisúrgangs (lífúrgangs) aldrei æskileg og reyndar ekki urðun annarra úrgangsflokka heldur. Fyrir þessu eru í aðalatriðum tvenns konar rök: 1. Auðlindarök Þegar efni er urðað er verið að taka úr umferð allar þær auð...
Hvernig fara minkaveiðar fram á Íslandi?
Minkar eru veiddir til þess að draga úr því tjóni sem þeir geta valdið. Veiðar hófust fljótlega eftir að minkar fóru að breiðast um landið en árið 1939 var byrjað að greiða verðlaun fyrir veiðarnar úr opinberum sjóðum. Nú er fyrirkomulag minkaveiða oftast þannig að umhverfisráðuneytið gefur út viðmiðunartaxta ...
Hver urðu eftirköst Tsjernobyl-slyssins?
Hér á Vísindavefnum hefur stuttlega verið sagt frá Tsjernobyl-slysinu í svari Þórunnar Jónsdóttur við spurningunni Í hvaða landi varð kjarnorkuslysið í Tsjernobyl? Í þessu svari verður atburðarásin rakin ítarlega. Þann 26. apríl 1986 leiddi röð mistaka við stjórnun og prófun í Tsjernobyl-kjarnorkuverinu til spren...
Hvert er bræðslumark gulls?
Bræðslumark gulls er við 1064,18 °C en við það hitastig er efnið ekki lengur á föstu formi og fer að bráðna. Suðumarkið er hins vegar við 2856 °C en þá er ómögulegt að hita efnið meira sem vökva og það breytist í gas. Sambærilegar upplýsingar um önnur frumefni er að finna á síðunni WebElements. Gull hefur sætis...
Hvað ákvarðar bræðslumark frumefna og efnasambanda?
Bræðslumark er það hitastig þar sem jafnvægi ríkir milli storkuhams (fastefnisfasa) og vökvafasa viðkomandi efnis. Bræðslumark er háð þrýstingi sem umleikur efnið. Storka eða fast efni einkennist af reglubundinni niðurröðun efniseinda (sameinda eða frumeinda) í kristallsgrind. Slík kristallögun helst vegna te...
Hvað er selen og til hvers þurfum við það?
Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...
Hvað er neon?
Neon (Ne) er frumefni, eitt svonefndra eðalgasa sem má finna í dálkinum lengst til hægri í lotukerfinu. Þau gös sem þar eru eiga það sameiginlegt að ystu rafeindahvolf þeirra eru fullskipuð. Þau hvarfast því ekki við önnur efni og geta þar af leiðandi ekki brunnið, því að bruni er ekkert annað en hvörfun efnis við...
Hver fann frumefnið argon?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers konar efni er argon? Hvernig er argon skilgreint? Hvernig er það unnið og nýtt og hver eru helstu efnasamböndin? Argon er eðallofttegund en svo kallast frumefni í flokki 18 í lotukerfinu. Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf ...
Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu þungt er helín? Er hægt að fá kíló af helíni? Þyrfti maður þá að setja vigtina fyrir ofan gasið en ekki undir? Helín er lofttegund og frumefni númer 2 í lotukerfinu. Það er hægt að fá kíló af helíni en eins og á við um aðrar lofttegundir er erfitt að vigta það. ...
Af hverju var arsen svona vinsælt morðvopn áður fyrr?
Ekki er vitað hvenær eða hverjum hugkvæmdist fyrst að nota arsen til þess að bana annarri manneskju. Til þess þurfti þó ekki endilega mikla hugvitssemi þar sem arsen er algeng hliðarafurð við vinnslu ýmissa málma og því lítill skortur á efninu. Forngrikkir og Rómverjar þekktu vafalaust banvæna eiginleika arsens, e...
Hvernig er hægt að finna hvaða efni eru í miðju jarðar?
Hugmyndir um jarðkjarnann koma úr fjórum áttum: Í fyrsta lagi sýna jarðskjálftamælingar að kjarninn er úr þungu efni og að innri kjarninn er fast efni en ytri kjarninn fljótandi. Jafnframt er stærð kjarnans og hinna tveggja hluta hans þekkt frá jarðskjálftafræði. Í annan stað „vantar“ járn í berg jarðmöttu...
Hvað eru samsætur?
Frumeindir (atóm) samanstanda af jákvætt hlöðnum kjörnum og neikvætt hlöðnum rafeindum á sveimi umhverfis kjarnana. Frumeindakjarnar samanstanda ennfremur af jákvætt hlöðnum róteindum og óhlöðnum nifteindum. Fjöldi róteinda segir til um sætistölu viðkomandi frumeinda og er hún einkennandi fyrir viðkomandi frumefni...
Er einhver munur á kynþáttum andlega, til dæmis á gáfum svartra og hvítra manna?
Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á að flokkun manna í kynþætti er ákveðið afsprengi menningar okkar og sögu, en ekki náttúruleg skipting mannkyns í líffræðilega hópa. Því má segja að flokkun í kynþætti sé félagsleg flokkun byggð á fjöbreytileikanum í svipgerð (e. phenotype) mannkyns, þar sem einkum er ein...
Hversu margir búa í Afríku?
Upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) eru nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Svarið hér á eftir byggist að mestu leyti á upplýsingum á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna en þar er að finna ýmsar lýðfræðiupplýsingar. Afríka er önnur fjölmennasta heimsálfan á eftir Asíu. T...
Snemma í sögu jarðar var geislavirkni í jarðskorpunni talsverð. Hefur verið metið hvaða áhrif slík náttúruleg geislun hafði á stökkbreytingar og þróun lífvera?
Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið metið og ég er ekki viss um að það sé hægt. Þekking manna á þróun lífsins snemma í sögu jarðarinnar er að mörgu leyti gloppótt, en merki um þróunarbreytingar í sögu lífsins má einkum greina á tvo vegu, með athugun á steingervingum og með samanburði á núlifandi tegundum, ...