Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8309 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er reiknað út hlutfall álagðs virðisaukaskatts og afturreiknaðs? (24,5% verða 19,68%)?

Virðisaukaskattur leggst ofan á verð vöru og þjónustu. Skattþrepin eru tvö, 24,5% og 14%. Ef við tökum sem dæmi vöru í hærra skattþrepinu sem seljandi vill fá 1.000 krónur fyrir þá verður útsöluverð hennar, með 24,5% virðisaukaskatti, 1.245 krónur. Þetta má til dæmis reikna með því að margfalda 1.000 með 1+24,5...

category-iconFornfræði

Hvar get ég lesið um Sókrates og alla heimspekingana?

Upphaflega var spurningin svona: Ef ég ætla að fara að lesa mér til um heimspekinga, Sókrates og þá alla, á hverjum á ég þá fyrst að byrja? Nú er óljóst nákvæmlega hvaða heimspekinga er átt við að Sókratesi undanskildum. Það gæti verið að spyrjandi hafi í huga aðra gríska heimspekinga eða einfaldlega aðra fræga...

category-iconFornfræði

Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?

Samræðan Gorgías eftir Platon fjallar að minnsta kosti á yfirborðinu um mælskulist enda hlaut hún undirtitilinn Um mælskulistina þegar í fornöld. Samræðan á að eiga sér stað einhvern tímann á 3. áratug 5. aldar f. Kr. Mælskulistarkennarinn Gorgías frá Leontíní (um 485-380 f. Kr.) er kominn til Aþenu og þegar samræ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er popúlismi?

Popúlismi kallast lýðhyggja á íslensku. Fræðimenn hafa skilgreint lýðhyggju sem hugmyndir sem lýsa vanda samfélagsins á einfaldan og yfirborðskenndan hátt og bjóða fram lausnir sem kalla mætti skyndilausnir. Stjórnmálaskoðanir í anda lýðhyggju draga upp mynd af stjórnmálum sem baráttu tveggja afla. Það er að segja...

category-iconTrúarbrögð

Hverjir voru vitringarnir þrír og hvaðan komu þeir?

Heimsókn vitringanna þriggja til Betlehem, sem er að finna í 2. kafla Matteusarguðspjalls, er í hópi allra þekktustu sagna Biblíunnar. Nýja testamentið er upphaflega ritað á grísku og þar er orðið magoi notað um þessa ferðalanga. Í eintölu er það magos. Allt varðandi þessa menn er dálítið þokukennt, en orðið s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?

Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...

category-iconHeimspeki

Er raunverulega hægt að orða hugsanir sínar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er tungumálið öðrum þræði „bara ruslakista heilans“ (eins og bróðir minn orðaði það) eða hvers vegna annars breytir það einhverju um mína líðan að hafa orðað einhverja hugsun upphátt eins og það virðist gera? Þessi spurning er ansi djúp ráðgáta sem getur strax af sér aðrar ...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna var Demókrítos kallaður heimspekingurinn hlæjandi? Það væri mjög þægilegt ef svarið gæti verið komið fyrir helgi.

Í fornöld myndaðist ákveðin hefð fyrir því að tengja heimspekinginn Demókrítos við hlátur. Þannig kemur Demókrítos til að mynda fyrir í háðsádeilunni Sölu heimspekinganna eftir Lúkíanos, þar sem Seifur og Hermes standa fyrir uppboði á heimspekingum. Þegar einn hugsanlegra kaupenda á uppboðinu spyr hann hvers vegna...

category-iconSálfræði

Er vitað hvers vegna svo kallað déjà vu á sér stað?

Déjà vu er upprunalega franska og merkir bókstaflega 'þegar séð'. Í flestum sálfræðihandbókum er lítið sem ekkert fjallað um fyrirbærið og helst virðist vera byggt á bók Graham Reed, The Psychology of Anomalous Experience: A Cognitive Approach, Hutchinson University Library, London, 1972. Déjà vu nefnist það þe...

category-iconStærðfræði

Hver er munurinn á að deila með og að deila í?

Rétt er að segja deilt sé í teljara með nefnara. Það er að segja að $\frac{2}{3}$ er talan sem fæst þegar deilt er í tvo með þremur. Stærðfræðinni og stærðfræðingum er til happs að í greininni ríkir nokkuð samhæft, alþjóðlegt ritmál. Hvar sem ég mæti stærðfræðingi annars staðar í heiminum, jafnvel aðeins grunns...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?

Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni. En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefnd...

category-iconHugvísindi

Eru til litir sem mannsaugað greinir ekki?

Vitað er að sum skordýr, fuglar og fiskar geta greint útfjólublátt ljós. Auk þess er talið að til dæmis fuglar og sum skordýr geri greinarmun á litum sem við mannfólkið sjáum engan mun á. Er spurningunni þar með svarað? Nei, líklega ekki. Það þarf ekki að vera að þessi dýr sjái það sem við köllum liti þótt þau sjá...

category-iconLögfræði

Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum?

Mál fyrir dómstólum eru annað hvort einkamál eða opinber mál. Ákæruvaldið höfðar opinber mál til refsingar en einkamál eru höfðuð án aðildar ákæruvalds. Um margt gilda líkar reglur um meðferð einka- og opinberra mála fyrir dómstólum, en í sumum efnum er grundvallarmunur þar á. Um einkamál gilda lög nr. 91/1991, en...

category-iconBókmenntir og listir

Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?

Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum. Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern há...

category-iconHugvísindi

Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?

Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa v...

Fleiri niðurstöður