Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 250 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er hundaæði?

Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn sem orsakast af veiru, lýsir sér með krampaflogum, einkum í vöðvum sem stjórna öndun og kyngingu. Það einkennilega er að kramparnir koma fram eða versna mikið við tilraunir til að drekka vatn, við að sjá vatn, heyra vatnshljóð eða heyra tala...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka myndlampar í sjónvörpum?

Upphaflega spurningin var:Hvernig virka myndlampar í sjónvörpum og hvernig nýtir maður sér segulsvið og/eða rafsvið við stýringu rafeindageisla í þeim? Í myndlampa er skjár og rafeindabyssa ásamt stýribúnaði. Skjárinn er húðaður að innan með fosfórljómandi (langljómandi, phosphorescent) efni sem hefur þann eiginl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er frumeindaklukka?

Frumeindaklukkur (e. atomic clock) eru nákvæmustu tímamælingatæki sem smíðuð hafa verið. Slíkar klukkur meta lengd einnar sekúndu út frá náttúrulegum sveiflutíma ákveðinna frumeinda. Flestallar klukkur hafa innbyggt einhvers konar kerfi sem hefur náttúrlegan sveiflutíma. Þessi sveiflutími er síðan notaður til ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða vefir í líkamanum gera ekki við sig?

Eftir að taugafrumur og vöðvafrumur hafa náð fullum þroska gera þær ekki fullkomlega við sig verði þær fyrir alvarlegum skaða. Sem dæmi má nefna að kransæðastífla í hjartavöðva leiðir til þess að hluti af vöðvanum fær ekki súrefni og deyr í kjölfarið. Þetta kallast hjartadrep og ef um stóran hluta af hjartanu er a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirle...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með verslunaráráttu?

Áráttukennd kaup (e. compulsive buying) einkennast af óhóflegum, óviðráðanlegum, tímafrekum og endurteknum verlsunarferðum eða kaupum. Þessi áráttukenndu kaup hafa slæmar afleiðingar eins og fjárhagslega- og félagslega erfiðleika og telja sumir að þau séu í raun viðbrögð við depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum e...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?

Beinagrindin er gerð úr beinum og brjóski. Hún er eitt af líffærakerfum líkamans, en hvert bein hennar er eitt líffæri. Fjöldi beina í fullorðnum manni eru 206. Saman mynda þau beinagrind en hún skiptist í tvo hluta, ásgrind (80 bein) og jaðargrind (126 bein). Í meðalmanni við kjörþyngd eru bein um 15% af líkamsþy...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir mænan í okkur og hvernig starfar hún?

Mænan er langur, mjór strengur úr taugavef og stoðfrumum sem liggur frá heilanum, nánar tiltekið mænukylfu, niður eftir bakinu að lendaliðum þar sem hún greinist í knippi sem kallast mænutagl. Saman mynda mænan og heilinn miðtaugakerfi líkamans. Mænan liggur í gegnum hrygginn, sem verndar hana fyrir hnjaski. Hún e...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Þóroddur Bjarnason rannsakað?

Þóroddur Bjarnason er félagsfræðingur og prófessor við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur rannsakað samband einstaklings og samfélags frá margvíslegum sjónarhornum með áherslu á seiglu, sjálfbærni og félagslegan auð. Þóroddur hefur jafnframt lagt áherslu á miðlun rannsókna í opinberri umr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hlutir sem gerðust í gærkvöld fremur en í gærkvöldi. Góðan dag, eftir að hafa horft á fréttir undanfarið hef ég orðið var við að flest allir fréttamenn segja „í gærkvöld“. Sem dæmi „FH vann Val í gærkvöld“, „ráðist var á mann í gærkvöld“ og svo framvegis. Ef maður beygir ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana?

Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum. Að lokinni hverri lotu er reynt að "hreinsa" burt hitaeiningarnar sem neytt var, til dæmis með því að framkalla uppköst eða nota hægðarlosandi lyf. Í lotuáti borða sjúklingar óeðlilega mikið magn af hitaeiningaauðugum mat á skömmum tí...

category-iconLæknisfræði

Hver eru einkenni krabbameina í endaþarmi?

Krabbamein í endaþarmi eru um 2-3% allra illkynja æxla á Íslandi. Þau eru algengari meðal karla en kvenna. Aldursstaðlað nýgengi var 8,2 af 100.000 hjá körlum á tímabilinu 2006-2010, en 6,6 af 100.000 hjá konum. Þessi krabbamein hafa ekki verið eins algengt á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum. Skýring þess...

category-iconEfnafræði

Hvað er lífeindafræði?

Upprunalega spurningin var: Hvað gerir lífeindafræðingur? Er mikill munur á lífeindafræði og líftækni? Lífeindafræði er það sem kallast á ensku clinical laboratory science, medical laboratory technology eða svipuðum nöfnum.[1] Enska hugtakið biomedical science er stundum haft um lífeindafræði en það er víðt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er forsenda þess að skammtafræðin varð til?

Almennt er hægt að segja að skammtafræðin hafi verið fundin upp til þess að lýsa eðlisfræðilegum kerfum í náttúrunni sem hreyfifræði Newtons eða svo kölluð sígild eðlisfræði gat ekki lýst. Því er hægt að hugsa skammtafræðina sem betri lýsingu á ferlum náttúrunnar. Fyrir mörg kerfi gefur hún því eðlilega sömu svör ...

category-iconFélagsvísindi

Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?

Hugtakið anarkismi, eða stjórnleysisstefna, er í stjórnmálafræði notað yfir þá hugsjón að samfélagið geti, og skuli, stjórnast án miðstýrðs ríkisvalds. Stjórnleysi í þessum skilningi felur ekki í sér fullkomið skipulagsleysi eða upplausn, heldur hitt að skipulagið sé að öllu leyti sjálfsprottið. Þannig merkir grís...

Fleiri niðurstöður