Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að búa til litla vatnsvirkjun í skólastofunni okkar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig er best hægt að búa til lítið líkan af virkri vatnsvirkjun? Við krakkarnir í 9-HL erum að gera bekkjarverkefni og þurfum að búa til virka vatnsvirkjun. En það er auðveldara sagt en gert. Við erum komin með grundvallaratriðin en við erum ekki alveg viss hvernig nák...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Heródótos frá Halikarnassos?

Heródótos frá Halikarnassos var forngrískur sagnaritari, sem skrifaði um sögu Persastríðanna og hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar. Heródótos fæddist um 484 f.Kr. í Halikarnassos, sem var dórísk nýlenduborg í Litlu-Asíu. Hann ferðaðist víða, meðal annars til Samos og grískra nýlendna umhverfis Svartahaf, til ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað laðar þorsk að æti?

Þorskur lifir á mjög fjölbreytilegri fæðu. Fyrsta sumarið lifir hann á smágerðum sviflægum krabbadýrum, næstu árin á margvíslegum botnlægum hryggleysingjum en með aukinni stærð verða ýmsar fisktegundir sífellt algengari bráð. Þorskurinn notar sjón, hreyfiskyn, heyrn, lykt og bragð til að finna bráðina. Sjón...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða sjávardýr er í mestri útrýmingarhættu?

Í svari við spurningunni Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi? var eilítið fjallað um smávaxna hnísutegund sem lifir á afmörkuðu svæði í Mexíkóflóa undan ströndum N-Ameríku og kallast á erlendum tungumálum Vaquita (Phocoena sinus). Þessi tegund hefur yfirleitt verið talin sjaldgæfasta sjávarspendýrið enda er heil...

category-iconLandafræði

Hver er skýringin á bæjarnafninu Trymbilsstaðir í Kaldalóni?

Bærinn er nefndur í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1710 sem „Trimbilsstader“ í Ármúlalandi á Langadalsströnd og sagt að munnmæli segi að byggð hafi verið þar (VII:247). Í örnefnaskrá er nefnt að sögn sé um að bæinn hafi tekið af í jökulhlaupi. Trymbill er ef til vill auknefni manns frekar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju nota Íslendingar arabíska orðið fíll um skepnuna sem flestar nágrannaþjóðir nefna elephant?

Norræna orðið yfir fílinn hefur sennilega borist með víkingum norður á bóginn. Vitað er að þeir ferðuðust langt suður í álfur meðal annars í því skyni að stunda verslun. Þá hafa þeir án efa kynnst fílabeini og arabíska heitinu fil á dýrinu. Í fornsænsku og gamalli dönsku var notað orðið fil en fíll í forníslensku ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hættulegt við að eignast barn 14-17 ára?

Þegar konur eru orðnar kynþroska geta þær orðið óléttar við samfarir. Fyrsta egglos hjá stúlkum verður að meðaltali um 13 ára aldur, en það er þá sem sagt er að stelpan sé kynþroska. Þó að stúlkur séu orðnar kynþroska er ekki þar með sagt að þær séu fullvaxta og því eðlilegt að líkaminn eigi eftir að taka út talsv...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á trölli og skessu?

Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll. Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir: Orðið tröll er sky...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru helstu rökin fyrir því að fallbeygja erlend eftirnöfn (t.d. þegar rætt er um hugmyndir Darwins) og því að láta eftirnafnið standa óbeygt?

Erlent nafnakerfi er frábrugðið því íslenska að því leyti að hérlendis tíðkast að nefna fólk með eiginnafni en erlendis með eftirnafni, eða eiginnafni og eftirnafni, nema um kunningja sé að ræða. Ekki er vaninn að nefna fólk hérlendis með ættarnafni og tala t.d. um verk Thomsens þegar átt er við Grím Thomsen eða l...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru margir dropar af vatni í einum lítra?

Það fer vitanlega eftir stærð dropanna hversu marga þarf til að mynda einn lítra af vatni. Regndropar eru stærri en 0,5 mm í þvermál en nái þeir 4 millimetra þvermáli splundrast þeir yfirleitt í tvennt. Stundum geta þeir þó orðið allt að 6 millimetrar í þvermál en svo stórir dropar myndast ekki nema í mestu úrh...

category-iconLögfræði

Hver er munurinn á lögfræðingi og lögmanni?

Munurinn á starfsheitunum er sáraeinfaldur: Lögmenn hafa leyfi til að gæta hagsmuna annarra fyrir dómstólum en lögfræðingar ekki. Lögfræðingur er einstaklingur sem “hefur lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið frímerki?

Frímerki er tökuorð úr dönsku, en samsvarandi danskt orð er frimærke. Um miðja 19. öld var farið að ræða á þingi um að taka upp notkun frímerkja eins og í Danmörku. Í Tíðindum frá Alþíngi Íslendinga 1855 segir svo: „en eg held, að skoðun hans breyttist, ef hér væri innfærð „frímerki“, eins og í Danmörk“. Þarna er...

category-iconMálvísindi: almennt

Er hægt að koma tvíræðni til skila á táknmáli?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það er vel hægt! Skilgreiningin á tvíræðni er þegar orð eða hugtak sem viðkomandi notar má skilja á tvo vegu en margræðni þegar það má skilja á fleiri vegu. Í táknmálum eru til tákn sem má skilja á marga vegu og eins er hægt að segja eitt en meina annað. Þessi or...

category-iconVeðurfræði

Hvað verður um allar blöðrurnar sem svífa upp í loftið, til dæmis á 17. júní?

Georg spurði: Hvað verður um helínblöðrur þegar þær fara upp í loftið?Er ofar dregur lækkar loftþrýstingur umhverfis blöðrurnar og þær þenjast út, springa eða fara að leka og falla síðan til jarðar. Ris blöðru Það er eðli lofts og vökva að leita í það ástand sem lægsta hefur stöðuorku. Þungt loft l...

category-iconLæknisfræði

Getur fuglaflensuveiran borist úr fugli í gæludýr og þaðan í menn?

Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um fuglaflensu. Þeirra á meðal eru: Geta hundar fengið fuglaflensu? Ef fuglaflensan berst hingað til Íslands með farfuglum, er þá líklegt að kötturinn minn sýkist? Hvernig er með smit úr farfuglum yfir í kýr, hesta og önnur dýr? Geta þau smitast ef þau éta gras ...

Fleiri niðurstöður