Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1116 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um morfín?
Morfín er helsta virka efnið í ópíumi en ópíum er unnið úr aldini ópíumvalmúans (Papaver somniferum). Þegar ópíum er ræktað er skorið á aldinið og út vætlar safi sem látinn er þorna í sólinni. Þegar efnið þornar verður það að gulbrúnu dufti sem síðan er skafið af aldininu. Ópíum er unnið úr þurrkuðum safa ópíum...
Má lögreglan brjóta umferðarlögin án þess að hafa kveikt á lögregluljósum og sírenum?
Lögreglu ber almennt að fylgja reglum umferðarlaga í störfum sínum. Í umferðarlögum hefur hins vegar lengi verið sérstök heimild til svokallaðs „neyðaraksturs“. Jafnframt eru í gildi reglur um neyðarakstur sem settar hafa verið á grundvelli umferðarlaga. Neyðarakstur er akstur sem talinn er nauðsynlegur vegna verk...
Ætti að nota hanska þegar gömlum handritum er flett?
Upprunalega spurningin var: Hvers vegna notar fólk ekki hanska þegar íslensk gömul handrit eru handfjötluð? Það sést aftur og aftur í sjónvarpi þegar fræðimenn, fréttamenn og aðrir fletta þessum dýrgripum með berum höndum og strjúka síður og skilja eftir óhreinindi og fitu. Starfsmenn safna hafa löngum nota...
Eru GSM-símar skaðlegir heilsunni?
Fjölmiðlar flytja reglulega fréttir af því hve hættulegt kunni að vera að nota farsíma. Þar er skýrt frá áhyggjum manna af því að farsímar kunni að valda krabbameini eða heilaskemmdum með einkennum eins og svefntruflunum, minnistapi, höfuðverk, ógleði og svima svo nokkuð sé nefnt. Hér er mikið í húfi því að minnst...
Hvað áhrif geta þunglyndislyf haft á kynlíf?
Einkenni þunglyndis geta verið mörg og eitt af þeim getur verið minni löngun í kynlíf. Ef árangur næst með inntöku þunglyndislyfja getur það eitt og sér aukið áhuga á kynlífi á nýjan leik. Þunglyndislyf eru ekki einungis notuð til þess að lækna þunglyndi heldur eru þau einnig notuð sem meðferð við kvíða, áráttu/þr...
Nú er mikið fjallað um innviði, hvað eru innviðir?
Íslenska orðið innviðir er þýðing á enska orðinu infrastructure. Í Hagfræðiorðasafninu (Rit íslenskrar málnefndar 12, 2000, bls 98) eru gefnar tvenns konar skilgreiningar. Annars vegar eru innviðir sagðir „Grundvallarskipulag kerfis, stofnunar o.þ.h.“ og hins vegar „Atvinnu- og þjónustumannvirki sem mynda undirs...
Af hverju tala menn um peninga sem 'kall', eins og fimmhundruðkall?
Í óformlegu tali um peninga er oft notaður síðari liðurinn -kall, fimmkall, tíkall, fimmtíukall, hundraðkall og svo framvegis, -kall er framburðarmynd af karl. Þessi notkun þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um aldamótin 1900. Hún er líklegast komin úr dönsku þar sem orðin femkarl og tikarl voru notuð áður ...
Hvað þýðir orðið negri og hvaðan kemur það?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið negri? Hvaðan kemur það í íslensku og hversu gamalt er það í málinu? Fyrst verður litið á síðari hluta spurningarinnar, það er um uppruna og aldur orðsins negri í íslensku. Síðan verður fjallað um merkingu orðsins og varað við notkun þess. Uppruni Orðið ...
Er lífrænt ræktað grænmeti hollara en annað og hvers vegna er það svona dýrt?
Aðalástæða þess að lífrænt ræktaðar vörur eru taldar hollari en aðrar er sú að þær innihalda minna af varnarefnum, en notkun þeirra er bönnuð í lífrænni ræktun. Menn eru þó ekki á einu máli varðandi hollustu lífrænt ræktaðra matvæla og telja sumir að lífrænt ræktað hráefni innihaldi mikið magn af gerlum sem gætu ...
Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði?
Feldir af tígrisdýrum eru lítið notaðir í fataiðnaði af þeirri einföldu ástæðu að dýrin eru alfriðuð og verslun með þau eða afurðir þeirra er stranglega bönnuð. Þrátt fyrir það virðist vera markaður fyrir tígrisdýrafeldi í austanverðri Asíu og undanfarin 2-5 ár virðist svartamarkaðsbrask með þá hafa farið mjög vax...
Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?
Ekki er hægt að segja með fullri vissu hver fann upp peningakerfið. Það fer líka eftir því hvernig við skilgreinum hugtakið peningakerfi. Eftir því sem verkaskipting varð meiri fóru menn í meira mæli að skiptast á vörum. En verkaskipting, þar sem menn sérhæfa sig á mismunandi sviðum, kallar á viðskipti. Vöruskipti...
Nýtt útlit á Vísindavef HÍ
Þann 3. febrúar 2020 var nýtt útlit tekið í notkun á Vísindavef HÍ, meðal annars í tilefni af 20 ára afmæli vefsins. Á meðal helstu nýjunga eru að í haus Vísindavefsins eru nú eru aðgengilegar upplýsingar um sólargang og hvenær tunglið rís og sest í Reykjavík, auk upplýsinga um flóð og fjöru í Reykjavík. Þessi ...
Hvort eru þeir sem kjósa að flytja til Íslands nýbúar eða innflytjendur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvort er réttara fyrir sveitarfélög og ríkið að nota orðið nýbúar eða innflytjendur um þá sem kjósa að flytja til Íslands? Þessari spurningu er erfitt að svara. Bæði orðin eru gildishlaðin, það er þau verka neikvætt á marga og um leið má segja að þau þjóni ekki lengur tilgang...
Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis birkiaska virki?
Birkiaska er náttúruvara, það er að segja hún flokkast sem fæðubótarefni og hefur ekki markaðsleyfi sem náttúrulyf hér á landi. Fjallað eru um náttúrlyf og náttúrvörur í svari sömu höfunda við spurningunni Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum? Náttúruvörur eru seldar án þess að kröfur séu gerðar til g...
Hver fann upp markmannshanska?
Hér er gert ráð fyrir því að átt sé við markmannshanska sem notaðir eru í fótbolta. Hanskarnir gegna því hlutverki að verja hendur markvarða og bæta frammistöðu þeirra, til að mynda með betra gripi. Markvörðum er ekki skylt að nota hanska, en nánast allir gera það. Frægt er hins vegar atvikið úr vítaspyrnukeppni P...