Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5245 svör fundust
Af hverju fáum við út 364 daga í hverju ári en ekki 365 ef við margföldum 7 (daga í viku) * 52 (vikur í ári)?
Upphafleg spurning var: Okkur er kennt að það séu 365 dagar í einu ári, jafnframt að það séu 52 vikur í einu ári og 7 dagar í vikunni! Ef við margföldum 7*52 fáum við út 364. Hvernig stendur á þessum mismun? Eins og fjallað er um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er hægt að finna út hvort tilteki...
Hvernig verður ölkelduvatn til?
Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hér...
Get ég rökfræðilega sagt "Ég er lygari"?
Þótt einhver sé lygari er ólíklegt að viðkomandi ljúgi alltaf. Jafnvel harðsvíruðustu lygarar segja stundum satt, þó ekki væri nema vegna þess að þeir vita þá ekki betur. Þannig getur einhver sem segir oft ósatt sagt “Ég er lygari” og sagt satt í það skiptið. Viðkomandi er þá að segja okkur satt frá því að hún ljú...
Hvað er sjórinn langur?
Vökvi getur haft rúmmál og massa en það er erfitt að sjá hvernig hægt er að mæla lengd hans. Sem dæmi þá getum við verið með einn lítra af vatni sem er það sama og 1 dm2 og þessi lítri er 1 kg að þyngd. Við getum líka talað um flatarmál vatnsins, til dæmis við yfirborð eða botn, en það er hins vegar breytileg stæ...
Geta verið aðrir miklahvellsmassar í óendanlegum geimi fyrir utan þann sem tilheyrir Miklahvelli?
Svarið er já; við getum vel hugsað okkur aðra heima fyrir utan þann heim sem við lifum í og jafnvel fullkomlega ótengda honum. Vísindamenn ræða þessa möguleika af fullri alvöru ekki síður en aðra. Ef hins vegar engin tengsl reynast vera við hina heimana verða menn að sætta sig við að um þá verði ekkert sagt og til...
Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum. EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Ísla...
Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi? Ef svo er, hver tekur þá ákvörðun um eignarnámið?Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði um vernd eignarréttarins. Þar segir:Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf kref...
Er annar hluti Almannagjár virkilega Norður-Ameríkuflekinn og hinn Evrasíuflekinn?
Jarðskorpa jarðar skiptist upp í fjölda brota, sem kallaðir eru jarðskorpuflekar. Nokkrir þeirra eru gríðarstórir og ná jafnvel yfir heilu heimsálfurnar. Þannig liggur heimsálfan Norður-Ameríka á Norður-Ameríkuflekanum en Evrópa og Asía eru saman á hinum víðáttumikla Evrasíufleka. Jarðskorpuflekar jarðar mætas...
Hversu miklu þyngra vegur fullhlaðin 1,5 volta rafhlaða en óhlaðin?
Spyrjandi hefur væntanlega fylgst vel með svörum okkar hér á Vísindavefnum. Hann veit að hlaðin rafhlaða býr yfir meiri orku en óhlaðin og vill því vita hver massamunurinn sé samkvæmt jöfnu EinsteinsE = m c2Þetta er allt saman alveg hárrétt hugsað: Samkvæmt þessu á orkumunur að svara til massamunar og öfugt. Hins ...
Er hægt að mæla hvort bólusettur einstaklingur hafi fengið COVID-19?
Upprunalega spurningarnar hljómuðu svona: Ein spurning varðandi COVID-19 og bóluefni. Er hægt að mæla eða sjá hvort að bólusettir einstaklingar hafi komist í tæri við veiruna en ekki sýkst? Sem sagt að bóluefnið hafi virkað. (Herborg) Tvær spurningar? Er möguleiki á að fólk geti verið með COVID-19-sjúkdóminn án þe...
Gætu fuglar flogið á tunglinu (já eða nei)?
Svarið er nei; fuglar geta ekki flogið í opnu rými við yfirborð tunglsins. Flug fugla byggist á loftmótstöðu; þeir spyrna í loftið kringum sig og svífa á því. Á tunglinu er hins vegar ekkert loft til að spyrna í. Þar er enginn lofthjúpur því að þyngdarkraftur tunglsins er of lítill til þess að gassameindir hal...
Er öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien að finna í íslensku riti?
Upphafleg spurning var: Ég hef heyrt að öll nöfn í Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien séu að finna í íslensku riti. Eftir hvern er ritið og hvað heitir það? Nöfn persóna í Hringadróttinssögu eru sótt víða en ekki öll á sama stað. Sum eru þannig búin til af höfundi frá grunni, önnur eru sótt í fornenskan men...
Hvers vegna eru aðeins sumir ökumenn, en ekki allir, ákærðir þegar dauðaslys verða í umferðinni?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað með skýrum og einföldum hætti. Meginreglan samkvæmt almennum hegningarlögum er sú að það er ávallt refsivert að valda öðrum manni bana. Hins vegar er gerður stór greinarmunur á því hvort um ásetning er að ræða eða ekki. Í 23. kafla laganna segir meðal annars þetta um viðurlög: H...
Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi?
Þetta er spurning af því tagi sem er ekki hægt að svara með ákveðinni tölu. Í frekar hátíðlegu máli segjum við að ástæðan sé sú að hugtökin 'eyja' og 'sker' séu ekki nægilega vel skilgreind eða afmörkuð. Með öðrum orðum getur verið ómögulegt að segja til um hvort tiltekið fyrirbæri sé eyja eða sker eða hvorugt. Þe...
Hver er helsti munur á að vera giftur og í sambúð, lagalega, tryggingalega, og svo framvegis?
Margir halda að réttaráhrif óvígðrar sambúðar séu hin sömu og hjúskapar, að minnsta kosti þegar óvígð sambúð hefur staðið í einhvern tíma. Í grundvallaratriðum er því þó ekki þannig farið, þrátt fyrir að á undanförnum árið hafi löggjafinn reynt að jafna mun á milli þessara sambúðarforma. Um óskráða sambúð gildir e...