Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 132 svör fundust
Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?
Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...
Hvað er Enigma og hvaða þátt átti hún í seinni heimsstyrjöldinni?
Orðið enigma þýðir ráðgáta. Nafnið Enigma er hins vegar tengt mjög fullkominni dulmálsvél sem Þjóðverjar notuðu í síðari heimsstyrjöldinni. Hún var svipuð ritvél að stærð og hægt var að flytja hana auðveldlega á milli staða. Með henni mátti auðveldlega breyta venjulegu ritmáli yfir á mjög flókið dulmál. Sömuleiðis...
Hvað getur þú sagt mér um Leif Müller?
Leifur Müller er þekktastur fyrir að hafa verið fangelsaður af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og sendur í fangabúðir þeirra í Sachsenhausen. Hann gekk í gegnum miklar hörmungar en var svo lánsamur að lifa þær af og eftir stríðið ritaði hann bókina Í fangabúðum nazista um reynslu sína. Fyrstu árin Leifu...
Hver er saga Tyrkjaveldis?
Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. ...
Hvernig haldið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl. Hvernig teljið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum? Mun vera aukning á honum eða jafnvel minnkun? Von um góð svör, Kristján Magnússon. Allt frá 2010 hefur ferðafólki á Íslandi fjölgað í kringum 30% milli ára. Í því ljósi og þegar horft er til þ...
Hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær byrjuðu Bandaríkin að beita sér á heimsvettvangi og hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag? Bandaríkin urðu til sem nýtt, fullvalda ríki með sigri í sjálfstæðisstríðinu (1775-1783) gegn Bretlandi. Nýja ríkið var sambandsríki. Hvert og eitt ríki B...
Hvernig litu landnámsmenn út?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvernig litu landnámsmenn út? Spurt er m.a. vegna þess að nú hafa verið látin boð út ganga í Bretlandi um að fyrsti landnámsmaðurinn (eða a.m.k. sá sem skildi eftir elstu líkamsleifarnar sem fundist hafa, í Cheddar Gorge) hafi verið með dökka húð og blá augu. Þær fréttir hafa...
Af hverju vildu dönsk yfirvöld veita Íslendingum fullveldi?
Stutta svarið hljómar svona: Danir höfðu blátt áfram engan áhuga lengur á því að ráða yfir Íslandi. Árið 1848 var einveldi afnumið í Danmörku og frá því að þingræði var innleitt árið 1901 höfðu frjálslyndir stjórnmálamenn setið að völdum, menn sem höfðu samúð með sjálfstæðiskröfum Íslendinga. Það getur aldrei þjón...
Af hverju geta Ísraelar og Palestínumenn ekki lifað saman í sátt og samlyndi?
Í grófum dráttum snýst deila Palestínumanna og Ísraela um land. Annar aðilinn, Palestínumenn, sem eru Arabar, er að heyja sjálfstæðisbáráttu til að mynda eigið ríki á landi sem þeir telja að hafi verið tekið frá þeim með valdi af Ísraelsmönnum. Hinn aðilinn, Ísraelsríki, stofnsett af Gyðingum, vill halda sínum hlu...
Hver var Sir Isaac Newton?
Sir Isaac Newton (1642-1727) var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar. Ísak fæddist í Woolsthorpe á Mið-Englandi á jóladag árið 1642, en faðir hans var þá látinn. Móðir hans giftist aftur nokkrum árum síðar, manni að nafni Barna...
Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?
Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti. ...
Hvað getið þið sagt mér um geimfarið Rosetta?
Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og komst á braut um halastjörnuna þann 6. ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014. Það verður í f...
Hver var Vladimir Lenín?
Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...
Getið þið sagt mér sögu Volkswagen Bjöllunnar?
Saga Volkswagen Bjöllunnar er einnig saga þýska hugvitsmannsins og hönnuðarins Ferdinands Porsche (1875-1951). Þótt margir hafi vitaskuld lagt hönd á plóg í þróun þessa víðfræga farartækis var Porsche hugmyndasmiðurinn og frumkvöðullinn að gerð þess. Porsche fæddist í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands, hlaut m...
Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?
Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...